Feykir


Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 22/2005 Einar E. Einarsson skrifar Virkjum fyrir Skagfirðinga Á undanförnum misser- um hefur oft verið rætt um þá virkjunarkosti sem Skagfirðingar hafa, kosti þeirra og galla og hverj- um þessar virkjarnir ættu að þjóna, verði þær að veruleika. Ef horft er til baka þá verður ekki annað sagt en að stefnuleysi hafi einkennt þessi mál öll, og þá sérstaklega af hálfu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. í tíð meirihluta samstarfs Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks var mikill vilji hjá báðum flokkum að þessar virkjanir yrðu að veruleika. Því til stuðnings má t.d. benda á grein sem Gísli Gunnarsson, þáverandi og núverandi forseti sveitarstjórnar, skrifaði í nýtt fréttabréf fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Þar taldi hann þetta vera “eitt stærsta byggðarmál Skagfirðinga, sem skipta myndi verulegu máli varðandi atvinnumál og almenna uppbyggingu á svæðinu”. í framhaldiafþeirri umræðu senr þá var uppi var stofnað félagið Héraðsvötn ehf., sem síðan fékk virkjunarréttinn í Villingarnesi. Skoðanir beytast í upphafi núverandi kjörtímabils var ljóst að skoðanir höfðu breyst og var samstaða Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna algjör um að selja hlut Sveitarfélagsins í Héraðsvötnum ehf., og taka hana um leið út afAðalskipulagi Skagafjarðar. Við fúlltrúar í Fram- sóknarflokknum vorum á móti þessu og lögðum til að Sveitarfélagið seldi ekki sinn hlut og margbentum á í bæði ræðum og með bókunum, (t.d. bókun í Byggðaráði 4. september 2002), að hægt væri að láta Skagafjarðarveitur ehfl, fara með þennan hlut. En þeir vildu hann burt frá öllu sem tengdist Sveitarfélaginu og samþykktu því að selja hann, og unnu um leið að því að hann yrði verðlaus þar sem taka skildi virkjunina út af Aðalskipulagi. Og enn breytast skoðanir í nýlegu fréttablaði Feykis skrifar fulltrúi Vinstri Grænna, Gísli Árnason “að leggja þurfi höfuðáherslu á að Skaga- fjarðarveitur ehf., fari með orkumál héraðsins og eignist meðal annars aftur dreifikerfi Rafmagnsveitu Sauðárkróks ásamt því að koma að orkuvinnslu eftir því sem tök eru á”. Þetta er hinsvegar ekki í samræmi við það sem meirihluti VG og D eru að gera. Reyndar hafa þeir samþykkt að Skatastaðavirkjun verði inn á aðalskipulagi en þar ferenginnmeðvirkjunarréttinn í dag og algjörlega óljóst í hvers höndum hann lendir. Allir sem ég þekki vilja hinsvegar segja eitthvað um málið og telja mikilvægt að heimamenn komi að ákvarðanatöku um virkjunina og hvað yrði um orkuna. Á skrifum Gísla Árnasonar fyrir hönd Vinstri Grænna sé ég heldur ekki betur en að hann vilji það líka, enda er þetta hluti af orkumálum Skagfirðinga. Þrátt fyrir það hef ég ekki orðið var við nokkra viðleitan hjá meirihlutanum til að stuðla að því að Héraðsvötn ehf, sem í dag eru að helmingshlut í eigu Akrahrepps og Kaupfélags Skagfirðinga á móti RARIK, fái virkjunarréttin við Skatastaði. Sveitarfélagið Skagafjörður átti í upphafi þessa kjörtímabils aðild að þessu félagi en seldi sinn hlut. Til framtíðar Ég hef alltaf stutt það að Skagfirðingar virkjuðu sér til hagsbóta, en andvígur að virkjað verði til að orkan fari annað, því vissulega kosta virkjarnir ákveðnar fórnir eins og allar aðrar framkvæmdir. Með hliðsjón af því sem áður hefur verið sagt og fulltrúar annarra stjórnmála flokka hafa skrifað tel ég að virkja eigi og þá að setja hag Skagfirðinga í fýrsta sæti. Heildar rafmagns- notkun allra fýrirtækja og einstaklinga í Skagafirði er urn 12 MW eða tæpur helmingur af því sem Villingarnesvirkjun gæti framleitt. Hvernig væri nú að öllum Skagfirðingum yrði boðið að gerast aðilar að virkjuninni og að farið yrði af stað í samstarfi við RARIK um að virkja Villingarnes og að í ffamhaldinu fengu allir íbúar Skagafjarðar rafmangið á minnst 25% lægra verði en almennt væri til neitenda á íslandi. Eftir stæðu þá nokkur ónotuð megawött sem nota mætti til annarrar atvinnu- uppbyggingar á svæðinu og hamingjusamir Skagfirðingar með sitt eigið raforkuver. Einar E Einarsson Fulltrúi Framsóknarflokks í Sveitarstjórn Skagajjarðar Hjónin Árni Egilsson og Þórdís Þórisdóttir voru mætt milli þeirra situr Einar Gíslason frá Sauðárkróki. Rauði krossinn í Skagafirði_ Dagur sjátfboðaliðans Kiwanisklúbburinn Drangey Björgunarsveitin styrkt „Það má segja að með þessari grillveislu séum við að kalla okkar fólk saman eftir veturinn og umbuna því örlítið. Þetta fólk innir af hendi mikila vinnu í þágu hreyfmgarinnar og því fannst okkur í stjórn félagsins við hæfi að sjálfboðaliðarnir kæmu saman og við í stjórn félagsins sæum úm vinnuna við matinn" sagði Karl Lúðvíksson formað- ur Rauðakrossdeildar Skaga- fjarðar í lok vel heppnaðarar grillveislu í húsakynnum hreyfingarinnar á Sauðákróki á dögunum. Þarna mættu sjálfboðaliðar og flokkstjórar ásamt mökum og einnig fólk úr ungliðahreyfingunni alls um 40 manns. Karl sagði að einn mikilvægur þáttur í starfi Rauðakrossdeildarinar sem þó er ekki mjög áberandi væru heimsóknir til fólks sem ætti í erfiðleikum af ýmsum toga. Þetta starf er unnið í samvinnu þriggja aðila, þ.e. Rauða krossins, kirkjunnar og sveitarfélagsins Skagafjarðar. í þessu eru um 15 manns á vegum Skgafjarðardeidarinnar. Markmiðið er að veita við- komandi félagsskap og uppörvun því í mörgum tilvikum væri um fólk að ræða sem væri einmana og ætti við vandamál því tengdu að fást. Karl sagði ánægjulegt hvað margir hefðu gefið sér tíma til að mæta þessa kvöldstund í grillmatinn því þetta væri í fýrst skipti sem stjórnin bryddaði uppá þessu. ÖÞ: Þær Ingunn Kristjánsdóttir 14 ára til vinstri og Fjóla Sigríður Kristjáns- dóttir 15 ára úr ungliðahreyfingunni. Kiwansiklúbburinn Drangey afhenti Skag- firðingasveit 500 þúsund króna styrk við athöfn á Sauðárkrókshöfn á sjómannadaginn. Styrkurinn er ætlaður sem stuðningur til kaupa á alhliða björgunartæki sem getur ferðast hvort heldur sem er á láði eða legi. Að sögn Eyþórs Einarssonar forseta Kiwanisklúbbsins er klúbbsfélagar ánægðir með að geta orðið björgunarsveitar- mönnum að liði við upp- byggingu og eflingu á tækja- búnaði sveitarinnar. Aðal fjáröflun Kiwanis er sala á auglýsingum í hina mögnuðu símaskrá sem klúbburinn gefur út og dreift er í Skagafirði. Styrkurinn til Skagfirðingasveitar var einmitt af sölu auglýsinga í skrána og þakka Kiwanisklúbburinn Drangey auglýsendum stuðn- inginn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.