Feykir


Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 5

Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 5
22/2005 Feykir 5 jafnræði. Því er nauðsynlegt að fara að öllu með gát og láta ekki kröfur um auknar sértekjur yfirskyggja raunverulegan tilgang með starfsemi miðstöðvanna, sem er í eðli sínu „non profif'. Það ætti því ekki að þurfa að leggja meiri áherslu á þennan þátt starfseminnar en svo að hann standi undir kostnaði, en þessi ágenga krafa um auknar sértekjur hefur leitt margar, ef ekki tlestar upplýsingamið- stöðvar landsins í ákveðna tilvistarkreppu, þar sem rekstrar- og markaðsleg markmið þeirra stangast á við aðra þætti í starfseminni. Þessi tilvistarkreppa, sem vegið hefur að hlutleysi upplýsingamiðstöðvanna og trúverðugleika út á við og í raun komið í veg fyrir að þær hafi getað þjónað nokkrum af umbjóðendum sínum á fullnægjandi hátt, er að miklu leyti afleiðing þess hversu laus rekstraraðilum upplýsinga- miðstöðva hefur hingað til verið gefinn taumurinn við rekstur þeirra, enda erfiðleikum bundið að hafa eftirlit með starfseminni meðan enginn er lagabókstafurinn til að styðjast við. Er þessi „pattstaða" því fremur sorgleg staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að upplýsingamiðstöðvar falla í raun undir það sem rekstrarhagfræðin kallar almannagæði, þ.e. allir hagnast á tilvist þeirra, sem best sést á því að arðsemi upplýsinga- miðstöðva kemur sjaldnast frarn í þeirra eigin rekstrar- reikningi heldur miklu fremur í vexti og viðgangi ferða- þjónustunnar sem heildar og afleiddra atvinnugreina á starfssvæði þeirra. Hins vegar ætti að forðast að falla í þá gryfju að ætlast til þess að upplýsingamiðstöðvar komi í staðinn fyrir eigið markaðsstarf ferðaþjónustu- aðila, heldur ættu þær að vera hrein viðbót fyrir þá með því að ná til lausatraffíkur sem þeir myndu hugsanlega annars missa af. Þetta þýðir, að þó upplýsingamiðstöðvar séu öflugt og vaxandi markaðstæki ætti bein markaðssetning og markaðssókn, hverju nafni sem hún nefnist, ekki að vera hluti af starfssviði þeirra heldur á starfssviði og ábyrgð stjórn- sýslunnar og ferðaþjónustu- aðilanna sjálfra á hverju svæði fyrir sig. Upplýsingamiðstöðin ætti aðeins að vera ráðgefandi aðili og hlutlaus miðlun því upplýsingamiðstöðvar eru, vegna eðlis þeirrar þjónustu sem þær veita, í lykilstöðu til að fylgjast með og fýlgja eftir þróun og breytingum í ferða- mennsku almennt. Þannig skapast einstakt tækifæri til að gera fjölbreyttar og yfirgripsmiklar markaðs- rannsóknir með litlum til- kostnaði, sem ekki aðeins geta nýst við gerð sérstakra markaðsátaka og kynning- aáætlana, heldur einnig við skipulagningu og uppbyggingu ferðaþjónustunnar sem heild- stæðrar aó'innugreinar, bæði á landsvísu og heima í héraði, með ráðgjöf, gæðaeftirliti, eftirfylgni og hlutlausri miðlun upplýsinga milli ferðamanns- ins, byrgja ferðaþjónustunnar og stjórnsýslunnar en ýmislegt bendir til að mikilvægt sé að auka þesskonar þjónustu við ferðaþjónustuaðila, hand- verksfólk og aðra hagsmuna- aðila. Breyttar forsendur Að ffamansögðu er ljóst að breyttar forsendur férða- mennsku gera það að verkum að nauðsynlegt er að bregðast við með því að tryggja hvorutv'eggja í senn, öfluga og áreiðanlega miðlun upplýsinga til gesta og gangandi allan ársins hring, hér á Norðurlandi Vestra sem og annarsstaðar, sem og rekstrarör>'ggi miðs- töðvanna og þar með hlutleysi þeirra gagnvart umbjóðendum sínum, enda ætti markmið starfseminnar að lúta að því að þjónusta ferðaþjónustuna sem heildstæða aó'innugrein fremur en einstök fyrirtæki og þjónustuaðila. Þá þarf einnig að hafa í huga að ferðaþjónusta getur aldrei náð að dafna sem sérstæð og sjálfstæð atvinnugrein ef ekki er fýrir hendi sá grunnur sem hún þarf til að byggja á. Ferðaþjónusta er nefnilega “grasið” sem sprettur upp af fræinu úr frjórri mold ólíkra atvinnugreina og mannlegs samfélags. Því er áríðandi að rétt sé að málum staðið strax í upphafi og að verkefnið sé skipulagt frá grunni á þann hátt að það nái að vaxa og dafna til frambúðar óháð pólitísku umhverfi hverju sinni og stuðla þannig að auknum stöðugleika og eðlilegri ffarn- þróun atvinnugreinarinnar. Höfiindur er ferðamálafrœðingur frá Háskóla íslands Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útfbr föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Guðmundar Einarssonar, Veðramóti Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 5 á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar. Guð blessi ykkur öll. Einar Guðmundsson, Anna María Hafsteinsdóttir Halla Guðmundsdóttir, Halldór Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Impra nýsköpunarmiðstöð er miðstöð upplýsinga og handleiðslu fyrir frum- kvöðla og fyrirtæki. Impra styður nýsköpun, vöruþróun og umbætur í rekstri. Heimasíða Impru erá slóðinni www.impra.is. Skrefi framar - Þekking er lykill að árangri - Verkefnið Skrefi framar hefur það markmið að styðja fyrirtæki á landsbyggðinni í öllum atvinnugreinum til að afla sér ráðgjafar og byggja upp þekkingu til að auka veltu og arðsemi. Tiigangur verkefnisins er: • Að aðstoða fyrirtæki við að afla sér ráðgjafar • Að veita stuðning við verkefnistjórnun meðan á ráðgjöf stendur til að tryggja sem bestan árangur Við leitum að verkefnum á sviði: • Fjármálastjórnunar • Greiningu á tækniþörf • Kostnaðargreiningar • Markaðsmála • Netviðskipta • Stefnumótunar • Umhverfismála • Vörustjórnunar • Öðrum þáttum í rekstri fyrirtækja sem verkefnisstjórn telur að falli innan ramma verkefnisins. Skilmálar og umsóknarfrestur: Stuðningur við fyrirtæki sem verða fyrir valinu getur numið allt að kr. 400.000 gegn jafnháu framlagi styrkþega. Umsóknarfrestur er til 14. júní 2005. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á netslóð þess: www.impra.is, eða hjá Sigurði Steingrímssyni, verkefnisstjóra Impru, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri. 9 impra nýsköpunarmiðstöð Iðntæknistofnun Borgum við Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460 7972 Netfang: sigurdurs@iti.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.