Feykir


Feykir - 20.04.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 20.04.2005, Blaðsíða 8
Geirmundur I/altýsson heldur uppi fjörinu á Sæluviku Leikur fyrir dansi 44. árið í röð „Ég held að það hafi verið 1963 sem ég spilaði fyrst á Sæluvikuballi í Alþýðuhúsinu gamla, sem er Barinn núna. Síðan færði ég mig yfir í Bifröst 1966 þegar ég spilaði með Hljómsveit Hauks Þorsteinnssonar. Hljómsveitin Flamigó tók þá við en hún var við lýði frá 1967-1971. Árið 1971 stofnaði ég Hljómsveit Geirmundar og er enn að," segir, sveiflukóng- urinn Geirmundur Valtýsson. „Sæluvikan hefur breyst. Hún var hér áður fyrr í lok mars, byrjun apríl. Leikfélagið var með sýningu öll kvöldin. [>að þurfti að hafa hraðar hendur við að taka niður leiksýninguna, fólk streymdi út Frá afmælisveislu Geirmundarífyrravor. Geirmundur á fullri ferð með Helgu Möller. um dyrnar að austanverðu og inn að sunnan. Húsið fylltist á 10-15 mínútum. Böllin í Bifröst í gamla daga voru hreint út sagt ótrúleg. Fjöldasöngurinn var niðri í Grænasal. Böllin voru síðan uppi og algengt að á laugardagskvöldinu væri frá 500 - 1000 manns,” segir Geirmundur sem verður með forsæludansleik í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 23. apríl. Líflegur fasteignamarkaður á Sauðárkróki Húsnæðisverð hækkar og nýjum lóðum úthlutað Fasteignamarkaðurinn á Sauðárkróki virðist vera í uppsveiflu og eftirspurn eftir húsnæðið og byggingar- lóðum aukist. Þá hefur verð á íbúðarhúsnæði hækkað en sem dæmi má nefna að stór einbýlishús hafa verið að seljast á um 20 milljónir króna að undanförnu. Eftirspurn eftir lóðum á Sauðárkróki er nú meiri en verið hefur um langan tíma. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á síðasta fúndi sínum að úthluta öllum lóðum ofan við götu í Laugatúni til Friðriks Jónssonar ehf. en skv. skipulagi er þar gert ráð fýrir hærri en ein- nar hæðar húsum. Þá sam- þykkti nefndin að Búhöldum verði úthlutað parhúsalóðum neðan við götuna Laugartún. Nefndinni hafa einnig bor- ist nokkrar umsóknir um ein- býiishúsalóðir við Gilstún og Iðutún á síðustu vikum og því útlit fyrir að nokkuð verði byggt á Króknum á næstu misserum. Þá segja fasteignasalar að fas- teignaverð hafi hækkað og eftir- spum eftir húsnæði á Sauðár- króki aukist upp á síðkastið. Þetta er í samræmi við reynslu sveitarfélagsins Skagafjarðar en mikil ásókn hefúr verið í þær fasteignir sem það hefúr auglýst til sölu upp á síðkastið. Sinueldur í Litla-Skógi á Sauðárkróki Eldur af gáleysi Frá vettvangi íLitla-Skógi. Tilkynnt var um eld á útivistarsvæöi Sauðárkróksbúa í Litla- Skógi á sunnudag. Um sinueld var að ræða, en tveir drengir sem kveik- tu hann höfðu misst tök á fiktinu. Slökkvilið kom á staðinn og slök- kti eldinn. Lögregla segir að betur hafi farið en á horfðist en eldur barst ekki í trjágróður á svæðinu. Um er að ræða út- vistarparadís sem hefur verið í uppbyggingu áratugum sa- man. „Þetta er ekki algengt og í flestum tilfellum er um gá- leysi að ræða, þetta er fljótt að gcrast þegar allt er svona þurrt”, segir Óskar S. Ósk- arsson, slökkvuliðsstjóri á Sauðárkróki, sem hvetur fólk til þess að fara varlega. Útsýnisferð að borgarísjaka aflýst_ Jakinn lagður af stað heim Borgarísjakinn á Húnaflóanum sem Feykir birti mynd af á forsíðu síðasta tölublaðs hélt í vikunni áleiðis heim til Grænlands undan suðaustanáttinni. Gerðar voru áætanir að fara útsýnisferð og sigla í kringum jakann en af því gat ekki orðið. Til stóð að ferðin, sem fara átti um helgina, tæki um það bil tvo tíma en hún féll niður þegar ljóst að jakinn var á hraðri leið út flóann. Hrólfur Ólafsson skipstjóri á Óla Hall, sem ætlaði að sigla með 60 manns að jakanum, sagði í samtali við Húnahorn- ið, að ljóst hefði verið að ferðin tæki 5-6 tíma þar sem jakinn var kominn langleiðina út á Skagatá. » 455 5300 1 B KB BANKI -krafturtil þínl Kodak Pictures BÓKABÚÐ BRYBcJARS KAUPANQSTORQI1 • 650 SAOnÁRKRÓKUR • StMI 463 6980 • PAX 463 6661 RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki Æ rafsjá hf SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐARKRÖKI SlMI 4536481

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.