Feykir


Feykir - 17.08.2005, Side 7

Feykir - 17.08.2005, Side 7
30/2005 Feykir 7 Guðmundur Valtýsson skrifar_ Vísnaþáttur 411 Heilir og sælir lesendur góðir. Smá leiðrétting vegna síðasta þát- tar. Tvær af vísum Jónasar frá Va- ladal til Árna Rögg settar saman og mynda þá átta hendingar svo á alls ekki að vera, heldur hver vísa sjálfstæð. I>á kemur fyrsta vísan að þessu sinni. Höfundur hennar Aðal- steinn Ölafsson, kenndur við Melgerði í Eyjafirði. Hratt mig ennþá hugur bar heim að dyrum þínum. Enda skrölta skeifurnar skáldfák undir mínum. Önnur ágæt vísa kernur hér eftir Aðalstein. Víst eru sveinum vífin kœr víða leynist eldur, það setn einum yndi Ijær attnars meini veldur. Sá snjalli hagyrðingur Jóhannes Benjamínsson var eitt sinn senr oftar staddur á Iðunnarfundi. Mun hann hafa verið þar ansi harðorður. Sigurður frá Haukagili var nærstaddur og orti svo til eins af fundargestunum sem ég veit því miður ekki hver var. öllum draugum œtti að lóga einkum þeirn ersýna hrekki. Stökktu vígðu vatni á Jóa vittu hvort hattn sekkur ekki. Næsta vísa er,ef mig misminnir ekki því meir, eftir Asgrírn Kris- tinnsson frá Ásbrekku. Freistingarnar fundu mig ífögrum rómi vífsins. Eg var barn ogþekkti ei þig þungi dóitmr lífsins. Þá langar mig að biðja lesendur unr upplýsingar vegna höfundar næstu vísu ef þið kannist við hana. Lifði ég við lífskjör hörð lœrði í skóla ströngum, þó að grænki gróin jörð grána hár í vöngum. Alltaf er gaman að rifja upp vísur eftir Sveinbjörn alsherjargoða. Einhverju sinni er hann kont á verkstæði og sá þar dagatal varð þessi til. Þó ég löngum þrái synd, þó ég löstumfagni. Aldrei hefur alsber mynd orðið mér að gagni. Önnur vísa kernur hér eftir Svein- björn. Einni reyndist örðug bið augun sjá það glöggu, ennþá stendur stiginn við stafngluggann hjá Möggu. Eftir að hafa hlustað á útvarpsþátt yrkir Sveinbjörn. Veina hundar, vœlafress, vondir bola öskra. Svo er líka Svavar Gests sumumfer að blöskra. Erlingur Jóhannesson frá Hallkelsstöðunr í Hvítársíðu orti svo er hann heyrði Sverrir Her- mannsson taka þannig til orða að ónafngreindur aðili hefði etið óðs ntanns skít. Sverrirgegnunt gleiðan hvoft gusar frekjuorðum. Virðist hafa alltof oft óðs manns skít á borðum. Þá er hin kunna Viðeyjarstjórn sat að völdum orti Erlingur. Nú er váleg veðurspá von á nýrri hrinu, kominn stólpa stormurá stjórnarheimilinu. Á efri árunt yrkir Erlingur þessa. Elli tökum á mér nær allt úr skorðum gengur, svo að varla vísufœr verð ég talinn lengur. Þar sem verið er að fjalla um vís- nagerð Borgfirðinga er ganian að rifja næst upp vísu sem ég held að sé eftir Þorstein á Skálpastöðum. Ekki veit ég til hvers hann er að tala þar. Þú villt brúka þras og hrekki það ersumum mikils virði. Lofséguði að ertu ekki œttaður úr Borgarftrði. 1 síðasta þætti birtist ágæt vísa eftir Jón Þorsteinsson skáld á Arnar- vatni. Alltaf gantan að rifja upp vísur eftir Jón og minnir mig að þessi sé ein af þeim. Mun hún vera gerð á efri árum hanns. Flestu eraðförlast Jón fækka korn í blóði, efþú hittirengan tón eða stef úr Ijóði. Ósjálfrátt leitar hugur undirritaðs oft í vísnagerð Höskuldar Ein- arssonar frá Vatnshorni. Þrátt fyrir að vel rættist úr heyskap í júlí, á þeiin sólskinsdögum sem þá skör- tuðu sínu fegursta, eru nokkrir bændur enn að glíma við heyskap í þessari súldardrullu sem nú ríkir flesta daga. Um svo þrálátt veður yrkir Höskuldur. Lán er aðfá að lifa og njóta lífsins hér í votrigröf. Dýrlegt er af drottni að hljóta drullu strax í vöggugjöf. Gæti þá endirinn, sem best átt við okkar hugsun, sem einstaka sinnum leitum eftir gistingu í an- nari sókn. Alsherjargoðinn yrkir til vinkonu. Sortnarflest því siginn er sól á vesturfjöllum, ég á mest að þakka þér Þú ert best af ölum. Verið þið svo sæl að sinni Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. íþróttafréttir Golf_________________________ Kvennasveit GSS í 1. deild Þann 10. - 12. ágúst fór fram sveitakeppni kvenna í golfi á Urr- iðadalsvelli við Hafn- arfjörð. 1. eikið var í l. og 2. de- ild og spilaði kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks í 2. deild að þessu sinni. Þær gerðu sér hinsvegar lítið fyrir og höfnuðu í öðru sæti og spila því í 1. deild að ári sem er frábær árangur hjá ekki stærri klúbbi. Aðeins 8 lið eru í efstu deild. Dömurnar sem skipa lið GSS eru: Margrét Ste- fánsdóttir (liðsstjóri), Sig- ríður Elín Þórðardóttir, Svanborg Guðjónsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Málfríður Haraldsdóttir, Katrín Sveina Björnsdóttir og þá var Hallfríður Hafs- teinsdóttir sérstök hjálpar- hella liðsins. Knattspyrna 3. deild_____ Hvöt í góðum séns Hvöt stöðvaði sigur- göngu Neista frá Hofs- ósi full harkalega á Blönduósi í síðustu viku. Blönduósingar sigruðu af öryggi, 6-1. Eftir finnn mínútna leik var staðan orðin 2-0 fyrir Hvöt, Árni Adolfsson kom Hvötyfir á 2. mínútu, Gissur Jónasson bætti við marki á 5. mínútu. Guðnrundur Vilbergsson gerði þriðja markið á 14. nrínútu og Róbert Haraldsson gerði síðasta rnark Hvatar í fyrri hálfleik á 34. mínútu. Hann bætti síðan við nrarki á 64. mínútu og síðan gerði Frosti Bjarnason síðasta mark leiksins á 82. mínútu. Með sigrinum skutust Blönduósingar í annað sæti riðilsins þar sem Hvíti riddarinn náði aðeins jafntefli gegn toppliði ÍH. Hvöt mætirbotnliði Afríku í síðustu umferð og er því í fínum séns að komast í úrslitakeppni 3. deildar. 13 bílar mættu í Kleifargrúsina_ Blönduóstorfæran Blönduóstorfæran fór fram laugardaginn 6. ágúst í Kleifargrúsinni við Blönduós. 13 bílar mættu til leiks sem flestir kláruðu sig af þrautunum átta, retmdar rnisvel en þó var einn sérstaklega óheppinn eða sérlega illa undirbúinn en hann átti í erfiðleikum með að halda bílnum í gangi. Þrautirnar 8 reyndust miserfiðar en þó var lokaþrautin erfiðust að vanda og tókst einungis einum bíl að komast alla leið upp á toppinn. Sigurvegari varð Gunnar Gunnarsson í sérútbúna- flokknum en hann keppti í götubílaflokki í fyrra. Heimild og mynd: huni.is Eitt og annað W Osigur í Njarðvík Lið Tindastóls lék við Njarðvíkinga í 2. deildinni í knattspyrnu um helgina. Stefán Arnar Ómarsson kom Stólunum yfir eftir stundarfjórðung en Njarðvíkingar gerðu tvö inörk upp úr miðjum síðari hálfleik og sigruðu 2-1 á heimavelli sínum. Önnur úrslit í deildinni reyndust Stólununr hagstæð þar sem botnslagur Leifturs/ Dalvíkur og ÍR endaði með jafntefli og Afturelding tapaði fyrir Fjarðabyggð. Tindastóll er því enn í áttunda sæti þegar (jórar unrferðir eru eftir. Frábærthjá Lindu Björk Linda Björk Valbjörnsdóttir (13) varð íslandsmeistari í lOOm hlaupi á Meistaramóti Islands, fyrir 12-14 ára, sem frain fór í Hafnarfirði um helgina. Linda Björk hljóp á 13,81sek. Þá varð Linda Björk í 2. sæti í 80m grindahlaupi (14,04sek) og í 3. sæti í hástökki (1.40m). Glæsilegur dagur hjá þessari efnilegu íþróttastúlku. smáauglýsmgar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Folöld týnd Folöld hurfu úr hrossahóp við Heiði og gætu verið á svæðinu norðan við Heiði. Efeinhver kynni að verða þeirra var - eða veit um þau - þá vinsamlegast hafið samband í sima 453 6511. Til sölu Til sölu vegna flutninga: Nýlegur Gorenje kæliskápur. Hæð 142 sm, breidd 60 sm. Verð kr. 35 þúsund. Einnig rúm sem er 135 sm breitt. Verðkr. Wþúsund. Upplýsingar i sima 895 0733. Ýmislegt Notuð Ftafha eldavél fæst gefins. Upplýsingar í sima 453 8056. Höfðingi til sölu! Gamli fjallagarpurinnn gerirsina skyldu. Hann er til sölu höfðinginn, hreppa færrien vildu. Um erað ræða nýskoðaðan Nlssan Patrol '87. Áhugasamir hafi samband við manninn á myndinni i síma: 453-8283.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.