Feykir


Feykir - 18.05.2005, Qupperneq 7

Feykir - 18.05.2005, Qupperneq 7
19/2005 Feykir 7 Rabb-a-babb íþróttafréttir Tindastóll - Selfoss 0-1 Nafn: Kathryn Ty Henecke Argangur: 1988. Fjölskylduhagir: Einhleyp. Starf/nám: fíotary skiptiemi við FNV. Hvaðan ertu: lowa, Colarado, USA. Bifreið: Crysler le barron. Hestöfl: 5 Hvað er í deiglunni: Ég er í námi i USA en kom til íslands sem sklptinemi til að prófa eitthvað nýtt. Eftir að ég útskri- fast ætla ég að ferðast um Evrópu. Hvernig hefurðu það? Ansi góð en er þó með blöðru á ökkla ;) Hvernig nemandi ertu? Frábær að sjálfsögðu, nema I ísl- ensku. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? Ég ætlaði að verða kafari. Hvað hræðistu mest? Lukkudýr. Hver var fyrsta platan sem þú keypt-ir (eða besta)? The Lion King. Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? Hvað sem er með Alicia Keys. Hverju missirðu helst ekki af í sjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? Malcom In The Middle. Besta biómyndin? What Dreams May Come. Bruce Williseða George Clooney/An- gelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Clooney / Angelina. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki erskrifað á tossamiðann? M&M súkkulaði. Hvað er ímorgunmatinn? Hunangs Cherios. Uppálialds málsháttur?. Live your life, it's the only one you havei Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mesttil þín? Lisa Simpson. Hvert er snilldarverkið þitt í eldlnis- inu? Bökuð samloka. Hver er uppáhalds bókin þín? Aborat Civle Barker. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Til Brasilíu, það er alltafpartíþar;o) Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Mig vantar allt kepnisskap. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Endurtekningar á sama hlutnum aftur og aftur og aftir. Enski boltinn - hvaða lið og af hver- ju? New England Patriots þeir eru bestir [innsk. eru reyndar í ameríska fót- boltanumj. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mæturá? Mia Hemm, hún spilar fótbolta. Afhverju ísland? Það er umkringt sjó og ég hafði aldrei séð sjó áður á æfinni. Hvað er öðruvísi og skemmtilegt/ furðulegt við ísland? Það treysta allir öllum hérna - það er eitthvað sem þú sérð ekki í USA. Fólk finnur sér leið til þess að skem- mta sér um helgar og íslendingar eru alltafað halda upp á eitthvað; eins og t.d. að prófin eru búin - "Höldum partí - förum á barinn!" Hvað kom mest á óvart á íslandi? Fólk ber traust til hvors annars t.d. nemendur skilja skóna sína eftir én þess að læsa þá inni og svo eru húsin á íslandi alltaf opin og bílarnir líka og krakkar eru að leika sér úti án þess að foreldranirséu að fylgjastmeð. Hverju saknaru mest að heiman? Fast food og hundanna minna. Sástu American Idol? Já, það var gaman en skrítið að geta ekki kosið. í fyrra kaus ég Fantasya fimm sinnum. Randy, Simon eða Paula? Simon, hann segir það sem hann era að hugsa og meina. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Hillary Clinton. Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá liluti tækirðu með þér? Málningargræjur, hundana mína og strák. Selfyssingar höfðu betur gegn Tindastólspiltum Lið Selfoss hafði betur gegn Tindastólsmönn- um í fyrstu umferð 2. deildar íslandsmótsins í knattspyrnu, en leikið var á Sauðárkróki á mánudag. Veðrið hafði nokkur áhrif á leikinn. Ekki skorti sólina en napur norðanvindur var frekar leiðinlegur. Lið Selfoss spilaði undan vindi í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Síðasta stundar- tjórðung fyrri hálfleiks jókst pressan að marki Tindastóls og Stólarnir neyddust til að verjast aftar á vellinum. Gísli Sveins markvörður greip nokkrum sinnum vel inní leikinn en á 41. mínútu stangaði Ómar Valdimarsson boltann í markið. 0-1 í hálfleik. Tindastóll hóf síðari hálfleik á stórsókn og Selfyssingar áttu í mesta basli með að koma boltanum fram fyrir miðju. Hvað eftir annað skall hurð nærri hælum við mark gestanna og á 52. mínútu héldu leikmenn Tindastóls að þeir hefðu skorað en dómarinn mat það svo að markvörður Selfyss- inga hefði náð boltanum á línu og eftir það náðu Selfyssingar að létta nokkuð pressunni og höfðu að lokum sigur, 0-1. Snorri Geir við það að stinga sér inn fyrir vörn Selfyssinga en þvi miður fór færið forgörðum. Frá vinstri: Órn fíagnarsson doktor, Guðjón Jóhannsson þjálfari og Sveinbjörn Ásgrimsson þjálfari fylgjast spenntirmeð leiknum. Lið Tindastóls lék ágætlega rniðað við aðstæður. Vörnin stóð sig vel og miðjan varðist vel en nokkuð vantaði upp á spilið fram völlinn og átti vindurinn sennilega nokk- urn þátt í því. Leikurinn var í heildina jafn og jafntefli sennilega verið sanngjörn úrslit. Tindastólsliðið er nær eingöngu skipað heima- strákum og sumum ansi hreint ungum. Þannigkomu tveir piltar inná í síðari hálfleik, Pálmi Valgeirsson 16 ára og Rúnar Sigurjóns- son en hann er 15 ára. Báðir stóðu sig með prýði. 3. deildin bráttafstað Hvöt og Neisti í riðli með sunnanliðum Meistaraflokkur Hvatar í knattspyrnu karla tekur á móti Magna frá Grenivík í VISA- bikarkeppni KSÍ á Blönduósvelli þann 19. maí kl. 20:00. Sama kvöld fær lið Neista á Hofsósi Reyni frá Árskógs- strönd í heimsókn. Síðan hefst keppni í C- riðli 3ju deildar en bæði Hvöt og Neisti leika í þeim riðli. Nú kveður við nýjan nýjan tón í hópi mótherja iiðanna því nú verður að mestu leikið sunnan heiða. Liðin sem Hvöt og Neisti etja kappi við eru Skallagrímur, Augnablik, Hvíti riddarinn, Afríka og ÍH. Þetta ætti að gleðja burtflutta stuðningsmenn Norðanliðanna, því nú þurfa þeir ekki að gera sér ferð norður í land til að sjá lið sín spila. Heimavellir þessara liða eru í Borgarnesi, Hafnarfirði, Reykjavík og Mosfellsbæ. Baráttan byrjar sunnu- daginn 20. maí en þá tekur Hvöt á móti Skallagrími en Neisti fær Hvíta riddarann í heimsókn oggætu mögulega spilað Sikileyjarvörn. Á Blönduósi er leikið kl. 14:00 en kl. 16:00 á Hofsósi. smáauglýsingar Sendið smaauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Volvo til sölu Volvo 240GL, árg 1988 ekinn i40þ. Mjög gott eintak, verð kr. 250þ. Upplýsingar í sima 8961390 Til sölu Til sölu 5 ára gömul Brio kerra (kr. 15.000) og kerrupoki (kr. 2.000) frá Tjaldberg. Getsent myndir í tölvupósti til þeirra sem þess óska. Stína, s: 8673817, email: anja_isis@hotmail.com Heilsársdekk til sölu Mánaðargömul heilsárdekk. Michelin 4X4 ALPIN, 195/80 R15. Uppl. í sima 898 7836

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.