Feykir


Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 1
Óhapp á Reykjaströnd Hún hafði sra sannarlega heppnina meðsér unga stúlkan frá Sauðárkróki sem missti stjórn á bil sem hún ók úteftir Reykjastran- darvegi I siðustu viku. Billinn fór útaf talvert háum kanti og fór nokkrar veltur og staðnæmdist á hliðinni neðan vegarins. Stúlkan varskrámuð og hrufluð en ekki brotin sem telja verður mildi miðað við útlit bílsins sem fljóttá litið virtist gjörónýtur. Óhsfpið varð skammt fyrir utan bæinn Fagranes. Þar er mjór malarvegur og var bíllinn nýkominn yfir hæð á veginum þegar annar bíll kom á móti. Er liklegt að ökumaðurinn hafi eitthvað fipast þegar hinn billinn kom og farið of langt úti kantinn með þessum afleiðing um -ÖÞ SSNV Mótmæla staðsetningu Landbúnaðarstofnuninnar Vilclu stofnunina til Skagafjarðar Stjórn Búnaðarsam- bands Skagafjarðar harmar þá ákvörðun landbúnaðarráðherra að staðsetja skuli höfuð- stöðvar væntanlegrar Landbúnaðarstofnunar á Selfossi. Á fundi í stjórn BSS 26. apríl sl. var frumvarp til laga um Landbúnaðarstofnun yfirfarið og rætt. Stjórnin ályktaði þar einróma að bjóða stofnunina velkontna í Skagaljörð og lagiði til nánari viðræður um hugmyndir og útfærslur í þá veru en undir það var ekki af hálfu ráðunextis. Stjórn BSS hefur rættsaman í kjölfar þessarar niðurstöðu og minnir í þessu samhengi á að forsætisráðherra hefur nýverið lýst því yfir að komið væri að Norðurlandi vestra í uppbygg- ingu. „Við tökum undir og ítre- kum það sjónarmið og tcljum 0 að það hefði betur þjónað hagsmunum landsbyggðar- innar að flytja starfsemi slíkrar stofnunar í Skagaíjörð,” sagði Ingibjörg Hafstað, formaður BSS í samtali við Feyki. „Þetta sýnir okkur glöggt meiningarleysið á milli orða og athafna. Það var greinilegt að aldrei var ætlunin að huga að öðru staðarvali en Selfossi, - lengra þýddi ekki að senda starfsmenn væntanlegrar stofnunar en að borgarmörk- unum“ Kanna hagkvæmni vindorkuvera Til stendur að kanna möguleika þess að setja upp lítil vindorkuver á bújörðum í Skagafirði. SSNV atvinnuþróun á Sauðárkróki hefur verið að undirbúa rannsóknarverkefni þar sem kannað verður hvort bændur geti framleitt rafmagn til eigin nota með litlum vindmyllum. Verkefnið er unnið í samstarfi við nokkur mjólkubú í Skagafirði. Að sögn Þorsteins Broddasonar sem leiðir verkefnið, er það stutt á veg kornið en þó er búið að gera fyrstu úttekt á möguleikum þess að virkja vindorku í Skagafirði, út frá vindmælingumáBergstöðum. Þessi úttekt bendir til þess að hægt sé að framleiða rafmagn í töluverðu magni, en til að hægt verði að kanna hagkvæmni framleiðslunnar, þarf að fara út í nánari vindmælingar á völdum stöðum, vinna frekari hagkvæmniútreikninga og finna út hvernig best sé að leysa dauðan tíma í framleiðslunni. „Orkuöflun er mikilvæg öllum atvinnufyrirtækjum og menn hljóta að leita leiða til að útvega orku á sem hagkvæmastan hátt” segir Þorsteinn, „sumir bændur eru svo vel í sveit settir að þeir geta virkjað bæjarlækinn, en þeir sem ekki eru í þeim sporum, hljóta að leita annara leiða, hvort sem markmið þeirra er að lækka orkureikninginn eða að tryggja sér aðgang að þriggja fasa rafmagni”. Stefntað því að gefa verðið útseinni part mánaðarins Aukin samkeppni um sláturfé Að sögn Ágústs Andréssonar sláturhússstjóra hjá Kaupfélagi Skagfirðinga stefnir allt í að heildarslátrun verði heldur minni hjá KS á þessu hausti en í fyrra, bæði vegna aukinnar samkeppni um sláturfé en einnig vegna þess að bændur virðast ætla að setja fleiri lömb á þetta haustið en oft áður. Ætla menn sér þó að bítast um alla bita sem til falla en hægt er að slátra um 120 þús. fjár í heildina í sláturhúsi KS. Um þessar mundir eru slát- urhússmenn á ferðinni með sína árlegu kynningarfúndi þar sem bændum og öðrunt er m.a. gerð grein fyrir rekstri og afkomu sláturhússins, en þar var slátrað nálægt 100 þús. dilkum síðasta haust. Aðspurður segir Ágúst að ekki séu enn komnar fors- endur til að gefa út verð fyrir lambakjötið að sinni en stefnt sé að því að gefa það út seinni part þessa mánaðar. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —ICTeMgill ehp— Bílaviðgerðir hj ólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun ÆI bílaverksfæði Aóalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauöárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.