Feykir


Feykir - 20.04.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 20.04.2005, Blaðsíða 3
15/2005 Feykir 3 Guðmundur Karl Jónsson skrifar Hálendisvegurinn borgar sig aldrei Kynnt hefur verið á Alþingi hugmynd um að lagður verði hálendis- vegur úr innanverðum Skagafirði um Stóra- sand, Arnarvatnsheiði og Kaldadal sem styttir vegalengdina milli Reykjavíkur og Akureyrar um 80 km. Að þessu máli hafa komið KEA, Akureyrarbær, Hagar, Kjarnafæði, Gúmívinnslan, Brauðgerð Kr. Jónssonar, Norðlenska matborðið, Tré- smiðjan Börkur og Norður- mjólk sem hafa útvegað samanlagt 11 milljónir kr. Án þáttöku íslenska ríkisins geta þessir stofhendur Norðurvegar aldrei fjármagnað þennan hálendisveg. Kostnaður við þennan veg getur farið vel yfir 7 milljarða kr. Fullvíst má telja að þessi hálendisvegur verði dýrari heldur en 7 til 9 km löng jarðgöng undir Öxnadalsheiði. Á Stórasandi er hápunktur leiðarinnar um 800 m.y s. Að öllum líkindum yrðu um 15 km af þessum hálendisvegi í yfir 700 rn.y.s. Á Öxnadalsheiði er mesta hæð vegarinns um 540 rn.y.s. og rúmlega 400 metrar á Holtavörðuheiði. Tvær veðurstöðvar hafa verið settar upp á Arnarvatns- og Eyvindastaðaheiði. Mælingar sýndu að vindhraði þar og á Öxnadals- og Holtavörðuheiði var 12 til 14 metrar á sekúndu 3 janúar s.l. Þær segja ekkert að þessi hálendisvegur verði öruggur fyrir blindbyl og snjóþyngslum sem engin gæti átt von á. Hugmyndin um að fara með þennan veg úr innan- verðum Skagafirði upp í 800 m. y. s. er fjarstæðukennd og óraunhæf. Tilraunir af þessu tagi eru dæmdar til að mis- takast. Ekki er sjálfgefið að Vegagerðin fallist á að byggja heilsársvegi í þessari hæð yfir sjávarmáli. Þarna myndu snjóþyngsli og blindbylur fljótlega skapa vandræði án þess að slíkt yrði séð fyrir. Stofnendur Norðurvegar sem héldu fund á Akureyri 4. febrúar s.l. mega búast við því að Náttúruverndarsamtökin safrii undirskriftum gegn þessum hálendisvegi. Þessi hugmynd sem kynnt var á stofnfundi Norðurvegar á Akureyri vekur litla hrifningu Húnvetninga og Skagfirðinga sem hafa ásamt Eyfirðingum lagt til að gerð verði jarðgöng úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal. Viðbúið er að meirihluti Norðlendinga snúist gegn þessum hálendisvegi eins og Héðinsfjarðargöngum. Heppilegra væri ef stofn- endur Norðurvegar leggðu meiri áherslu á Vaðlaheiðar- göng og hin göngin úr Hjalta- dal yfir í Hörgárdal sem Alþingi hefði ffekar átt að ákveða í stað Héðinsfjarðar- ganga. I gegnum Hvalfjarðargöngin hafa farið 5000 til 6000 bílar á dag. Á einum degi færu aldrei jafhmargir bílar yfir þennan hálendisveg. Lauslegar umferð- ar- og arðsemisathuganir munu aldrei sýna að þessi veg- ur verði arðbær fjárfesting sem aldrei borgar sig þótt veggjald yrði innheimt. Það ætti ffekar við um jarðgöngin úr Hjaltadal undir Tröllaskaga og Vaðlaheiðargöng sem fyrrverandi þingmenn Norð- urlands eystra og vestra hefðu ffekar átt að betjast fyrir áður en Alþingi samþykkti kjör- dæmabreytinguna og Héðins- fjarðargöng á fölskum forsendum. Fyrrverandi landsbyggð- arþingmenn sem gengu gegn vilja heimamanna áður en þeir samþykktu þessa kjör- dæmabreytingu og gáfu Siglfirðingum og Ólafsfirð- ingum fögur loforð eiga nú mörgum spurningum ósvar- að. Fyrir þessi vinnubrögð þurfa þeir ekki að gjalda héðan af. Þingmenn Norðvestur- kjördæmis eiga ásamt sam- gönguráðherra að kynna sér tillögur Skagfirðinga,Blöndu- ósinga og Skagstrendinga sem sótt hafa um styrk úr þróunnarsjóði Vegagerðar- innar til að rannsaka samfélagsleg áhrif Þverár- fjallsvegar og jarðganga úr Hjaltadal undir Tröllaskaga sem gagnast fjarlægari byggð- um enn betur en Héðins- fjarðargöng. Afskrifúm há- lendisvegin fyrir fúllt og allt. Guðmundur Karl Jónsson Jón Bjarnason þingmaður skrifar Þjóðaratkvæðagreiðsla um Landssímann Fyrirhuguð sala Landssímans er afar umdeild í þjóðfélaginusvovægtsétilorðatekið.Skoðanakannanir hafa hvað eftir annað sýnt að meirihluti landsmanna er andvígur sölu Símans með grunnnetinu. Þannig lýsti 61% svar- enda andstöðu við söluna í Gallup-könnun í mars árið 2002. í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði í febrúar 2005 kváðust rúm 70% þeirra sem afstöðu tóku andvíg sölu grunnnetsins. 68% höfúðborgarbúa voru andvíg sölunni en 75% landsbyggðarfólks. í Þjóðarpúlsi Gallup, sem kynntur var í mars 2005, var meirihluti aðspurðra and\igur sölu fyrirtækisins og 76% á móti því að selja grunnfjarskiptakerfi Símans. Verður þjóðin að kaupa Símann afsjálfri sér? Þær rniklu undirtektir sem hugmyndin um að stofúa stórt almenningshlutafélag til að kaupa ráðandi hlut í Símanum hefúr fengið, undirstrika gremju fólks í garð ríkisstjórnarinnar vegna sölunnar. Ekki verður betur séð en að fólki þyki skömminni skárra að kaupa fyrirtækið af sjálfú sér en að sjá á eftir því í hendur einkavina ríkisstjórnarinnar sem fengið hafa að maka krókinn i einkavæðingu og sölu almannaeigna á síðustu árum. Þjóðin hefur nú fengið upp í kok af spillingu ríkisstjórnarflokkanna og bregst við í örvæntingu og reynir nú í kappi við tímann að bjarga einni sinni dýrustu eign, fjarskiptakerfi allra landsmanna Samkeppnishæfni landsbyggð- arinnar í húfi. Sala Símans yrði stærsta einstaka einkavæðing sem orðið hefur í almannaþjónustu á Islandi. Hún er að öllum líkindum óafturkræf og setur ffamtíð fjarskiptaþjónustu á stórum svæðum landsins í mikla óvissu. Við landsmönnum blasir samruni fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla hér á landi þar sem arðsemiskrafan ein ræður för. Hefðbundin fjarskiptaþjónusta við almenning í hinum dreifðu byggðum verður ekki forgangsmál hjá slíkum samsteypum. Mörgum spumingum er ósvarað varðandi það hvemig fara skuli með grunn- fjarskiptakerfi Símans, svokall- að grunnnet, sem ætlunin er að selja með fyrirtækinu. Hver trúir því að ríkið muni til langffama styrkja „óarðbæra“ fjarskiptaþjónustu í dreifbýli.? Landsmenn hafi sjálfir síðasta orðið Æmar ástæður eru til að ffekari framvinda máls-iins verði ráðin í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu sem allir landsmenn geti tekið þátt í. Landssíminn er að nær öllu leyti í sameign allra landsmanna þar eð hið opinbera fer með 98% hlutafjár í fyrirtækinu. Síminn skilar milljarða króna arði árlega. Það þætti vitlaus bóndi sem seldi bestu mjólkurkúna úr fjósinu. Enn er vel hægt að blása söluna af. Þingmenn Vinstrihreyf- ingarinnar - græns ffamboðs hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og ríkisstjórnin verði bundinafniðurstöðunni. Þann- ig má tryggja að vilji lands- manna koini afdráttarlaust ffam og ráði raunverulega för þegar kemur að því að ákveða hvað gera skuli við Landssímann. Jón Bjamoson höjundurer alþingismaður Jyrir Vinstrihreyfinguna - grœnt framboð. netkönnun Hvaða lið sigrar Meistara- deildina í vor? AC Milan frá Ítalíu! (18.6%) Chelsea frá Englandi! (29.4%) Liverpoolfrá Englandi! (50%) PSV Eindhoven frá Hollandi! (2,1%) Hægt er að taka þáttí könnunum sem birtast í Feyki með þvíað fara inn áSkagafjörður.com og kjósa þar. ítrekað skal að könnunin er meira til gamans og taka skal niðurstöðurnarmeð fyrirvara. molar Hagyrðingamót á Blönduósi Hagyrðingamót verður haldið Félagsheimilinu á Blönduósi í dagfmiðvikudaginn 20. apríl) Llandskunnir hagyrðingar leiða saman hesta sína og gestir í sal eru hvattir til þess að koma með innlegg í umræðuna í bundnu máli. Fín frammistaða FNV í Söngkeppni framhalds- skólanna Söngkeppni framhaldsskólanna fór tfam á Akureyri laugardaginn 16. apríl. Fulltrúar Fjölbrautas- kóla Norðurlands vestra stóðu sig með stakri prýði þó ekki næðist í verðlaunasæti en fram- lag skólans að þessu sinni var lagið Við sanian eftir Brynjar Pál Rögnvaldsson en Sandra Dögg Þorsteinsdóttir söng. Brynjar Páll spilaði undir á gítar og Viviane Guéra á selló. Skag- firðingar áttu annan fúlltrúa sem stóð fyrir sínu og vel það en Iris ösp Sveinbjörnsdóttir söng fyrir liönd Iðnskólans í Hatúarfirði. Það var tfamlag MR sem sigraði í keppninni að þessu sinni. Opinn dagurí vinnsl- unni á Skagaströnd Á morgun, fimmtudag sem er sumardagurinn fyrsti, ætl- ar starfsfólk og stjómendur FISK seafood á Skagaströnd að bjóða fólki í heimsókn í vinnslu fyrirtækisins að Oddagötu 12 á Skagaströnd en það er hús gömlu rækjuvinnslunnar. Allir eru velkomnir ffá klukkan 13 til 15 og í tilefni dagsins verður boðið upp á lifandi tónlist, lifandi fiska í búri og kynningu á fram- leiðslunni og framleiðsluaðfer- ðum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.