Feykir


Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 7
22/2005 Feyfdr 7 Guðmundur I/altýsson skrifar_ Vísnaþáttur 407 Heilir og sælir lesendur góðir. Eins og nú hefur komið á dag- inn reyndist Einar Sigtryggsson á Sauðárkróki sannspár í síðasta þætti urn úrslit í formannskjöri hjá Samfylkingu. I nýlegu bréfi til þáttarins telur Einar að fullmikið sé birt af vísum að hans mati í þætdnum eftir eldri og látna ha- gyrðinga. Þeim orðum sínum til staðfestingar yrkir Einar. Yfir lífsinsystu nöf önduð skáldin mala Láttu dauða liggja í gröf lofaðu hinum að tala. Sjálfsagt er að koma þessu sjónarmiði Einars á framfæri hér í þættinum, en til nánari skýringar skal þess getið að yngra fólk sem les okkar ágæta blað Feyki, fagnar því oft að sjá þar birtar vísur sem við sem eldri erum teljum hvers- dagslegar og öllurn kunnar. Get ég í því sambandi nefnt lokavísu þáttar nr.405, senr ég taldi reyndar óþarfi að birta vegna þess að ég trúði því að allir kynnu hana. Er ég þar að tala um hina kunnu vísu Hofdal'a-Jónasar Bregst ei þjóð á Brúarvöllum. Eftir að hún birtist hafa nokkrir lesendur blaðsins haff samband og þakkað fyrir birtingu hennar og jafnframt talið að þeir hafi alls ekki kunnað hana rétta. Þakka ég þau samskipti og vona að þeir sem yngri eru og hafa áhuga á vísnagerð hafi sem oftast samband við þáttinn. I þætti nr. 404 birtist limra sem ég vissi ekki fyrir víst eftir hvern var. hef ég nú fengið ágætar upplýsin- gar frá Noregi um tilurð hennar og sýnir það hvað okkar ágæta blað er lesið víða. Segir sagan að kul- davor eitt hafi upprekstri á fé verið seinkað á Auðkúluheiði. Mun bændum á Höllustöðum hafa líkað illa og munu hafa rekið einhverjar kindur áður en búið var að opna. Mun hafa verið fjallað í Morgun- blaðinu urn gróðurleysi á högum hér fyrir norðan og Lárus Þórðar- son á Grund þá ort limruna / Morgunblaðifréttirfékk ég litið á fiöllum nyðra vœri of mikið bitið en sumir reka þó ogsegja aðgras sé nóg þaðgengur úrsér Guðlaugsstaðaritið Eftir þessar lagfæringar er freistan- di að leita til Höskuldar ffá Vatn- shorni. Lítið segja maður má margra eyru hlera Skýra eigin skömmum frá skyldi enginn gera Síðar mun þesi hafa orðið til Sáiin er veik og röddin rám rétt svo ég ekki þegi Þó er sagt ég kveði klám á hverjum einasta degi. Ein vísa kemur hér í viðbót eftir Höskuld, og mun hún hafa verið skrifuð á mynd af honum og gráum gæðingi sem hann átti. Þegar endar arviskeið opnast vegir þráðir. Hinumegin heim á leið höldum við svona báðir. Þrátt fyrir aðfararorð hér að fra- man urn birtingu vísna eftir látna vini okkar hagyrðinga, stenst ég ekki mátið með að rifja næst upp á þessu kalda maívori þessa eftir Kára frá Valadal Sœlublandinn sunnan þeyr svellum granda hlýtur Vetrarandi visnar deyr vor um landið þýtur. Er þessi þáttur var í smíðum er maímánuður næstum allur. Verður undirritaður að játa á sig fögnuð í andanum þegar nálgast vor. Þrátt fyrir að þær vonir hafi nú ekki ræst, er gaman að rifja næst upp þessa fallegu bæn Kára Heilsar voren horfinn vetur hljómar fuglasöngur skœr. Lifnar allt sem lifnað getur Ijúfur andar sunnan blœr. Snilld þeirra Valadalsbræðra í kveðskap reis hæst að dónti undir- ritaðs í gerð hringhendu. Hér ke- mur ein slík eftir Kára Vorsinsföng og varmann finn veðrin ströngu dvína. Ljúfur söngur lóa, þinn léttirgöngu mína. Enn leitar hugurinn í að rifja upp eldri vísur. Mig rninnir að það hafi verið Þura í Garði sem sendi eiginkonu Júníusar Jónssonar sem átti heima á Akureyri eftirfarandi afmæliskveðju. Gegnum lífið góða ferð á gæfiuvegi fínum. Þú ert ekki öfundsverð afeiginmanni þínum. Júníus taldi þörf á að svara slíkri kveðju með þessari. Þú kvartar ei en kalt er það að kúra ein í nœturhúmi og enginn hefði öfundað eiginmann íþínu rúmi. Eins og vísnavinir rnargir vita var Jakob Jónnson á Varmalæk í Bor- garfirði oftast stórsnjall í orðavali er hann setti saman vísu. Beisk er þessi hjá þeinr góða vini: Púkana fitar í rœðu og riti með rexi og þjarki. Sálin erskitin, svörtá litin með satans marki. Á eftir þessari blíðu bæn skulu lesendur beðnir urn að vera sælir að sinni. Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. íþróttafréttir 4. flokkur stúlkna a 25 tíma æfingu Maraþonæfing Stúkurnar í 4. flokki Tindastóls æfðu á dögunum í 25 tíma, sleitulaust sem senni- lega er íslandsmet. Knattspyrnumaraþonið stóð yfir frá kl. 12 á föstu- daginn til kl. 13 á laugardag. Markmiðið var að safna áheitum og efla félagsandann í hópnum. Feykir setti sig í samband við Vöndu Sigur- geirsdóttur þjálfara stúlkna- nna og bað hana að svara nokkrum spurningum. - Var 25 tíma maraþon utanhúss íslandsmet? „Þar sem þetta var 25 tíma maraþon-fótboltaæfing en ekki 25 tíma fótbolta- maraþon, þ.e. ekki var spilað allan tímann þá held ég svei mér þá að þetta sé íslandsmet. Ég hef a.m.k. ekki heyrt um svona langa æfingu og þetta er lang lengsta æfing sent ég hef nokkurn tímann stjórnað, það er ljóst! -Hversu margar stelpur tóku þátt í maraþoninu? „Þær voru 21, svo var það ég, ásamt foreldrum og systkinum." - Var allan tímann spilað á gervigrasinu? „Já úti allan tímann og það var ansi svalt fyrir þjálfarann þarna á föstudeginum en stelpurnar fundu ekki fyrir kuldanum, enda á fullri ferð. - Hvernig var ástandið á stúlkunum að maraþoni loknu? „Þær voru rnjög þreyttar enda búnar að sofa lítið eða ekkert, ásamt því að hafa verið á vellinum í 6 til 12 tíma. Eigi að síður var maraþon-æfingin kláruð með stæl og mér fannst þær sýna ótrúlegt úthald. Það voru morguntímarnir sem voru erfiðastir, svona frá 05.00 til 11.00, þegar þreytan var virkilega farin að segja til sín." Stelpurnar í 4. flokki ásamt Vöndu. Knattspyrna_________________ Annar sigur Stólanna Skíðadeild UMFT Sævar skfða- maður ársins Það var líflegt í Val- larhúsinu þegar skíða- deildin kom saman til að Ijúka góðu tímabili. Gunnar Björn þjálfari veitti viðurkenningu fyrir starfið í vetur, en rúmlega 20 börn á ýmsum aldri sem fengu viðurkenningu. Þá kvaddi formaður Skíðadeildar sér hljóðs og afhenti skíðamanni ár- sins 2004-2005 bikar. Að þessu sinni var það Sævar Birgisson göngukappi sem hlaut þá nafnbót. Hann er vel að því kominn þ\ í hann keppti til sigurs á 6 bikarmótum og er því bik- armeistari í flokki 15-16 ára í norrænum greinum. Auk þess sigraði hann þre- falt í norrænunt greinum á Unglingameistaramótinu hér í Tindastól. Lið Tindastóls spilaði við Stjörnuna í Garða- bænum á sunnudag í 2. deildinni í knattspyrnu. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 1-2 og eru nú í þriðja sæti í 2. deildinni. Haukur Skúlason skoraði fyrir Tindastóls á 36. mínútu eftir sendingu frá Ilic Mladen. Konráð Þorleifsson kont Stólunum í 0-2 á 75. mínútu en Stjörnumenn ntinnkuðu muninn mínútu síðar. Mikill hasar var í viðbótartíma og náði dómari leiksins þá að vísa Aðalsteini Arnarsyni af velli og raunar tveimur Stjörnumönnum að auki. Neisti tapaði fyrir ÍH Neisti Hofsósi fékk lið ÍH úr Hafnarfirði í heimsókn á sunnudaginn. ÍH komst yfir á 27. mínútu en Neistamenn svöruðu með tveimur mörkum fyrir hlé. Fyrst skoraði Þorgils Pálsson og síðan Aleksandar Petrovic. Staðan í hálfleik 2-1. Það voruhinsvegarHafnfirðingar sem gerðu tvö mörk í síðari hálfleik og sigruðu því 2-3. Reynir lagði Hvöt Þá fóru leikmenn Hvatar á Árskógsströnd og spiluðu við Reynií VISAbikarkeppni KSÍ síðastliðinn þriðjudag. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma og því framlengt. Ekki tókst liðun- unt betur upp í framlengingu en í vítaspyrnukeppni hafði lið Reynis betur og því öll liðin af Norðurlandi vestra úr leik í bikarnum. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Til leigu Herbergi til leigu á svæði 1011 Reykjavík Uppl.ísíma 5525136 Kvíga til sölu Til sölu kvíga, burðartimi júni/ júli. Upplýsingarísíma: 895-8151 eða 453-8151. Kvígur til sölu Til sölu vel ættaðar kvígur á ýmsum aldri. Tökum hross i hagagöngu gjald lOOOkr./mán. Uppl. síma 8958182 Sigurgeir Varmalandi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.