Feykir


Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 6

Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 6
6 Feykir 43/2004 Jón Ormar Ormsson skrifar_ Á sjöttu síðu um dag og veg Skrifari hitti mann á förnum vegi sem sagði að samtíminn væri eitt allsherjar óhóf. Eftir venju hefði þessi maður - eða kona, því konur eru menn- átt að vera kominn nokkuð til ára sinna. Textinn hljómar eins og þetta gæti hafa verið saman- rekinn búri á efri árum, sem ekki notar plastkort í viðskipt- um en gengur með buddu og heldur vel utan um smáaurana; veit vel aura sinna tal. Svo var ekki. Þetta var maður rétt um þrítugt. Hann var að koma út úr lánastofnum. Þetta var á heið- um vetrarmorgni á öndverðri aðventu, aðeins andvari af norðan og snjóföl á jörð, rétt sporrækt og launhált, svo farið sé í fótsporin hans Þórbergs um frásögn. Þessu samtali fylgdi ekki venjulegur inngangur um góðan dag og þess konar hjal, heldur snéri maðurinn sér beint að efninu. Fór rólega af stað í fróðlegu erindi um efnahags- mál á þann veg hvað allar dyr stæðu opnar til lána og hversu auðvelt væri að steypa sér í botnlausar skuldir. Hann studdi annarri hendinni á húddið á jeppanum sínum. Svo tók hann hendina af húddinu og stakk báðum höndum í buxnavasana. Hann var í dökkgráum fötum, dökkblárri skyrtu, með silki- bindi dökkt og bundið í grannan hnút. Bindisnæla hefði komið sér vel. Skrifari hafði er hér var kornið sögu ekki kornist að með setningarbrot hvað þá meira og lifði hér rétt einu sinni máls- háttinn, að málugum er mein að þegja. Hann fann að maðurinn var reiður. Skrifari hefúr ekki farið á námskeið í áfallahjálp og vissi því ekki hvernig ætti að haga orðum. Varstu að koma úr bankanum, spurði hann var- lega. Það varð stundarþögn, svo sagði ffummælandi; Ég snéri við. Það er nóg að skulda íbúð- ina og jeppann svo maður fari ekki að bæta við. ÞEIR skulu ekki ná tökum á mér. Þeir í bankanum, spurði skrifari. Nei þeir eru ágætir. Svo var þögn og skrifari vissi ekkert ffekar um ÞÁ. Jeppamaður hafði ekki boðið góðan dag svo það var eðlilegt ffamhald að hann settist upp í jeppann og æki í burtu án þess að kveðja en skrifari hélt áfram göngu sinni og tók nokkrar léttar æfingar í hálk- unni. Óundirbúnar og hugsaði um hverjir ÞEIR væru án þess að komast að neinni viðunan- legri niðurstöðu um ÞÁ. En það rifjaðist upp liðin saga. Þetta gerðist á þeim árum þegar það þótti lottóvin- ningur að geta komið sér upp góðum víxli í banka. Skrifari átti ágætan vin sem vann hjá stöndugu fyrirtæki sem seldi fólki heimilistæki og þess háttar gegn afborgunum. Menn borg- uðu út ákveðna prósentu af kaupverði og svo var afgang- urinn settur á víxla sem féllu í gjaldaga mánaðarlega næsta árið eða svo. Vinurinn varð seinna forstöðumaður eða forstjóri fyrir þessu fyrirtæki. Þegar þarna var komið sögu var vinurinn ný giftur ágætri konu. Og til að koma öllu til skila þá eru þau ennþá í hjúskap en hann er hættur hjá þessu fyrirtæki sem ekki er lengur til vegna þess það hvarf inní annað stærra. Þau skötuhjú höfðu keypt neðri hæðina í húsi for- eldra hennar og af því tengda- faðirinn var maður með góð sambönd þá fékk vinurinn góða fyrirgreiðslu í bönkum og var af ntörgum öfúndaður. Svo öllu sé komið til skila. Á þessum árum voru vín- barir, þrír eða fjórir í Reykjavík, aðeins hafðir opnir til klukkan hálf tólf. Var það gert að kröfú templara sem vildu koma í veg fyrir fyllirí. Menn máttu því hafa sig alla við til að verða orðnir sæmilega ósjálfbjarga um mið- nætti. Nú var það eitthvert laugardagskveldið að skrifari og vinurinn héldu út á lífið. Hótel Borg var áfangastaðurinn þetta kvöldið, ef rétt er munað. Segir nú ekki af ferðum fyrr en allt í einu birtist þarna bróðir vinar- ins, nokkrum árum eldri og fullkomin andstæða; laus í rásinni og konulaus og án fyrir- greiðslu í ríkisbönkum og búandi á hótel mömmu. Þeim bræðrum kom alltaf vel saman og var tekið upp fjör- legt spjall að venju. Þá birtist þarna maður sem óboðinn tekur sér sæti við borðið og ber lengi vel upp erindi sitt, ef eitt- hvert var. Eftir langa þögn hefúr hann upp mál sitt, snýr sér að eldri bróðurnum og segir; Þið eruð ólíkir, þið bræður. Þú átt ekki neitt en bróðir þinn á bæði konu og íbúð. Ræðumaður fékk svar um hæl; Maðurinn á effi- hæðinni á konuna og bankinn íbúðina. I þessum pistli eru nokkrar niðurstöður aldrei þessu vant. Það er alveg sama hvort barir eru opnir til hálf tólf eða þrjú. Þeir sem vilja verða fúllir verða fúllir. Og það er alveg sama hvort öllum stendur til boða lán í bönkum eða menn verða sér úti um lán gegnum kunnings- skap; þeir sem vilja barsla í skuldum koma sér alltaf í skuldir. Þeim verða öll lán að óláni. Jón Ortnar Ný fisktegund við ísland Myrtd tekin við Úlfarsá þann 28. maí 2004. Ósalúra breiðist ört út í frétt í Fiskifréttum er sagt frá því að ósalúra, ný kolategund sem fannst fyrst hér við land svo vitað sé árið 1999, hafi nú dreift sér víða í sjó við ísland og er nú algeng í árósum. Sögufélag Skagfirðinga____ ÞHðja bindi Byggða sögunnar komið út Bjarni Jónsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson hjá Veiði- málastofnun Norðurlands- deildar á Hólum hafa unnið að rannsóknum á þessum nýja íslenska fiskstofni og kynntu þeir niðurstöður sínar á afmælisráðstefnu Lífíræðifélags íslands sem haldin var nú nýverið. Bjarni Jónsson sagði í spjalli við Feyki að ósalúran breiddist ört út og ákjósanleg skilyrði væru fýrir hana í Skagafirði, sérstaklega við ósa Héraðs- vatna. Ósalúra er nytjategund í Evrópu og sagði Bjarni að tiltölulega hátt verð fengist fyrir hana. Heildarveiðin í Evrópu er um 12 þúsund tonn á ári. Danir veiða mest eða um 3.500 tonn á ári en Hollendingar koma þar á eftir með 3.200 tonn. Ósalúran er veidd í drag- nót og net eins og margar aðrar kolategundir. Þá segir í Fiskifféttum að lósalúran geti orðið allt að 60 sentímetra löng en hér við land hafa veiðst fiskar sem eru um 40-50 sentímetra langir, en algengasta stærðin er um 30 sentimetrar. Bjarni var spurður hvort þeir hefðu nægileg gögn í höndunum til þess að meta stofnstærð og hvort hér gæti orðið um nytjafisk að ræða í framtíðinni. „Útbreiðslan er mikil og vaxandi og seiðafjöldinn er mikill á mör- gum stöðum. Það er því margt sem bendir til þess að þetta geti orðið nytjafiskur hér við land. Við vitum ekki hvað stofninn er stór en ég tel ekki ólíklegt að unnt verði að veiða árlega nokkur hundruð tonn af þessum fiski hér við land í framtíðinni. Um þetta er auðvitað ekki hægt að full- yrða neitt.“ Þriðja bindi Byggðasögu Skagafjarðar er nýkomið út og fjallar um hinn gamla Lýtingss- taðahrepp sem alls telur 105 býli. Auk þess er ítarleg greinargerð um sveitarfélagið Lýtingsstaða- hrepp. í texta og myndmáli er fjall- að um hverja einustu jörð sem í ábúð hefúr verið einhvern tímann á árabilinu 1781-2004. Lýst er öllum fornbýlum og seljum sem tengjast einstökum jörðum og gefið upp GPS- stöðuhnit þeirra. Þá er ítarlegur kafli um týnda þjóðveldisaldar- byggð í Vesturdal. Ábúendatal fylgir hVerri jörð ffá 1781-2004 og drjúgur hluti bókar er áhugavert innskotsefni sem tengist jörðunum: þjóðsögur, vísur eða ffásagnir af fólki og atburðum. Rík áhersla er lögð á mynd- efni og er meginhluti þess í litum. Bókin er 528 bls. með á sjöunda hundrað myndum, kortum og teikningum. Ritstjóri þessa glæsilega verks er sagnfræðingurinn Hjalti Pálsson ffá Hofi en það er Sögufélag Skagfirðinga sem gefúr út. Rætt verður við Hjalta um Byggðasöguna í jólablaði Feykis sem kemur út í næstu viku. Hægt er að ffæðst meira um Byggðasögu Skagafjarðar á heimasíðu Skagafjarðar en hægt er að panta Byggðasögu Skagafjarðar með því að hringja í 453 6640 eða senda pöntun á netfang Sögufélagsins og Hér- aðsskjalasafns Skagfirðinga, saga@skagafjordur.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.