Feykir


Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 38/2005 Deilur í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafj. Ársæll bað Gísla afsökunar Við umræður um tillögu um starfslok sveitarstjóra á fundi í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar sl. fimmtudag bað Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri og oddviti Vinstri grænna samstarfs- mann sinn Gísla Gunnars- son, forseta sveitarstjórn- ar afsökunar. Gísli sem var flutningsmaður til- lögunnar frestaði í kjöl- farið afgreiðslu málsins. í bókun er Ársæll lagði fram segir. „í þeim deilum sem risið hafa á síðustu dögum í tengslum við beiðni mína um stuðning til námsferðar viðvíkjandi sveitarstjórnar- málum, hafa þung orð verið látin falla af minni hálfu annars vegar og forseta sveitarstjórnar hins vegar. Að því leyti sem ég var of þungorður í þeim orðaskiptum óska ég eftir að draga orð mín til baka og biðjast afsökunar. Þótt menn greini á þarf að gæta hófs í orðavali og framsetningu. Þá er á hitt að líta að ég tel mikilvægt að auðleysanleg deilumál verði ekki til þess að spilla samstarfi sem byggir á málefnalegum grunni og hagsmunum íbúa Skagafjarðar.” Gísli Gunnarsson tók þá til máls og lagði fram dagskrár- tillögu: „I ljósi þess að sveitarstjóri hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum og annar af tveimur sveit- arstjórnarfulltrúum Vinstri grænna er erlendis, leggjum við til að afgreiðslu á dagskrár- lið nr. 3 verði frestað til næsta fundar.” Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða en fulltrúar Fram- sóknarílokks og Skagafjarð- arlista sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar. Leiðari Hvað gerir Davíð? Krónan erofdýr. Erlend fjármálajyrirtœki gefa útskammtíma skuldabréf fyrri tugi milljarða í íslenskum krónum ogselja. Grœða á ofháugengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Við borgum fœrri krónurfyrir innfluttar vörur því krónan er sterk. Flytjum meira inn en út svo skiptir tugum milljarða. Útflytjcndur tapa; fáfœrri ogdýrari krónur fyrir sínar vörur. Samtá verðmcetasköpunin að standa undirgengi krónunnar. Seðlabankinn bregst við og hœkkar stýrivexti. Vaxtahœkkun hvetur til eyðslu því hún styrkir krónuna sem verður enn dýrari. Önnur eyðsluhvetjandi afleiðing er að vextir langtímálána cru itiun lœgri en skammtímaJána. Langtímalánin eru að stórum hluta fjármögnuð með erlendutn lántökum. Pcirskilja þetta ekki í Seðlabankamnn. Vonandi útskýrir Davíð þcttafyrir þeini, lœkkar stýrivexti og eykur jjárbindingu í bönkunum. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Útgefandi: Feykirhf Skrifstofa: Aðalgötu 21, Sauðárkróki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdís Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ébyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Simi 455 7100 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson feykir@krokur.is Sími 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasötuverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Hinirsömu sf. Prentun: Nýprent ebf. Hvammstangi______________ Matvælabasar vinsæll Krabbameinsfélag Hvammstangalæknis- héraðs hélt matvæla- basar í félagsheimilinu á Hvammstanga síðastliðinn föstudag, þar sem til sölu var blóðmör, lifrarpylsa, kartöflur, kökur o.fl. Matvælabas- arinn er haldinn á tveggja ára fresti og nýtur vaxandi vinsælda. Starfssvæði félagsins er Vestur Húnavatssýsla og Bæjarhreppur í Strandasýslu en hlutverk félagsins er m.a. að styðja tjárhagslega við bakið á Geir formaður og Helga gjaldkeri taka á móti greiðslu á basarnum. fMynd: KÁS) einstklingum í héraðinu sem greinst hafa með krabbamein. Auk þess hefur Krabbameins- félag Hvammstangalæknis- héraðs á undanförnum árum, gefið Heilbrigðisstofhunjnni Hvammstanga ýmis tæki og búnað, sem nýtast við rannsóknir og umönnun sjúklinga. Jafnframt því að halda basar annað hvert ár, hefur félagið selt merki K.í. og á síðasta ári voru seldir pennar til fjáröfl- unar auk minningarkorta félagsins sem eru til sölu allt árið. Á síðastliðnu ári barst félaginu veglegur fjárstyrkur ffá Menningarsjóði Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Allt starf við fjáröflun er unnið í sjálfboðavinnu og hefur félagið notið hjá einstaklingum og fýrirtækjum, má þar nefna Kaupfélag Vestur Húnvetn- inga, sem gaf allt hráefni til sláturgerðarinnar. Lögreglan á Sauðárkróki_ Óku á hrosshaus Það óhapp vildi til er lögreglubíll var að sækja kjörgögn í Hólahrepp hinn forna sl. laugardag að brúkunarhross var fyrir bílnum á veginum. Með snörum viðbrögðum tókst ökumanni að afstyra stórslysi en þó slóst haus hrossins utan í lögreglubi- freiðina. Bóndi, eigandi hrossins, var kvaddur á vettvang. Mæt- ti hann vopnaður og undir það búinn að aflífa gripinn en svo lánlega vildi til að þess þurfti ekki þegar á reyndi. Virtist hrossið hafa borið lít- inn skaða af höfuðhögginu og sömuleiðis sá lítið á bíl lög- reglunnar á Sauðárkróki. Að sögn Björns Mikaels- sonar yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki var um að ræða 24 vetra gamlan klár sem sennilega hefur verið á móti sameiningarkosningum. Hofsós Sparkvöllur vígður að viðstöddu fjölmenni Lilja Dóra og Grétar búin að klippa á borðann og viðstaddir fagna með lófataki. Mynd ÖÞ. Nýi fótboltavöllurinn á Hofsósi var formlega tekinn í notkun sl. föstu- dag en bygging hans er liður í sparkvalla átaki sem Knattspyrnusam- band íslands beitti sér fyrir. Það var framkvæmdastjóri KSÍ Geir Þorsteinsson í fjar- veru Eyjólfs Sverrisonar sem lýsti völlinn formlega tekinn í notkun eftir að tvö börn höfðu klippt á borða afþessu tilefni. I ávarpi sem Geir flutti við þetta tækifæri beindi hann einkum orðum sínum til barna og unglinga og hvatti þau eindregið til að nýta sér völlinn og þá góðu aðstöðu sem yrði til með tilkomu hans. Hann lét þess getið að gervigrasið á vellinum \'æri þýskt og það besta sem völ væri á nú. Hann afhenti bolta að gjöf bæði til Ungmennafélagsins Neista og grunnskólans sem hann sagðist vona að nýttust vel í framtíðinni. Þágat hann þess að styrktaraðilar KSI \'ið þetta átak væru KB- Banki, Eimskip,VÍS og Olís og voru fulltrúar fyrirtækjanna viðstaddir athöfnina sem og fjölmargir íbúar Hofsóss og nágrennis. Það kom fram í ávarpi fulltrúa svetarfélagsins að það hefði sarnið við ungmenna- félagið um margvíslega vinnu við gerð vallarins og hefðu ungmennafélagar skilað því með prýði og fjölmargir félagasmenn hefðu komið þar að verkið. Völlurinn sem staðsetttur er milli grunnskólans og félags- heimilisins er 33x18 metrar að stærð. Hann er eins og áður sagði lagður ger\'igrasi og undir því er hitalögn þannig að hægt verður að hita völlinn upp þegar heitavatnið kemur til Hofsóss. Utanum völlinn er grindverk og t\'eir ljósastaura við hvora hlið sem gerir mögulegt að nýta völlinn bæði í skammdeginu og á kvöldin. Að sögn Þorgils Pálssonar formanns Ungmennafélagsins Neista mun þessi framkvæmd gerbreyta aðstöðu til íþrótta- iðkunar á Hofsósi og hefur völlurinn verið mikið notaður af ungu kynslóðinnni í staðn- um undanfarið. ÖÞ:

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.