Feykir


Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 22/2005 Stella Hrönn Jóhannsdóttir skrifar Upplýsingamiðstöðvar - til hvers og fyrir hverja? Öflug miðlun upplýsinga er ein lykilforsenda þess að einstaklingurinn nái að halda takti við samfélag dagsins í dag þar sem tíminn er ígildi peninga. Gildir þetta á nánast öllum sviðum þjóðlífsins, jafnt í vinnu sem í frístundum, þar sem allt þarf að gerast á sem skemmstum tíma. Á þetta ekki hvað síst við þegar kemur að ferðalögum þar sem fleiri og lleiri kjósa fremur að fara margar stuttar ferðir en fáar lengri. Þetta þýðir að tlestir hafa mjög tak- markaðan tíma á hverjum áfangastað og því er góður undirbúningur nauðsynlegur til að vita hvað þar er hægt að gera innan ákveðinna tíma- marka. Flestir nota veraldarvefinn til að afla sér upplýsinga áður en haldið er af stað, lesa ferðahandbækur og glugga í greinar í blöðum og tímaritum, en í fæstum tilvikum dugar það til að skipuleggja dýrmætan tíma á ókunnum slóðum á þann hátt að hann nýtist til fullnustu. Ástæðan er sú að aðkomumanninn skortir þekkingu á staðháttum, er ókunnur duttlungum veðurs- ins, gerir sér ekki grein fjTÍr vegalengdum og öðru því um líku sem erfitt er að koma til skila í rituðu máli. Því kjósa æ fleiri að leita til upplýsinga- miðstöðva um aðstoð og leiðbeiningarviðskipulagningu dvalar sinnar eftir að á áfangastað er komið. Það er því nauðsynlegt hverju sveitarfélagi sem vill halda takti við tírnann að bjóða ferðamanninn velkominn með þeirri bestu þjónustu sem völ er á, nefnilega vel búinni og skipulagðri upplýsingamiðstöð sem getur bæði sparað honum dýrmætan tíma, fé og fyrirhöfn „.fCtfCTU f £ÚPt(/A/ Fjölnotatæki í lit.. Brother MFC-410CN: Fyrir hGÍmilið og skrifstofuna. NettengjanlGgur litaprentari, litaIjósritun, litafax, litaskanni og minniskortalesari • Prentar allt aö 20 bls í svörtu á mín og 15 bls í lit • Upplausn 1200x6000 dpi •Prentar út á jaðar pappírs • Minnkun/stækkun: 25 til 400 % • 80 númer í hraðvali • Prentar myndir beint frá minniskorti •Innbyggt netkort Litaprentari, iitaljósritun, litaskanni Brother DCP-110C: Fyrir heimilið og skrifstofuna. Litaprentari, litaljósritun, lita- skanniog minniskortalesari • Prentar allt að 20 bls í svörtu og 15 í lit •Ljósritar án tengingu við tölvu í upplausn 1200x6000 dpi • Prentar út að jaðar pappírs • Minnkun/stækkun: 25 til 400% •Prentar myndirfrá minniskortum: Compact Flash, Smart Media, Secure Digital, Memory Stick (Pro) & XD picture mediakort Verð: 16.900 Verð: 21.900 og minnistkortalesari ...alltíeinu FJÖLN0TATÆKI og aukið þannig líkurnar á að hann upplifi áfangastað sinn á ják\’æðan hátt. Rekstraróöryggi og almennt stefnuleysi Einn af akkilesarhælum upplýsingamiðlunar á íslandi í dag er að flestar upp- lýsingamiðstöðvar landsins búa við mikið rekstraróön'ggi og fjárskort auk þess sem störfin sem þær skapa eru tímabundin )'fir mesta álags- tíma ferðaþjónustunnar og yfirleitt fremur illa launuð. Þessi staðreynd veldur því að oft á tíðum er erfitt að ráða og halda í hæfasta starfsfólkið en sífelld mannaskipti skapa óstöðugleika sem aftur veldur einskonar trúnaðarbresti milli miðstöðvarinnar og umbjóð- enda hennar, þar sem áunnin reynsla og þekking tapast milli ára og ávallt þarf að finna hjólið upp að nýju í stað þess að eðlileg framþróun eigi sér stað. Þetta, ásamt almennu stelnuleysi og skorti á lagalegum ramma um rekstur og starfsemi upplýsingamiðstöðva, hefúr leitt til þess að stjórnvöld og hagsmunaaðilar innan ferða- þjónustunnar hafa á undan- fömurn árum haft tilhneigingu til að vanmeta mikilvægi upplýsingamiðstöðva \ið upp- byggingu og skipulag ferða- þjónustu í landinu. Hinsvegar hefur þróun ferðamennsku síðustu árin framkallað auknar kröfur um tjölbrey'tni og gæði afþreyingar og þjónustu og komið af stað aukinni samkeppni innan ferðaþjónustunnar. Að sama skapi hefur skipulögð upplýs- ingamiðlun orðið sífellt mikil- vægari hluti atvinnugreinar- innar, þar sem upplýsingamiðstöðvar lands- ins hafa að miklu leyti tekið við þvíhlutverkisemleiðsögumenn og skipuleggjendur hópferða gegndu áður, þ.e að tryggja öryggi þeirra ferðamanna sem hingað koma ásarnt því að stuðla að jákvæðari nýtingu umhverfisins og náttúrunnar í þeirra þágu með því að liafa ávalt til reiðu nauðsynlegar upplýsingar. Einnig er vert að benda á að með aukinni dreifmgu ferðamanna um landið gefst fleiri aðilum kostur á að koma á fót og reka ferðaþjónustufyrirtæki og þeir aðilar geta svo aftur nýtt sér þjónustu upplýsingamiðstöðva til að korna þjónustu sinni eða vöru á framfæri við ferða- manninn án mikils til- kostnaðar. Ávinningur samfélagsins af skipulagðri upplýsingamiðlun getur því verið niikill sé rétt á málum haldið. Það getur þó reynstvandasamtverk að halda úti slíkri starfsemi því eitt af þeim sérkennum sem aðgreinir upplýsingamiðstöðvar ffá öðrum ferðaþjónustufyrir- tækjurn er að í rekstri þeirra þarf að taka tillit til margra mismunandi aðila sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. Eins og staðan er í dag eiga þær í fyrsta lagi að þjóna hagsmunum stjórnvalda og þeirra sem k)Tina og selja landið til hvort sem er innlendra eða erlendra ferðamanna, með því stuðla að auknu öryggi þeirra og dreifmgu,ogþarmeðjákvæðari nýtingu umhverfisins, með hlutlausri miðlun upplýsinga. í öðru lagi eiga þær að þjóna hagsmunum birgja ferðaþjón- ustunnar með því að koma þjónustu þeirra og vöru á framfæri án mikils tilkostnaðar fjTÍr þá. í þriðja lagi eiga þær að þjóna hagsmunum ferða- mannsins með því að veita honum þær upplýsingar og þá ráðgjöf sem hann þarfnast á ferðalagi sínu ásamt því að auðvelda honum aðgengi að ýmiskonar þjónustu annarri sem hann hefur þörf fyrir. f fjórða lagi eiga upplýsinga- miðstöðvarnar síðan að þjóna sínum eigin rekstrar- og markaðslegu markmiðum. Upplýsingamiðstöð - eða hvað? Fjölbreytileg rekstrarform upplýsingamiðstöðva hér á landi hafa einnig vakið upp þá spurningu hvort að nafngiftin „upplýsingamiðstöð11 sé í raun réttnefni. í mörgum tilfellum mætti ffemur tala urn „þjónustumiðstöðvar" ferða- manna en upplýsingamið- stöðvar, því gætt hefur tilhneigingar í þá átt að setja aðra þjónustuþætti en sjálfa upplýsingamiðlunina í forgrunn í þeim tilgangi að afla sértekna til rekstursins þar sem það opinbera ljármagn sem flestar miðstöðvanna þó fá, hrekkur í fæstum tilfellum fyrir öðru en lágmarksrekstrar- kostnaði á borð við laun starfsfólks og húsaleigu. Hins vegar er raunverulegt svigrúm upplýsingamiðstöðva til að afla sér sértekna takmarkað, sérstaklega þegar tekið er tillit til hagsmuna ferðamannsins og krafna hagsmunaaðila um hlutleysiog

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.