Feykir


Feykir - 14.09.2005, Page 6

Feykir - 14.09.2005, Page 6
6 Feykir 34/2005 Guðríður B. Helgadóttir skrifar Hvað finnst ykkur? Síðast liðinn vetur og vor reyndi ég að vekja upp umræðu um ýmsa mögu- leika búsvæðis okkar hér á Norðurlandi, til mót- vægis við einstrengings- lega málmbræðslustefnu stjórnvalda með tilheyr- andi stórlónasukki og náttúruspjöllum. Nær væri að friða Norður- land íyrir þeim vágesti, og vinna heldur markvisst að því að efla hér á svæðinu menntun, menningu, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Byggja á traustum grunni landsins gæða, sögu, sagnífæði og jarðffæði. En hefur fólk hér á Norðurlandi vestraorðið vartvið lýðræðislega, opinbera umræðu um þessi mál, eða að verið sé að setja þau á oddinn til samanburðar við rannsóknir og kostnaðar- áætlanir þegar rætt er um málmblendiverksmiðjur og stórvirkjanir. ? Svo margþætt efni ætti þó að vera nógu áhugavert til svo sem einnar ráðstefnu eða fundar, velta þar upp hugmyndum. Athuga leiðir og þann bakgrunn sem til staðar er til að skipuleggja og byggja á. Setja sér markmið, efla Hólaskóla og ætla honurn fleiri rannsóknarverkefni, efla Náttúrustofu Norðurlands vestra og nýta möguleika hennar til ótal úrlausnarefna sem þar væri æskilegt að vinna, svo auðugt sem norðurland er af sögulegum minjum, giljum.gljúfrum og eyjum þar semberglögintala. Skagafjörður er nú þegar kominn vel af stað með fornleifarannsóknir sem þar bíða þróunar og úrvinnslu á rnargan hátt. Og söfnin hafa aukið gildi sitt og margfeldisáhrif á mörgum sviðum. S tofna mætti ný fræðasetur, þar sem upp kæmu verkefni til staðbundinna rannsókna. Það væri t.d. hægt að ræða margt í sambandi við það að gera Grettissögu sýnilega í máli, myndum og leikgerð, svo vítt sem hún spannar yfir þetta svæði,- Vatnsdælasögu.- Sturl- ungu,- o.fl.,o.fl. Við höfum séð hvað Vesturfararsetrið hefur aukist og eflst og tengst vestur um haf og vítt um lönd. Þannig hafa öll þessi verkefni margþætt áhrif bæði utan lands og innan. Aukin ferðamannaþjónusta þýðir fleiri störf og meiri matvælaframleiðslu. Styrkari stoðir undir landbúnað á svæðinu, sem ekki veitir af, þar sem bændamenningin riðar til falls, fólksfækkun hefúr verið áhyggjuefni og nýliðun óhugsandi við núverandi aðstæður. Ég veit að af því að ég nefndi í þessum skrifúm rnínum friðland eða jafúvel þjóðgarð á stóru svæði, þá kipptust margir bændur við og héldu að það þýddi boð og bönn og fjötra á þeirra ffelsi og sjálfstæði. En það er mesti misskilningur. Breyttar áherslur í friðun lands og nýtingu búsvæða rúma orðið margar gerðir af skipulagi í þá veru. Fámættiýmsasérffæðinga á því sviði til að útskýra það nánar, ef eftir væri leitað. Vil ég í því sambandi benda á hvað Steinunn Harðardóttir hefur verið ffindvís á marga slíka á ferð sinni „út um græna grundu.” Og þau ffæði öll rná finna til hliðsjónar, þó hér yrði aðlagað aðstæðum og vilja fólks á svæðinu. En upphaf alls er að ræða málin og bera saman leiðir. Eðlilegt hefði verið að bændur og búalið, bæði í sveit og þéttbýli, léti í sér heyra og segði sitt álit. Bryti til nrergjar rök með og móti og tæki afstöðu, því LANDSBYGGÐIN saman- stendur affólki, ekki álkumbalda einhversstaðar á fjörukambi og (þriðju) Höfninni með fárra k.m. millibili. Þó þær sem fyrir eru séu vannýttar. Langar engan til að leggja orð í belg? Finnst ykkur ekki á vanta að það sé gert hér? Ég spyr? Því viðbrögðin við þessu innleggi mínu í umræðuna hér í heimabyggð, hafa enn sem kornið er ekki verið gerð heyrum kunn, svo athygli veki, (athyglisverðar hugmyndir sögðu reyndar margir í einkaviðtölum). Sveitarstjórnarmenn og stefúu- markandi “sameiningartákn”, fundu reyndar lystaukann fyr- ir matvælaframleiðslusetrið Blönduós með því að biðja, allra náðarsamlegast, almætti iðnaðarráðherra að úthluta nú Húnvetningum einu stykki álveri rétt fyrir utan ósa Blöndu! Sennilega minnugir þess að gyllivonirnar ffá virkjunar- ævintýrinu urðu hjóm eitt og skýjaborgir? Aftur á móti hringdi fólk hvaðanæva að af landinu, og þakkaði fyrir að vekja máls á svo þörfú og aðkallandi máli. Það væri svo sannarlega meira en nóg komið af yfirgangi virkjunarsinna í umturnun lands og undirlægjuhætti við útlenda stóriðju. Nú þyrfti að bretta upp ermar og finna sér önnur markmið og aðrar leiðir. - Mjög uppörvandi viðtöl. - En heimafólk hér á þessu svæði þagði þunnu hljóði. - Hér á Norðurlandi vestra er þó ENNÞÁ kjörið svæði til að tengja saman fortíð og nútíð á glæsilegum grunni og björtum vonurn um gróandi þjóðlíf í tæknivæddum og upplýstum heimi velmenntaðs menning- arlegs samfélags. Eigum við ekki að reyna að stuðla að því að svo geti orðið? Guðríður B. Helgadóttir Rúnar Kristjánsson skrifar_________________ Um latmæli og leiðar villur Það er kunnara en frá þurfi að segja, að nú er opinberlega búið að setja latmælisnafn á heilt hérað. Þegar menn renna á mótorfákum sínum yfir Gljúfurárbrú á leið vestur í sýslu, blasir við á skilti nafnið Húnaþing vestra! I því nafni á líklega jafnframt að felast skírskotun til þess, að Húnaþing eystra hljóti að vera einhversstaðar til líka. Upp- runalegt nafn héraðsins er hinsvegar Húnavatnsþing, sem þýðir að héraðið er kennt við Húnavatn, þar sem Ingimundur gamli og menn hans fúndu birnuna með húnana og létu vatnið heita samkvæmt því. Ég játa það hiklaust að hér á árum áður notaði ég nafúið Húnaþing í máli, en hugsaði þá ekkert sérstaklega um þessa styttingu eða hvað hún táknaði. Seinna fór ég að veita þessu meiri athygli og þá fannst mér ótækt að viðhafa svo spillandi latmæli sem heiti á héraðinu. Þegar nafii héraðsins er orðið Húnaþing er stofúinn farinn úr nafngiftinni og jafnframt tengingin sem skýrir hana. Þá er líka vandséð hversvegna við sem héraðið byggjum eigum að heita Húnvetningar. Er þá ekki á næsta leiti sú merka uppgötvun að eðlilegra sé að við heitum Húnar! Ef latmælistilhneiging- in gengur svo langt í vitleysunni, fer sennilega að styttast í það að við héraðsmenn séum skil- greindir sem afkomendur Atla Húnakonungs og það jafnvel í beinan karllegg. Eiga þá Skagfirðingar ef til vill í framtíðinni að heita Skagar! Hvað með Engihlíðarhrepp, á hann að heita Engihreppur eða kannski Enginnhreppur eftir sameininguna við Blöndu- ós? Ég ræddi þessi mál eitt sinn við glöggan mann úr Svína- vatnshreppi. Honum fannst í fýrstu ekkert athugavert við nafnið Húnaþing og þótti mér sú afstaða skrítin þar sem í hlut átti að mínu rnati ljósgreindur maður. Ég benti honum á að stofn orðsins væri - vatns- og nafnið yrði í raun málleysa ef kjarna þess væri sleppt. Hann vildi ekki fallast á það. Ég spurði hann hvort við ættum þá að heita Húnar? Hann kvaðst ekki líta svo á, Húnvetningar værum við og Húnvetningar yrðum við áffam þrátt fyrir þessa orðliðkun. Ég spurði hann hvort honum fýndist ekki samræming í þ\á að tala annarsvegar um Húna- vatnsþing og Húnvetninga og hinsvegar um Húnaþing og Húna. „Jú, það gæti svo sem verið“ sagði hann, „en mér finnst þetta ekki skipta neina sérstöku máli“! Ég spurði hann þá hvort hann teldi eðlilegt að stofn fleiri orða yrði numinn brott á sama hátt til liðkunar máls? Hann kvað það vel koma til álita og spurði ég hann þá hvort honum fýndist eðlilegt að Svínavatnshreppuryrði hér eftir nefndur Svínahreppur! Ég er ekki ffá því að þá hafi honum brugðið nokkuð. Lét hann þó á litlu bera, enda hraustmenni til líkama og sálar. Hóstaði hann þó aðeins en kvaðst ekki telja þessi mál sambærileg. Égáleit engan mun þar á, héraðið væri kennt við Húnavatn og hreppurinn við Svínavatn. Félli sú tenging niður, gætu utanaðkomandi menn haldið að í héraðinu væru einhverjir Húnar búsettir og kannski svín í tilteknum hreppi! Viðmælandi rninn varð fár við og fór að ræða um annað. Latmæli leiðir iðulega til hreinna mállýta og oft verður málið flatt og fábreytt við slíkar styttingar. Bæjanöfn sýna þetta til dæmis, Kolþernumýri í Vesturhópi varð að Þernumýri og síðast að Mýri. Hvað ef hin frægu höfuðból Flugumýri og Víðimýri hefðu verið í Húna- vatnssýslum, væri þá kannski bara slett einfaldri Mýri í því sambandi? Ætti hin sögufræga Víði- dalstunga að detta niður í að heita bara Tunga? Þætti mönnum það til prýði, eða hvað? Nauðsynlegt er að gæta að réttu málfari og opinberir aðilar eiga auðvitað að vera þar fýrirmynd annarra. Það er hneisa að mínu mati að gera latmælisvillu að opinberu nafni á sveitarfélagi og menn væru menn að meiri ef þeir viður- kenndu það og breyttu málum í rétthorf- Húnavatnsþingvestra - takkfýrir! Rúnar Kristjánsson

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.