Feykir


Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 7

Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 7
43/2004 Feykir 7 Guðmundur I/altýsson______ Hagyrðingaþáttur 395 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Einar Þórðarsson frá Innri- Skeljabrekku sem byijar þáttinn að þessu sinni. Þegar bresturyndi ogyl úfimtn lífs á bárum, ferskeytlunnar flý ég til flakandi í sárum. Önnur vísa kenrur hér sem mun vera eftir Einar. Ærsla-hlátur, að þvígá eykurgrát og trega. Best er að láta lampa á loga mátulega. Staddur í Reykjavík mun Einar hafa ort þessa. Komir þú um kvöld í Vík kvikt er Austurstrœti. Telpa mörg í tildursflík tekin erþar áfœti. Ólafur Gunnarsson í Borgar- nesi yrkir svo á efri árum. Áfram leið í lífsinsglaum btgst afhress ogglaður. Vaknaði upp vtð vondan draum var þá gamall maður. Gísli Ólafsson héðan frá Eiríksstöðum mun hafa ort þessa ágætu vísu. Nóttin styður stjórnvöl á Stutt er friðarskíma. Draums í iðu hníga há hljómbrot liðins tíma. Trúlega hefur það verið á yngri árum Gísla sem orti þessa. Vonarhjólið valt er hér á veikleik stólar enginn auðarsól er of dýr mér ung og skólagengin. Dagbjartur Dagbjartsson á Refsstöðum er góður hagyrðingur og mikill áhugamaður um vísur. Eftir hann er þessi. Oft mér hefur valdið vöku þó vœri að basla hvað éggat að grípa á lofti góða stöku oggera úr henni blaðamat. Eitt sinn hringdi Dagbjartur í Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð og ræddi við hann um vísur. Hafði Einar þá aldrei séð Dagbjart. Eftir að samtalinu lauk orti Einar. Orðaglímu karlinn kann og knappt í rím að hlekkja, en í sítna ótnar hann eitts og tímaskekkja. Karl Friðriksson, brúarsmiður, mun eitt sinn hafa ort svo í vetrar- byrjun. Svalinn nœðirsviðinn völl sólarglœðum hallar. Sumarklœðin eru öll ofin þrœði mjallar. Alltaf finnst mér gaman að rifja upp snjallar hringhendur eftir Rósberg G. Snædal. Svo yrkir hann um vetrartíma. Sumri töpuð virðast völd vetrar sköpuð byrði. Heyri ég nöpur, nístingsköld, Norðra köpuryrði. Þungan alda fellir fald fjöllin tjalda íclœði björtu. Enn hið kalda krumluhald kynnir valdið, skelfir hjörtu. Hrœðist varla veðurstór vog þó falla taki, sá er alla cevifór einn aðfjalla baki. Um síðustu vísuna er það að segia að mig minnir endilega að hafa heyrt, reyndar fyrir nokkuð löngu síðan, að hún væri ort um Elivoga Svein.Væri gaman að heyra frá lesendum ef þeir vissu eitthvað frekar um það. Ein vetrarvisa í viðbót, sem er að bögglast fyrir mér og ég hef kunnað lengi en get alls ekki munað eftir nvern er. Æðirjjúk á Ýtnis búk ekki er sjúkra veður, klæðir hnjúka hríð ótnjúk hvítum dúki meður. Þar sem alls konar áróður sem tengist jólahaldi, magnast nú dag frá degi, í hinum ýmsu fjöl- miðlum, er kannski í lagi að birta hér næst þetta átæta vers Ingólfs Kristjánssonar. Auðlegð menn girnast oggœfú oggera sér vonir um lán ogþað þykir toppur tilverunnar ao tryggja sérfarmiða á Spán. Mega þar busla við bjartar strendur og brenna kropintt í sól, koma svo heim í helvítis kuldan og halda gleðilegjól. Magnús Jósefsson í Borgarnesi mun hafa verið staddur á hag- yrðingamóti er hann orti svo. Hehiti langar mig efiir þeim apa Andrési Valbergog Jóa í Stapa sem kunna á kviðlingum skil. Það steitdur bara í mér að stuðla og rítna, stari út í loftið eilíjðartíma. Vísumarverða ekki til. Þegar Magnús veitt athygli atíerli unga fólksins sem er honum samtíða verður þessi til. Þetta unga efnisfólk ótal sœkir skóla. Þyrfti að drekka meiri mjólk en mitttta afCoka Cola. Væri þá góður kostur að leita enn til Gísla Olafssonar með ágæta vísu í Iok þáttarins. Svífiur él í sveitir inn sólarfelast Ijósin. Glitrar vel um gluggan ntinn gráa hélurósin. Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðumm, 541 Blötiduósi. S: 452-7154. íþróttafréttir Intersportdeildin í körfuknattleik_ Njarðvfldngar einfaldlega betri Tlndastóll fékk topplið IMjarðvíkinga í heim- sókn í Síkið í kvöld. Lið Tindastóls hefur verið að spila illa að undan- förnu og höfðu heima- menn því ærna ástæðu til að rífa sig upp og það tókst, þó svo að á endanum hafi ágætt lið Njarðvíkinga haft betur. Lokatölur 85-95 eftir að Stólarnir höfðu haft yfir 43-41 í leikhléi. Njarðvíkingar byrjuðu á að setja niður tvær 3ja stiga körfur en Tindastólsmenn slepptu þeim ekki frá sér og komu sér inn í leikinn. Talsverður hraði var strax í leiknum og ágæt tilþrif á báða bóga. Svavar Birgisson hitti vel og ekki síst fyrir hans leik náðu Stólarnir yfir- höndinni þegar líða tók á fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var svipaður hinum fyrsta og heimamenn alltaf skrefinu á undan gestunum. Staðan í hálfleik 43-41 fýrir Tindastól. Njarðvíkingar byrjuðu þriðja leikhluta vel og sér- staklega var kraftur í Anthony Lackey. Varnar- leikur Njarðvíkinga batnaði og þá voru þeir grimmari í sókninni og náðu með góðurn leik yfirhöndinni og þegar þriðji leikhluti var að baki höfðu þeir skapað sér 8 stiga forskot, 64-72. Tindastólsmenn hófu fjórða leikhluta vel og loks fóru skot Nikola Cvjetkovic að rata í körfu Njarðvíkinga. Minnstur varð munurinn þrjú stig í leikhlutanum en Njarðvíkingar reyndust helst til of stór biti fýrir lið Tindastóls og sigraði að lokum 85-95. Sem fyrr segir lék Tindastóll sinn besta leik í langan tíma og einkurn voru Svavar og Bethuel Fletcher góðir. Það var skarð fýrir skildi hjá heimamönnum að Ron Robinson gekk ekki heill til skógar og gat iítið beitt sér í sókninni. Að leik loknum sagði Kári Marísson þjálfari Tindastóls að jafnræði hefði verið með liðunum fram í fjórða leikhluta, þá hefði komið í Ijós að Njarð- víkingar höfðu meiri breidd og leikreynslu. Hann kvaðst þó ekki geta verið annað en ánægðir með sína rnenn sem börðust af kappi allan leikinn. INTERSPORTDEILDIN í KÖRFU íþróttahúsið á Sauðárkróki TINDASTÓLL 85 NJARÐVÍK 95 Stig Vndastóls: Svavar Birgisson 30, Bethuel Fletcher 26, Nikola Cvjetkovic 13, Axel Kárason 10, Ron Robinson 5 og Gunnar Andrésson I. Barátta urtdirkörfu Njarðvíkinga - ekki alltaf auðvelt að vera dómari? Getraunaleikur Tindastóls_ Tippað á fullu Líkt og sagt hefur verið frá áður þá stendur knattspyrnu- deild Tindastóls fyrir skemmtilegum get- raunaleik og var fyrsta umferð spiluð síðasta laugardag. Þrjátíu hópar eru skráðir til leiks og er það nokkuð viðunandi þátttaka þó svo að skemmtilegra væri ef fleiri væru með. Að sögn Eyþórs Einars- sonar formanns knatt- spyrnudeildar var fin mæt- ing í vallarhúsið að morgni laugardags og nú er bara að menn haldi áfram að mæta og skemmta sér yfir boltanum. Keppnin er jöfn og spennandi eftir fyrstu umferð þar sem enginn hópur fékk meira en 9 rétta og enginn minna en 6! Verður Robinson látinn fara? Á netsíðunni Sport.is velta menn fýrir sér hvort Ron Robinson verði áfram hjá Stólunum eftir áramót. Eitthvað segja þeir að sé í það minnsta í gangi hjá Tindastól en ekki hefúr fengið staðfest- ing um það hjá félaginu. Sport.is segir Robinsson ekki að standa sig eins vel og menn bjuggust við. 1 síðustu viku var dregið í Bikarkeppni KKÍ og Lýsin- gar og sækja Stólarnir Hamar/Selfoss heim. smaauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Vodkakúrinn Hinn stórskemmtilegi Vodkakúr með Helgu Braga og Steini Ármanni verður sýndur í íþrótta- húsinu á Sauðárkróki á föstu- daginn. Frábær sýning sem enginn má missa af! Tónleikar faiia niður Áður auglýstir tónleikar með hljómsveitinni Á móti sól sem vera áttu í Bifröst næstkomandi laugardag, falla niður af óviðráðanlegum ástæðum. Bíll til sölu Tilsölu Toyota Corolla árgerð 2000. 3ja dyra, 6 gíra, ekinn um 38 þús. km. Upplýsingar í síma 893 5477.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.