Feykir


Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 8
SHELL SPORT SKAGFIRÐINGABRAUT 29 SAUBÁRKRÓKI SÍMI4536666 © Sh'QÍlspOít Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar Frávísun felld 7-2 Landvinningar Skagafjarðarveitna til austurs Vatnið undir Vötnin Stóriðjuslagur var tekinn á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn. Fyrir sveitarstjórn lá að samþykkja samkomulagsdrög milli Alcoa, Iðnaðarráðuneytis, Sveitarfélagsins Skagafjaröar, Husavíku rkaupstaðar og Akureyrarbæjar vegna rann- sókna í tengslum við byggingu álvers á Norðurlandi. Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri og oddviti Vinstri grænna lagði til afgreiðslu malsins yrði frestað en hann haíði áður lagt til að samkomulagið yrði samþykkt á fundi byggðarráðs lyrr í vikunni eins og sagt var frá í síðasta Feyki. Tillagan var télld með 7 atkvæðum gegn 2. Sjálfstæðismenn sem skipa meirihlutann í sveitarstjórn ásamt Vinstri grænum greiddu atkvæði gegn tillögu sveitar- stjórans. Bjarni Jónsson fulltrúi VG í sveitarstjórn gerir grein f\TÍr sinni hlið á málinu á bls. 3 í Feyki í dag. Hofsós samþykktur Byggðaráð Sveitarfélags- ins Skagafjarðar hefur samþykkt samning við Ungmennafélagið Neista vegna uppbyggingar sparkvallar á Hofsósi. Áætlaður kostnaður sveit- arfélagisins við byggingu sparkvallar í Hofsósi er kr. 8.000.000. Það er hærri upp- hæð en gert var ráð fyrir en mismun frá tjárhagsáætlun verður mætt með lántöku. Lagning hitaveitu á bæi í Akrahreppi er nú að hef- jast og eru bæði leiðslur og tól og tæki til verks- ins komin á staðinn. bcgar Gunnar Rögnvalds- son, tíðindamaður Feykis og mundaði myndavélina í vi- kunni var verið aö leggja heita- vatnsæðina yfir Héraðsvötnin skammt neðan við brúna við þjóðveg nr. I. á móts við bæinn Syðstu Grund. Samkvæmt samningi milli Akrahrepps og Skagatjarðar- veitna ehf. verður lögð hitavei- ta á flesta bæi í Akrahreppi. Lögnin er tekin úr heitavatn- sæð við bæinn Velli. Uppsalir verður ffemsti bær sem fær hitaveitu og Ytri Brekku ysti bærinn.Ekki verður um hring- tengingu að ræða til norðurs og en viðmælendur Feykis í Viðvíkurhreppi hinum forna hafa sagt að þeir hefðu gjarnan geta hugsað sér að lögnin næði til þeirra og þaðan yfir í He- granes og tengdist veituman- nvirkjum á Sauðárkróki. Byggðasafn Skagfirðinga Ljósmyndasýning opnuð í Minjahúsinu Þann 19. júní n.k. mun verða opnuð glæsileg sýning á Ijósmyndum og teikningum í Minja- húsinu á Sauðárkróki. Sýningin ber nafnið Glöggt er gests augað - íslandsmynd- ir ferðalanga frá fimm lönd- um. Elstu teikningarnar eru frá árinu 1836 eftir Frakkann Auguste Mayer. Einnig má ncfna einstakar ljósmyndir Danana Daniel Bruun og Jo- 545 4100 www.bustadur.is BUSTAÖUR Sparaöu reglulega me& KB sparifé m KB B A N K I -krafturtil þínl hannes Klein, sem eru margar hverjar frá aldamótunum 1900 og nyndir Þjóðverjans Bruno Schweizer sem tók mikið af ljósmyndum á árunum milli stríða. Myndirnar eru allar úr safni Örlygs Hálfdanarsonar bókaútgefénda. Sýningin sem sett er upp af Héraðsskjálasafni Skagfirðinga og Byggðasafni Skagfirðinga verður opin í allt sumar. RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki @ raf s já hf SÆMUNÐARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI SlMI 4535(81 ^ 455 5300 GLÆNYR SKAGFIRSKUR ROKKSÖNGLEIKUR Laugardagskvöldið 18. júní verður fluttur í Reiðhöllinni á Sauðárkróki í fyrsta og eina skiptið söngleikurinn Hei þú! sem byggir á 12 lögum og 11 textum eftir Áma Gunnarsson. Einn texti er eftir Hjörleif Jónsson frá Gilsbakka. Hei þú! fjallar um ónafngreinda söguhetju og stúlkuna Uglu. Lögin úrsöngleiknum verða gefin út á samnefndum diski. Að söngleik loknum stigur á svið eftir 19 ára pásu hljómsvetin Týrol og frumflytur m.a. lagið Apar í Afríku með aðstoð skólabarna og fleiri. Skemmtunin hefst kl: 21:00 og er aldurstakmark 18 ár. Á miðnætti tekur við hljómsveitin Von og leikur á dansleik sem þar sem aldurstakmark er 16. ár. Auk meðlima Týrol og Vonar kemur fram fjöldi listamanna á þessu menningar-kvöldi í Reiðhölllinni. Má þar nefna, Björgvin Gíslason, Söndru Dögg Þorsteinsdóttur, Áma Gunnarsson, Sólmund Friðriksson, Kristján Baldvinsson og fleiri. K Co He’i ^ t;n|eiW0 b*ll REIÐHÖLLINNIA SAUÐARKROK118. JÚNÍ KL 21:00 SKEMMTUN (BANNAÐINNAN18 ÁRA) BALLIBANNAÐINNAN16ÁRA) SKEMMTUN OG BALL KR. 2500,- F0RSALA Á ÁBÆR - VEITINGAR:: s. 455 7070

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.