Feykir


Feykir - 14.09.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 14.09.2005, Blaðsíða 3
34/2005 Feykir 3 Aftur í liðna tíð I Hörður Ingimarsson skrifar Stafnsrétt i Svartárdal Austur-Húnavatnssýslu. Myndin tekin á fjórða áratug siðustu aldar og ekki siðar en haustið 1937. Mynd i eigu Hing. Eyvindarstaðaheiði er gríðarlegt landflæmi milli Blöndu að vestan og Jökulsár vestari í Skagafirði. Nær svæðið allt fram að Hofsjökli. Eyvindarstaðaheiðinni er skipt í þrjá meginhluta. Guðlaugstungur, frægt grasatekjuland er grös voru nýtt til manneldis, Ásgeirstungur og Útheiðina.Vesturheiðarmenn (Bólhlíðingar) hafa þetta svæði til smölunar en Skagfirðingar, aðallega Lýtingar, hafa með höndum Haukagilsheiðina og nærliggjandi lönd. Heimaafréttarlönd Lýtinga liggja ntjög að Eyvindarstaða- heiði að austan verðu. Fram- Seylhreppingar hafa urn aldir átt upprekstur á “Heiðina” og Eyhiltingar fremst í Hegranesi, þó það liggi nú ekki beint í augum uppi hvernig jörð í miðjurn Skagafirði eigi upp- rekstrarrétt á Eyvindarstaða- heiði. Löng hefð var fyrir því að aðalgöngur á Eyvindarstaða- heiði hæfust laugardaginn í 22. viku sumars (í ár væri það 17. september) og stóðið rétt- að á miðvikudeginum næstum á eftir. Fjárréttin síðan á fimmtudeginum í 23. viku sumars er Haustmánuður byrjar. Nú er þetta allt breytt en réttað var á laugardaginn þann 10. september s.l. og engin er stóðréttin. Upprunalega var rétt á Háutungusporðinum milli Svartár og Fossár, sem nefndist Ranarétt. Hún var forveri Stafnsréttar. Stafnsrétt varð aðalskilarétt snemma á nítj- ándu öld og tók við af Eyvindarstaðarétt, sem var illa staðsett og ekki nægilega miðsvæðis. Um og fyrir miðja síðustu öld var Stafnsrétt ein mesta fjár- og stóðrétt á íslandi. Henni er svo lýst (sjá mynd) að almenningur var 68m langur og 10,5m á breidd. Dilkarnir 22 talsins um 20m langir hver til beggja hliða við alntenningin og samanlögð lengd allra veggja um 850m að lengd af torfi og grjóti. Stafnsrétt var valin staður á Löngueyri sunnan Stafnsklifs í Svartárdal. Þetta er veðursæll og fagur staður fyrir réttar- stæði. Þar er nú risin ný rétt á rústum þeirrar gömlu. Byggð 1978 og vígð 14. september það ár. Framkvæmdastjóri verksins var Sigurjón Guð- mundsson bóndi á Fossum, nú búsettur á Blönduósi. Þekktastur gangnaforingi á Eyvindarstaðaheiði er Guð- mundur Sigurðsson bóndi á Fossum í Svartárdal (afi Sigurjóns áðurnefnds). Hann rækti þetta starf frá 1883 til 1926 eða í 44 haust. Guð- rnundur sonur hans tók við af föðursínumsemgangnaforingi og var frægur fyrir ratvísi. Fossar eru enn byggðir af sonum Guðmundur Guð- mundssonar. Réttardagur við Stafnsrétt var ógleymanlegur þeim er upplifðu að sjá fé renna sunnan þúsundum saman úr Háutungusporðinum um Lækjahlíðina yfir Svartá og til réttar og í Vökuhvamminn. Jarmið, hundgáin, hróp og köll síaðist inn í sálartetrið og hlaut að kalla til sín að ári liðnu. Hér var mannlífsdeigla Húnvetninga og Skagfirðinga. Stökur flugu, kveðið, lyft gangnapela og litið til kvon- fangs við ljúft harmonikuspil Benna á Vatnsskarði og fleiri snjallra nikkara. Hörður Ingitnarsson gomsæ ^ hjá/Jóní/Vcuv Nú þegar laxveiðimenn hafa fyllt allar ffystikistur sínar af laxi og silungi er rétt að gefa uppskrift af góðum laxarétti fyrir fjórar persónur. Ofnbakaður lax í soja-marineringu Ikg lax - roð- og beinlaus, skorinn I ca. 10 cm sneiðar, sneiðarnar lagðar I smurt eldfast form Marinering; 2 msk. sojasósa 2 msk. sweet chili sósa 2 msk. sykur 2 msk. sherrí 2 hvítlauksrif (söxuð) 1 msk. rifinn ferskur engifer 2 stk. gulrætur skornar I strimla 1 stk. blaðlaukurskorinn I strimla I stk. sellerístöngull skorinn I strimla Sósunt, sykri, hvítlauk, sherrí og engifer er blandað saman í skál, hrært vel í eða þar til sykurinn er uppleystur. Marin- eringunni er síðan hellt yfir fiskinn og látið marinerast í um það bil eina klukkustund. Grænmetisstrimlunum er dreift yfir fiskinn, álpappír settur formið og bakað í ofhi í 15 mínútur á 100-120 gráður. Berið frarn í eldfasta forminu. Eggjasósa 2 stk. eggjarauður safi úr einni sítrónu 250g smjör (brætt) salt og pipar Eggjarauður settar f stál- eða glerskál ásamt sítrónusafanum, síðan er smjörið sett yfir til bræðslu. Vatn er sett í pott sem skálin nteð eggjarauðunum passar ofan á. Síðan er vatnið sett yfir til suðu og þeytt stöðugt í eggjarauðunum þar til þær eru orðnar þykkar. Skálin tekin af pottinum og bræddu smjörinu bætt smátt og smátt út í eggin og stöðugt hrært í. Smakkað til, salt og pipar. Eggjasósan er borin fram með laxaréttinum. Berið einnig fram með hrísgrjónum og salati. Silungur með garðgrœnmeti 4 flök silungur 7 stk. rauðlaukur 7 stk. litil rófa 2 stk. gulrætur 6 stk. radísur 4-6 stk. kartöflur (fer eftir stærð) 2 msk. smjör 2 msk. mysa 2 msk. púðursykur 4 msk. rjómi 7 tsk. estragon Saltog pipar Grænmetið skorið í fína strimla og lagt í smurt eldfast form. Mysu og rjóma blandað saman og hellt yfir grænmetið, kryddað yfir með salti og pipar. Bakað í heitum ofni í 7 mínútur. Silungsflökin bein- hreinsuð og snyrt, kr)'dduð með salti og pipar, lögð í fatið með grænmetinu, smjör sett yfir. Að síðustu er púðursykur og estragoni stráð yfir og bakað í ofni í aðrar 7 mínútur. Slökt á ofninum og látið standa í 7 mínútur. Borið fram í forminu ásamt meðlæti eins og til dæmi salati. Kveðja, Jón Daníel moli Skógrækt í Skagafirði Gríðarlega stórt og metnaðar- fullt skógræktarverkefni í Skagafirði er hafið á Brimnesi þar sem ætlunin er að endur- heimta hina fornu Brim- nesskóga við Kolkuós. Síðastliðinn föstudag lögðu 120 nemendur í grunnskólum Skagafjarðar sitt af mörkum með útplöntun á skagfirsku birki. Ætlunin er að planta út trjám í 200 hektara svæði á næstu árum, um 10 þúsund plöntum á ári i 10-15 ár, og hefur verið stofnað sérstakt félag í kringum átakið, Brimnesskógar. Steinn Kárason er framkvæmdastjóri félagsins og segir hugmynda- fræði á bak við verkefnið meðal annars felast í því að skila nátt- úrunni því sem tekið var frá henni í öndverðu. 15. september > Guörún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar flytja perlur Ellýjarog Villa í Sauöárkrókskirkju kl. 21. 17. september > Staðarrétt í Skagafirði, stóðrétt hefst um kl. 16. > Skarðsrétt í Skagafirði, stóðrétt hefst um kl 12. > Gestum boðið I smalamennsku á Laxárdal i Austur Húnavatnssýslu. Grillveisla i reiðhöllinni Blönduósi og réttardansleikur á Blönduósi. 17. -18. september > Göngur og stóðréttir I Skrapatungu- rétt. > Snærisleikur (golf) á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók. > Hörður G Ólafsson spilar á hínum árlega stóðréttardansleik í Melsgili þann 17. sept, 18. september > Mælifellsrétt í Skagafirði, fjárrétt hefst um kl. 13. > Markaðsdagur I Varmahlíð i Skagafirði. > Bólstaðarhliðarrétt hjá Húnaveri, stóðréttin er á milli kl. 13-17 > Skrapatungurétt I Laxárdal í Austur Húnavatnssýsllu, stóðréttin hefst kl. 11 > Auðkúlurétt í Svínavatnshreppi í Austur Húnavatnssýslu, stóðréttin hefst um kl. 16 > Alexandra Chernyshova, sópran og Gróa Hreinsdóttir, pianóleikari, halda tónleika i Sauðárkrókskirkju kl. 16. 19. september > Hliðarrétt i Vesturdal í Skagafirði, fjárrétt sem hefst um kl. 9-11. > Silfrastaðarétt í Blönduhlíð í Skagafirði, stóðrétt hefst á milli kl. 8-10aðmorgni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.