Feykir


Feykir - 20.04.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 20.04.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 15/2005 / góðum félagsskap_ Gömul en góð hugmynd Hestamenn skoruðu á gefa fermingarbörnum fólk nú fyrir páskana að reiðhesí í fermingargjöf. Fermingargjöf fyrir 50 árum. Lilja og Þokki. Hugmyndin er góð en ekki ný af nálinni eins og þessi mynd ber með sér sem var tekin, fyrir rúmum 50 árum, nánar tiltekið árið 1953. Fermingarbarnið er Lilja Guðrún Þorsteinsdóttir (f. 1939) með hestinn Þokka frá Tyrfmgsstöðum. Það var Jóhann Eiríksson, móðurbróðir hennar og bóndi á Tyrfmgsstöðum, sem gaf hestinn í fermingargjöf. Jóhann Eiríksson var ágætur hrossaræktandi og komu frá honum mörg góð hross. Eins og þessi mynd ber með sér hefur Þokki frá Tyrfingsstöðum verið reistur og fasmikill foli og eins og sjá má á svip fermingarbarnsins er hún ánægð með gjöfma. Taktu bókhaldið föstum tökum Bókhaldsþjónusta fyrir einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök Tökum að okkur almennt bókhald, færslur, uppgjör, launaútreikninga, framtalsgerð, stjórnun verkefna og framkvæmdastjórn fyrir rekstaraðila Góð þjónusta fagfólks á sanngjörnu verði Hafðu samband Leiðbeiningamiðstöðin Aðalgötu 21 > Sími 455 7100 > Fax:455 7101 SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR Greiðsluáskorun Sveitarfélagið Skagafjörður skorar hér með á fasteignagjaldendur í sveitarfélaginu, sem ekki hafa staðið skil á fasteignagjöldum álögðum 2004 og féllu í gjalddaga 1. ágúst 2004, ásamt eldri gjöldum, að greiöa þau nú þegar og eigi síöar en 15 dögum frá móttöku áskorunarinnar. Að þeim tíma liðnum verður beðið um nauðungarsölu á viðkomandi fasteign, án frekari viðvörunar. Sauöárkróki, 15.04.2005 INNHEIMTA SKAGAFJARÐAR Skagafjörður RÁÐHÚSIÐ SKAGFIRÐINGABRAUT 2I SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI455 6000 Pálmi Sighvats skrifar_ Vegur inn í framtíð Nú virðist svo að sveitarstjórn Skaga- fjarðar hafi náð að ákveða hvar veglínan norðurfrá Sauðárkrók upp í Gönguskörð skal liggja. Það eitt að sveitarstjórnin náði því að taka ákvörðun um vegiínuna, eftir þriggja ára karp, er eitt hennar mesta afrek á kjörtímabilinu. Ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar er þrátt íyrir þennan langa feril til ákvörðunartöku, algjörlega órökstuddur gagnvart íbúum og fyrirtækjum sveitarfélagsins. Hvers vegna var veglínan um Gönguskarðsárós valin, það er spurningin, sem greinar- höfúndur óskar svars við frá forseta sveitarstjórnar. Það eru of margir augljósir gallar við þessa hugsanlegu framhvæmd og því nauðsynlegt að forseti sveitarstjórnar upplýsi okkur íbúana um alla þá kosti sem fylgja ákvörðun þessari. Greinarhöfundur er farinn að átta sigáþví að þekkingarleysi samgöngunefndar og allrar sveitarstjórnarinnar í sögu Sauðárkróks er ekki ásætt- anlegur. Enginn þeirra vissi að samgöngur við íbúa norðan Gönguskarðsár fóru um Gránuklauf og Gránumóa og um hvamminn sem er sunnan við vaðið á Gönguskarðsá. Umferð undir Nöfunum út á eyrina var algjörlega ófær, nema á háíjöru vegna þess að sjórbrautstöðugtúrNöfúnum. Sagan hefði átt að hjálpa til við ákvörðunartökuna, en þegar enginn þekkir hana, þá sitjum við uppi með álíka gáfúlega framhvæmd og landinn situr uppi með Héðinsfjarðargöng. Ég ætla að tína hér ffam nokkra augljósa galla á þessari fýrirhuguðu framhvæmd. f fýrsta lagi er vegurinn um Gönguskarðsárós tæpum tveim kílómetrum lengri en um Gránuklauf, en allstaðar er verið að reyna að stytta leiðir á milli staða nema augljóslega í Skagafirði. í öðru lagi er umferð um Eyrarveg hæg og með stórauknum umsvifum á eyrinni mun enn hægjast á umferðinni. í þriðja lagi er það alveg úr takti við alla þróun að skerða möguleika Steinullarverk- smiðjunnar á stækkun. Ef sú staða kæmi upp að stækka þyrfti verksmiðjuna, bæta við öðrum ofni og annari ffam- leiðslulínu, þá yrði að byggja aðra verksmiðju hinu megin við þjóðveginn, sem þýðir tvær aðskildar verksmiðjur. Þá opnast nýjar leiðir og spurning hvort ekki sé þá hagkvæmara að byggja þá verksmiðju í Þorlákshöfn, styttri sigling til Evrópu og þá er verksmiðjan líka nær markaðnum á suðvesturhorninu, sem gæti þýtt það að verksmiðjan á Sauðárkrók legðist af. Grein- arhöfundur vill ekki trúa því að þetta sé sú ffamtíðarsýn sem sjálfstæðismenn og vinstri grænir hafi Skagfirðingum til heilla. í fjórða lagi er ekki hægt að horfa fram hjá því að Gísli Gunnarsson er í einkastríði við fýrirtækin á eyrinni, sem eru öll á móti vegi um Göngu- skarðsárós, þar sem slík ffamhvæmd hefur bein og óbein áhrif á rekstur fýrir- tækjanna til hins verra. Pálmi Sighvats

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.