Feykir


Feykir - 20.04.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 20.04.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 15/2005 Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Jakob ráðinn framkvæmdastjóri Jakob Magnússon er nýráðinn sem fram- kvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norður- landi vestra og er hann tekinn við störfum á skrifstofu SSNV á Hvammstanga. Jakob Magnússon lauk meistaraprófi í alþjóðavið- skiptum frá University of Birmingham í Bretlandi árið 2001. Hann stundaði nám við Tækniskóla íslands, 1997- 1998. Hann nam matreiðslu við Hótel og veitingaskóla íslands, 1979-82, öðlaðist meistararéttindi í sama fagi árið 1986. Jakob hefur unnið hjá Islenskum lyfjarannsóknum, Islenskri erfðagreiningu og sem atvinnuráðgjafi lijá At- vinnuþróunarfélagi Norður- lands vestra nreð starfsstöð á Siglufirði. Jakob hefur mikla reynslu í margþættum atvinnurekstri og starfaði um árabil við ei- gin rekstur bæði á sviði ve- itingastarfsemi og verslunar. Jal<ob er giftur Sigríði Jakobí- nudóttur, hjúkrunarfræðingi og eiga þau samtals tjögur börn. Jakob tekur við starfinu af Bjarna Uór Einarssyni, sern gengt hefupatftrÖBHsiBS árabil. Heimild; www.forsvar.is Leiðari Það er engin þörf að kvarta „I'að er engin þöf að kvarta, þegar blessuð sólin skín", söng Óskar Pétursson fullum hálsi á sínum tíma og sennilega á nú fátt betur við þessa dagana. Vorsól vermir okkur á alla kannta hér á Norðurlandi vestra og gróðurinn tekur daglegum framförum. Sömu sögu er að segja af sveitarstjórnarmönnum í Skagafirði nema þar er það samkomulagið sem tekur daglegum framförum. Ekki spillir heldur skapi okkar þessa dagana að gamla KS græðir á tá og fingri. Svo mikið að ef hagnaðurinn yrði lagður í sveitarsjóð í eins og tvö ár stæði Sveitarfélagið • Skagafjörður nær skuldlaust eftir. i Landsins forni tjandi hætti við strandhögg og stóri bor- garísjakinn á Húnaflóa flúði undan vorinu aftur heim til Grænlands. Nei það er sannarlega engin þörf að kvarta. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Utgefandi: Feykir hf Skrifstofa: Aðalgötu 21, Sauðárkróki Biaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdís Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Simi 455 7100 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson PéturIngi Björnsson feykir@krokur.is Sími 453 6001 Póstfang Fcykis: Box4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert töiubiað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Hinir sömu sf. Prentun: Nýprent ehf. Sölufélag Austur Húnvetninga á Blönduósi Viðunandi afkoma hjá SAH Afkoma SAH á árinu 2004 var í járnum árið 2004. Tapið nam 4,3 m.kr. að teknu tilliti til skatta og fjármagnsgjalda. Velta félagsins jókst úr 636 m.kr. . í 714 m.kr. og umtalsverð lækkun náðist fram á fjármagnsgjöldum. Afskriftir fastafjármuna eru um 20 m.kr. og fjárfestingar í fastafjármunum voru um 27 m.kr. Þetta er ekld sú niðurstaða sem stjórn og starfsmenn félagsins hafa stefnt að, en verður þó að teljast vel ásættanleg í Jjósi þess ástands sem ríkt hefúr á kjötmarkaði. Þó svo að verð til bænda fyrir dilkakjöt hafi hækkað nokkuð síðastliðið haust náðist sú verðhækkun ekld fram á markaði fyrr en nokkru seinna. Mildl áhersla er lögð á að endurnýja og viðhalda tækjum og fasteignum félagsins. Sér þess stað í afkomu þess, en á hitt ber að líta að reglubundin endurnýjun og viðhald er nauðsynlegur þáttur svo tryggja megi vöxt og viðgang félagsins til framtíðar. Telja stjórnendur félagsins að SAH hafi staðið vel af sér þær hræringar sem verið hafa á kjötmarkaði undanfarin misseri. Eiginfjárstaða félagsins er traust og stefnt er að auknum umsvifúm á komandi árum. Aðalfúndur Sölufélags Austur Húnvetninga verður haldinn miðvikudaginn 27, apríl í Sjálfstæðishúsinu á Blönduósi og hefst klukkan 13:30. Stóriðjuáhugi í Austur-Húnavatnssýslu Lesendur Húna hlynntir álveri Tæplega 60% lesenda vefsíðurnnar Húna- hornsins eru fylgjandi byggingu álvers í Austur-Húnavatnssýslu en 36% eru á móti. Þetta kemur fram í netkönnun Húnahornsins. Niðurstöður þessar verður að taka með miklum fýrin'ara þar sem einungis var gefin kostur á að kjósa á netinu. Þetta gefur hins vegar vísbendingu um að áhugi fyrir álveri sé meiri í Austur- Húnavatnssýslu en Skagafirði þar sem eingungis tæp 40% voru hlynnt álveri samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Álfyrirtæki hafi sýnt áhuga á að reisa álver á Norðurlandi. Meðal annars hefur verið rætt um tvö “minni” álver með 150-200 þúsund tonna afkastagetu á ári með þjónustumiðstöð á Akureyri. Svæðin sem hafa verið til skoðunar fyrir minni álver eru annars vegar Húsavík og hins vegar Skagaíjörður eða Skagaströnd. Bóknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra FNV-dagurinn á sumardaginn fyrsta Fjölbrautaskóli Norður- lands vestra fagnar sumri með fjölbreyttri dagskrá kl. 13:00-16:00 en opið hús verður í Bóknámshúsi og Verk- námshúsi skólans. Þá fer ffarn úrslitakeppni og verðlaunaafhending í stærð- fræðikeppni FNV og 9. bekkjar grunnskólanna á Norðurlandi vestra. Stærðffæðikeppni FNV og 9. bekkjar var fyrst lialdin árið 1998. Árið 2001 var ákveðið að víkka út hlutverk dagsins og kenna hann við FNV. Að sögn Þorkels V. Þorsteinssonar aðstoðarskóla- meistara var það Kristján Bjarni Halldórsson sem kom keppninni á laggirnar og hefur séð urn hitann og þungann af keppninni ásamt öðrum stærðfræðikennurum við skólann frá upphafi. í ár hafa þeir Björn Einar Árnason, Björn Friðrik Björnsson og Gísli Árnason séð um framkvæmd stærðffæði- keppninnar. Megintilgangur stærðffæði- keppnninar er að glæða áhuga grunnskólanemenda á stærð- ffæði og er samstarfsverkefni FNV, grunnskóla og fyrirtækja og stofnana á Norðurlandi vestra. Alls komust 17 nemendur af 124 þátttakendum í úrslit þetta árið og keppa þeir til veglegra verðlauna sem gefin eru af fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum bæði á Norðurlandi vestra og víðar um landið. „FNV dagurinn hefur meðal annars það hlutverk að vekja athygli á því fjölbreytta skólastarfi sem franr fer í FNV og þýðingu hans fyrir íbúa á Norðurlandi vestra. Dagskráin í ár er óvenju fjölbreytt og er ætlað að höfða til sem flestra og það er von okkar að sem flestir heimæki okkur og þiggi kaffi og vöfflur í boði skólans,” sagði Þorkell.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.