Feykir


Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 08.06.2005, Blaðsíða 3
22/2005 Feykir 3 Rannsóknarsamningur uið Alcoa er hættuspil Bjarni Jónsson skrifar Sveitarfélögunum á Norðurlandi er nú stillt upp við vegg að skrifa með hraði undir sérstakt samkomulag við Alcoa um rannsóknir til ákvörðunar á stað fyrir álver á svæðinu. Þeir staðir sem rætt hefur verið um eru við Kolkuós í Skagafirði, Dysnes við Eyjafjörð og á Húsavík. Samningurinn er óskýr Samningsdrögin voru borin tram á sveitarstjórnarfúndi 2. júní sl.. í umræðunum kom ffam að mörg atriði eru óskýr og er hæpið að sveitarstjórn- armönnum hafi gefist nægjan- legt tóm til að kynna sér þau til hlítar. Ábyrgð og kostnaðarhlut- deild sveitarfélaganna í þessum undirbúningsferli er óljós sem og mörg önnur atriði í samningum sem lúta að framtíðar skuldbindingum þeirra. Ekki hafa fengist viðhlítandi skýringar um ýmis grundvallaratriði í samningnum þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Samningurinn sem kynntur var og skrifa á undir er eingöngu á tungumáli Alcoa, ensku. Er það lágmarkskrafa að sveit- arstjórnarmenn geti sett sig inn í og tekið afstöðu til slíks stórmáls á eigin tungumáli. Afstaða Vinstri grænna skýr Héraðsvötnin eru undirstaða hins sívirka lífkerfis Skagafjarðar allt frá jöklum og langt út á haf. Tækifæri framtíðarinnar felast í að nýta þau óspjölluð í tengslum við ferðaþjónustu, landbúnað og veiði að ekki sé talað um þýðingu þeirra fýrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska ogsjávarfiska.Atvinnutækifærin felast í fjölbreytni og þekkingariðnaði en ekki einhæfúm álbræðslum sem skaða möguleika annarra atvinnugreina eins og dæmin sanna þessa dagana. í bókun af hálfu fúlltrúa Vinstri grænna á fúndinum 2. júní sl. segir m.a. “.. með þeim samningi um álver á Norðurlandi, sem Iðnaðarráðherra ætlar Skagfirðingum að skrifa undir við Alcoa ásamt Akureyringum, Húsvíkingum, atvinnuþróun- arfélögum og Fjárfestingarstofú, er hagsmunum íbúa héraðsins mögulega kastað fyrir róða....“ „Með slíkum samningi er hætta á að Skagtirðingar afsali sér rétti sínum til að gæta með sjálfstæðum hætti hagsmuna sinna varðandi nýtingu auðlinda héraðsins og ákvarðanatöku þar að lútandi. Framtíðarhagsmunir héraðsins felast ekki í virkjun Jökulsánna eða stóriðju. Ef hins vegar kæmi til virkjunar Jökulsánna væri með slíkum samningi stórlega búið að veilcja stöðu okkar gagnvart þeirri skýlausu kröfú að orkan yrði nýtt í héraði.“ Rannsókna- og virkjanaleyfi ersöluvara í höndum þeirra sem fá „Telja verður mjög óraunhæft að ætla að Skagafjörður sé inni í myndinni varðandi staðarval á álveri og áhugi á því lítill í héraði. Tilgangur þessa samkomulags, sem nú er reynt að véla Skagfirðinga til að skrifa undir, er því að auðvelda aðilum, er nú keppa um virkjanarétt í Skagafirði, að fá aðgang að orkuauðlindum héraðsins, sem nýttar yrðu austan Tröllaskaga eða í fjarlægum landshlutum, til lítilla hagsbóta en óbætanlegs tjóns fýrir Skagfirðinga. Þau samningsdrög á ensku um álver á Norðurlandi, sem liggja fýTÍr sveitarstjórn, hafa ekki hlotið kynningu eða umræðu innan meirihluta- flokkanna eða á þeirra sam- ráðsvettvangi. Umræða um þau innan sveitarstjórnar er þ\i ótímabær og ekJd í samræmi við þær verklagsreglur, sem flokkarnir hafa samþykkt sín á rnilli..." Förum varlega Rannsókna - og virkjanaleyfi eru nú eftirsótt söluvara og munu ýmsir sjá í þeim mikla hagnaðarvon og leggja ómælt undir til að ná þeim leyfum til sín. Hér þarf því að vera mjög vel á verði og þetta mál þarf vandlega skoðun og víðtæka kynningu í héraðinu áður en ffá því er gengið. Bjami jónsson Vísnakeppni Nokkrar vísur frá FNV-deginum Á FNV daginn, sem haldinn var hátíðlegur Sumardaginn fyrsta, settu kennarar við íslenskudeild FNV nokkra fyrriparta í krukku og hvöttu gesti og gangandi til að spreyta sig á að botna þá. Að sögn Guðbjargar Bjarna- dóttur var þátttaka ágæt og reiknað er með að ffamhald verði á vísnakeppni að ári, á næsta FNV degi. Nokkrir botnar hafa verið valdir til birtingar í Feyki en þeim er ekki raðað í sæti heldur fá allir höfundarnir hrós og bestu þakkir fýrir þátttökuna. Rétt er þó að minnast á að Ragnar Páll Tómasson Árdal stóð sig alveg sérstaklega vel og sendi inn flesta botnana. Á mótórhjólum bruna metm meistarar og stjórnr. En sírann heima situr enn svekktur mjög og þjónar. Sigurður Friðriksson Stœrðfrœðin erslungin þraut því scekjast mentt í keppni. Þeir hamast eins og hörku naut og hungrar eftir hepptti. Ásta Ragnarsdóttir 1 brekku stendur bóknámshús bœnum hér til prýði. Þangað bœðifrjáls ogfús fer og reglum hlýði. Selma Hjörvarsdóttir Iskólanum er skemmtilegt að skoða eitt ogannað. Það er margtsvo merkilegt sittafhverju bannað. RagnarPáll TómassonÁrdal Skagaströnd_____________________________ Húnabjörg vígð Það var mikið um að vera á Skagaströnd á sjómannadagnn en fullyrða má að sjómannadagurinn er einn mesti hátíðisdagur Skagstrendinga enda útgerð og vinnsla sjávarafurða meginstoð atvinnulífs á staðndum. Það var björgunarsveitin sem sá Skagaströnd að þessu sinni að venju um framkvæmd formleg vígsla nýs björgunar- hátíðarinnar. Sérstakan svip skips. Hlaut skipið nýja nafið setti á sjómannadaginn á Húnabjörg. netkönnun Þegar Hemmi Gunn segist heyra í fólkinu heima í stofu syngja - heyrir hann þá í þér? Jamm, ekki nokkurspurn- ing, syng aflífs og sálarkrafti! 124.4%) Nei, ég held að Hemmisé að plata! 119.7%) Kannski, en ekki þegarAuddi Blöndal söng þvíþá fór ég út af laginu og gatekki sungið með! (23.5%) Nah, er ofupptekinn við að maula snakk og svoleis! (4.2%) Horfi aldrei á Það varlagið - nema í mesta lagi með öðru auganu! (28.2%) Hægterað taka þáttíkönnunum sem birtastí Feykimeð þvi að fara inn á Skagafjörður.com og kjósa þar. Itrekað skalað könnunin er meira tilgamans og taka skal niðurstöðurnar með fyrirvara. molar Veitingastaðurinn Undir byrðunni opnaður Nýir eigendur hafa nú tekið við rekstri veitingastaðarins “Undir Byrðunni” að Hólum í Hjaltadal. Var staðurinn opnaður með pompi og prakt sl. tostudags- kvöld. Staðurinn býður uppá fjöl- breyttan a la carte matseðil með sérvöldum vínum og getur tekið á móti allt að 180 manns í einu. l5á er einnig í boði góður pizzu- matseðill, barnamatseðill og kökuhlaðborð á sunnudögum. Staðurinn leggur metnað sinn í að nota sem mest heimafengið hráefni og er opinn alla daga vik- unnar. Róleg sjómannadags- helgi Að sögn Lögreglunnar á Sauðár- króki fór sjómannadagshelgin vcl ffam í alla staði í þeirra umdæmi og er sömu sögu að segja úr um- dæmi Lögreglunnar á Blönduósi. Af þcim vetvangi er því lítið að ffétta annað en að síðustu tvo daga hefúr leikskólabömum á Blönduósi verið boðið að koma á Lögreglustöðina til að kynna sér það sem þar fer ffam, krökkun- um og lögreglumönnunum til ómældrar ánægju og gleði. Kvennahlaupið Kvennahlaupið er á laugardag- inn. Rétt er að vekja athygli á því að hlaupið cr laugardaginn 11. júní en vanalega hefúr það verið sem næst 19. júm'. Þátttökugjald er krónur 1000 og í ár er bolurinn túrkísblár.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.