Feykir


Feykir - 20.04.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 20.04.2005, Blaðsíða 1
Frá vinstri: Gunnar Þór Gunnarsson sigurvegari keppninnar frá Árskóla, Sif Sindradóttir Varmahlíðarskóla varð íþriðja sæti og Silja Ýr Gunnarsdóttir úrÁrskóla lenti í öðru sæti. Lengst til hægri er Vilhjálmur Baldursson sem afhenti sigurvegurunum verðlaun. Methagnaður af rekstri samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga Hagnaðurinn 1,2 milljarðar á rekstarárinu 2004 Hagnaður af rekstri samstæðu Kaupfélags Skag- firðinga á árinu 2004 nam rúmlega 1.200 milljónum eftir skatta. Þetta er langbesta afkoma í hundrað og sextán ára sögu félagsins, sem er komið í raðir stærstu fyrirtækja landsins. Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga verður kl. 10:00 í Selinu, laugardaginn 23. apríl, sem jafnframt er affnælisdagur KS en það var stofnað árið 1889. Deildarfundum er lokið en á þeim var kynnt afkonta félagsins á rekstarárinu 2004. Helmingur af hagnaði samstæðunnar er vegna hækkunar á hlutabréfum en veltufé frá rekstri nam 863 milljónum króna. Heildarvelta félagsins á árinu 2004 var tæplega 7 milljarðar króna. Rekstur Skagstrendings á Skagaströnd er utan við þá tölu en Fiskiðjan Skagfirðingur, sem er í meirihlutaeigu KS keypti sem kunnugt er fyrirtækið og var reksturinn sameinaður undir merkinu Fisk Seafood um áramótin. Ungt fólk í hraðakstri í Austur-Húnavatnssýslu 60 kærðir um helgina Óvenju mikill erill var hjá lögreglunni á Blönduósi um helgina en um 60 voru teknir fyrir hraðakstur. í sumurn tilvika voru öku- leifðum hámarkshraða. menn tugum kílómetra yfir Að sögn lögreglunnar var helgin slysalaus. Mikill meirihluti þeirra senr voru teknir voru ungri ökumenn og voru að koma af eða fara á Söngvakeppni framhalds- skólanna sem haldin var á Akureyri. Tilkomumikil sjón Gott veður áfram Veðurspáin næstu daga gerir ráð fyrir hægri austan og suðaustanátt og bjartviðri. Hiti verður áfram 10-15 stig að deginum. Hafgolan gæti gert vart við sig og stutt í þoku við strönd- ina. Spáð er hæglætisveðri frarn á sunnudag, úrkomu- lausu íyrir norðan en rigningu á Suðurlandi. Austanáttin er hagstæð hvað varðar ísrek en jakar sem hafa verið á reki norður af landinu færast fjær og reka samkvæmt Veðurstofu í átt til Grænlands. Sauðárkrókur______________ Hátæknisetur í haust í undirbúngi er stofn- un hátækniseturs á Sauðárkróki. Málið hefur verið tekið fyrir í sveitarstjórn og gangi áætlanir eftir verður því hleypt af stokkunum í haust. Setrið er hugsað sem fyrsta stig til að auka og byggja upp íjölbreytni á sviði hátækni og þekkingariðnaðar. Mark- miðið er að virkja árlega 5- 10 nentendur á þessu sviði þ.e. hafa áhrif á menntunar og starfsval næstu fimrn árin jafnframt sem 4-5 þróunar- og fyrirtækjaverkefni verða sett af stað með stuðningi og í samvinnu við fjTÍrtæki í Skagafirði, Reykjavík og Háskóla Islands. Hlutverk hátækniseturs verður að sjá fyrirtækjum í Skagafirði fyrir tækjum, þekkingu, menntun og þróunarverkefnum næstu 10 árin. Leitast verður við að skipuleggja verkefni sem bygja upp þekkingu og færni á flestum sviðum hátækni. Verkefnið er að frunt- kvæði Sveins Ólafssonar, sérfræðings hjá Raunvísinda- stofnun Háskóla Islands. Bjarni Jónsson, forntaður atvánnu- og ferðamálanefnd- ar, segir að málið hafi verið kynnt fyrir nefndinni í des- ember. I upphafi árs var ákveðið að hrinda af stað forverkefni til að vinna upp viðskiptahugmynd varðandi verkefnið og hvaða rnögu- leikar gætu í því falist. Nú þegar liggi fyrir mikill áhugi og þverpólitísk sátt um þetta verkefni. Hátæknisetur gæti meðal annars styrkt rannsókn- artengt nám á háskólastigi á svæðinu. Þá hefur einnig verið nefnt sent hagnýtur kostur að hátæknisetur hafi yfir að ráða tækjabúnaði sem gerði einstaklingum og fyrirtækjum kleift sækja sér sérhæfð verefni fyrir háskóla og stofnanir hér heima og er- lendis. Sem möguleg verkefni há- tækniseturs má nefna, þróun í vélbúnaði tölva, þróun við aðferðir við geymslu á vetni, verkefni á sviði líftækni og fleira. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —CléMjill eh}3— Bílaviðgerðir hj ólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun ÆQ bílaverksfæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.