Feykir


Feykir - 20.04.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 20.04.2005, Blaðsíða 7
15/2005 Feykir 7 Rabb-a-babb íþróttafréttir Frá Molduxamótinu 2004. Nafn: Svanhildur Harpa Kristinsdóttir Árgangur: 1969. Fjölskylduhagir: í sambúð með Þorg- ilsi Heiðari Pátssyni og eigum við fjögur börn. Fanney Birta 8 ára, Sólrún Björg 12 ára, Birgir Ingvar 17 áraog Jóhannes Veigar 18 ára. Starf/nám: Starfa sem stuðningsfulltrúi við Grunnskóia Hofsóss. Starfið fellst aðallega í að veita Birni Björnssyni andlegan stuðning. Hestöfl: Gordon Strachan 4. vetra og Toyota Corolla árgerð 97. Hvað er í deiglunni: Ég er búin að vera frekar lítið heima hjá mér undanfarna 2 mánuði, þar sem ég hef verið að æfa og leika í leikritinu Góðverkin kalla. Síðustu sýningar eru núna á sumardag- inn fyrsta og næsta föstudag. Þetta er búið að vera skemmtilegur tími og hópurinn sem kemur að þessu leikriti er frábær,ekki spillir fyrir að leikritið hefur fengið mjög góða dóma. En þetta erorðið gotti bilihvað leiklistina varðar og komin tími til að fara sinna öðrum áhugamálum og ekki síst að vera með fjöiskyidunni. - Hvernig hefurðu það? Jújú.....fínt. Takk. - Hvernig nemandi varstu? Úpps... Spyrjið Pái Dagbjartsson. - Hvað er eftirminnilegast frá ferming- ardeginum? Það var sett sú stærsta nellika sem ég hefséð í hárið á mér og var ég farin að halla undir flatt er Ttða tók á daginn. - Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? Fornleifafræðingur. - Hvað hræðistu mest? Að þurfa leggja skóna á hilluna (fót- boltaskóna). - Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Fyrsta piatan var Boy með U2, síðan hafa U2 drengirnir fylgt mér æ síðan enda eru þeir bestir, ásamt Madonnu. - Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? Lög frá 80's tímabilinu steinliggja. - Hverju missirðu helst ekki af í sjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? Sjónvarp hvað er nú það? Fyrir löngu horfði ég á Jack Frost og Nip Tuck. - Besta bíómyndin? 80's tímabilið er ógleymanlegt, Desper- atly Seeking Susan er ein af þessum perlum enda lék sjálfMadonna í henni. - Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Pal- trow? Ekki spurning: Bruce Willis. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki erskrifað á tossamiðann? Freyju lakkrísdraumur. Hvað er ímorgunmatinn? Hnausþykkt kaffi að hætti Eiríks hús- varðar. - Uppáhalds málsháttur? Betra er að fara á kostum en taugum. - Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Kolbeinn Kafteinn. - Hvert er snilldarverkið þitt í eldhús- inu? Allt verður að snilldarverki hjá mér, bara misjafnlega mikið. - Hver er uppáhalds bókin þín? Stefnuskrá Vinstri grænna. -Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...beint til Egyptlands að skoða Svings- inn og pýramídana. - Hvað fermest í taugarnar á þér í fari þínu? Kæruleysi. - Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Nöldur og barlómur. - Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Arsenal, Dennis Bergkamp er lang- flottastur - Hvaða íþróttamanni / dómara hef- urðu mestar mætur á ? Gísla Einars fréttamanni, hann er með þann fallegasta limaburð sem ég hef séð á fótboltavelli, fast eftir honum koma Óslandsbræður. - Heim íBúðardal eða Diskó Friskó? Ég er mikið fyrir Ijósadýrð og glamúr, því vel ég Diskó Friskó. - Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Nelson Mandela. - Efþú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Vasaljós, sængina mína og vasahníf. - Hvað er best í heimi? Fjölskyldan mín og amma Hilla. - Hvað erskagfirskt? Að vera á hestbaki á fagri sumarnótt og horfa á sólarlagið er ólýsanlegt. Ekki má gleyma heimareyktu hangi- kjötinu frá Brekkukoti, það er sko skagfirskt. Körfuboltaveisla a la Molduxar og forsæluball íkjölfarið Allt útlit fyrir stórkostlegt Molduxamót Hinir síúngu Molduxar standa fyrir heljarmiklu körfuknattleiksmóti laugardaginn 23. apríl næstkomandi og verður án efa hart tekist á, enda stoltið oftar en ekki það sem mest hefur verið þjálfað hjá þeim glæsilegu leikmönnum sem þátt taka í mótinu. Þegar hafa 16 lið skráð sig til leiks og er allt eins búist við því að þau verði orðin fleiri þegar flautað verður til leiks. Mörg liðanna koma af Reykjavíkursvæðinu en eitt kernur alla leið frá Árósum í Danmörku. Af þessum 16 liðurn eru 6 skipuð kvenkyns fulltrúum. Molduxar láta sér að sjálfsögðu ekki nægja að draga körfuboltalið á Krókinn í upphafi Sælu- vikunnar því mögnuð kvöldvaka verður að loknu móti en ein helsta driffjöður Molduxamótsins 2005, Kristbjörn Bjarnason. segir kvöldvökuna þannig til komna að á síðasta móti hafi fulltrúar Molduxa stigið á stokk að móti loknu og brillerað eins og þeirra er von og vísa. Önnur lið vildu ekki vera minni og því var skyndilega orðin til mögnuð dagskrá. Nú er því lögð áhersla á það að liðin mæti ekki einungis í frábæru líkamlegu körfúboltaástandi heldur með þaulæft skemmtiatriði í farteskinu. Kvöldvakan er aðeins ætluð keppendum en þar á eftir opna Molduxar íþróttahúsið. „Ég vil endilega koma því á framfæri að ballið er opið öllurn en verið er að vekja upp gömlu góðu stemninguna með forsælu- Sagt er frá því að heima- síðu Tindastóls að Fríða Rún Þórðardóttir, ung- lingalandsliðsþjálfari FRÍ, hefur valið Úr- valshóp unglinga 2005. í hópnurn eru 92 ungl- ingar á aldrinum 15-22 ára. Alls koma 20 frá Norður- landi, 9 úr UMSS en auk Skagfirðinganna koma 4 frá HSÞ, 2 ffá UFA, USVH og UMSE og 1 frá USAH. balli”. Það er Hljómsveit Geirmundar sem mun galdra upp skagfirska sveiflu sem aldrei fyrr. Þá er rétt að benda fróðleiksfúsum á að Molduxar hafa tekið í notkun alveg splunkunýja heimasíðu til að aðdáendur jafnt sem þeir sjálfir geti fyllst lotningar. Þar er að finna fínar myndir og margt sem gaman er að kíkja á. Slóðin á síðu Molduxa er www.skagafjordur.com/molduxar DeildarbikarKSl Lið Tindastóls lék tjórða leik sinn í Deildarbikar KSÍ á föstudagskvöldið en þá mættu þeir Fjarðabyggð. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Stefán Þór Eysteins- son íyrir Fjarðabyggð á 69 mínútu. Sigmundur Birgir Skúlason varð fyrir því óláni að vera vikið af velli á 81 mínútu. Eitt og annað 9 úr UMSS í Urvalshópnum smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Bíll til sölu Til sölu Toyota RAV4 árgerð 1996, 5 dyra, beinskiptur, ekinn 115 þús. km. Sumar- og vet- rardekk, vel með farinn bíll. Upplýsingar í síma 453 5392, i/s. 8221144. l Tapað - fundið Um páskahelgina hurfu sundföt heillarfjölskyldu afsnúru við Freyjugötu 42. Ef einhver hefur orðið þeirra var, vinsamlegast skilið þeim á sama stað eða hringið ísíma 847 8437 Bíll til sölu Til sölu Nissan Patrol Luxury Árgerð 200133 dekk kastaragrind ofl. Upplýsingar I S.8916234

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.