Feykir


Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 38/2005 Spjallað iíið Halldóru Jónsdóttur á Siglufirði Sá hefur ekkert sem þorir engu Það er almælt hér á Siglufirði að fáir ef enginn hefur skilað jafnmiklu til samfélags- ins á félagsmálasviðinu og hún Halldóra Jónsdóttir. Halldóra hefur um tíðina staðið framarlega í starfi margra félaga í bænum, þó þekktust séu störf hennar í þágu Varnar kvennadeilc Siglufirði. Sjálf segir Halldóra að árangurinn sem orðið hafi hjá þessum félögum sínum sé ekki sér að þakka, heldur því frábæra fólki sem hún hefur unnið með og því góða fólki sem býr í bænum og stutt hefur dyggilega við starf félaganna. „Ég er þakklát fyrir það að hafa verið ýtt til forustu og hafa þetta góða fólk á bak við mig. Fyrst mér var sýnt þetta traust, þá var ég ekki ofgóð að reyna að gera eitthvað. Þetta var mjög skemmtilegt og það er ómetanlegt að hafa kynnst í gegnum þetta félagsstarf góðu og skemmtilegu fólki um allt land og eignast það að vinum. Það hefur verið sagt um mig að ég komi ýmsu áfram með frekjunni og hálp annarra, en ég hef alltaf sagt, að maður hefur ekkert ef maður þorir engu.“ „Það var einhverju sinni þegar ég var stödd fýrir sunnan á Hótel Sögu á flokksþingi framsóknarmanna og á tali við einn þingfulltrúanna, sem spurði mig hvort ég væri innfæddur Skagfirðingur, að ég svaraði: nei ég er Húnvetningur. Þá er bankað í r slysavarnarfélagsins og bakið á mér, og kominn Stefán Guðmundsson, „hvað er að heyra í þér Halldóra, þú ættir nú að vita að þú ert ekkert nema Skagfirðingur“, sagði hann. Ég fæddist í Þverárdal, sem var býli upp af Húnaveri og sást vel af veginum þegar kornið var niður gamla veginn í Bólstaðarhlíðarbrekkunni. Foreldrar mínir áttu jörð- ina, Jón Björnsson, Sveinsson- ar og Finney Reginbalddóttir frá Látrum í Aðalvík. Þarna var ég fyrstu tólf vikur ævinnar, en þá keyptum við Sjávarborg við Sauðárkrók af Árna Daníels- syni sem var að flytja til Ameríku ásamt fjölskyldu sinni. Það var enginn vegurinn kominn yfir fjallið til Skagafjarðar á þessum tíma, og mér er sagt að Skarphéðinn Einarsson nágranni okkar, maður Halldóru Jónsdóttur sem ég heiti í höfuðið á, hafi reitt mig á hnakknefinu fýrir frarnan sig, litlu hnátuna. Við vorum svo ekki nema finnn ár á Sjávarborg, en þá kemur Árni til baka frá Ameríku og vildi kaupa Sjáv- arborg að nýju. Pabbi keypti þá Rauðakrossdeildarinnar á Heiði í Gönguskörðum og þar bjuggum við svo næstu tíu árin. Heiði keypti pabbi af Þorbirni Árnasyni sem þá fór á Geitaskarð í Langadal. Ég man nú ekki mikið eftir mér á Sjávarborg, en þó það að við vorum á leiðinni þaðan upp í Gönguskörðin, það var einhver sem reiddi mig fýrir ffarnan sig á veginum frá Sjávarborg. Skólagangan á þessum tíma var ekki merkileg, farskóli til skiptis á bæjunum í Skarðs- hreppnum, Heiði, Veðramóti og Sjávarborg. Svo fór ég í framhaldskólann á Króknum, semþáhétlíklegaunglingaskóli, en fékk seinna rétt til að útskrifa gagnfræðinga. Ég hélt til á Króknum hjá Steindóri Jóns- syni smið og Maríu Pálsdóttur. Það var nokkuð ströng umsjón með mér á þessum tíma. Ég varð að fara að sofa snemma á kvöldin og fékk ekki að taka þátt í því þegar skólafélagarnir voru að leik í og við Gúttó, sem var þarna alveg við hliðina. Við fluttum svo frá Heiði á Krókinn, þegar ég var 15 ára gömul. Ég átti yndisleg og spennandi unglingsár á Króknum. Mín aðalvinkona var Gýgja, dóttir Snæbjörns í Bakaríinu og Ólínu, og ég var því fastagestur í bakaríinu sem var eins og umferðarmiðstöð í Gamla bænum á Króknum. Ég átti líka einstaklega góða foreldra og ég skil ekki hvernig mamma gat þolað það þegar við Gýgja sátum uppi á eldhúsbekknum heima, sung- unr hástöfum og slógum fótunum utan í skúffurnar, sem undirspil", segir Halldóra, en því má skjóta hér inn í að systurnar í bakarínu voru mjög tónelskar og þeirra þekfrtust á því sviði Snæbjörg Snæbjarn- ardóttir, sem um árabil stjórnaði Skagfirsku söngsveit- inni í Reykjavík. „Fljótlega eftir að við komum á Krókinn keypti pabbi Hótel Tindastól, sem herinn svo ytirtók þegar hann kom á Krókinn. Pabbi var bara beðinn vel að lifa, herinn þyrfti á þessu húsnæði að halda.“ - Var eitthvað um frekara nám hjá þér að ræða? „Já ég fór suður í Kvenna- skólann, húsmæðradeild, og raunar skil ég það ekki ennþá hvernig foreldrar mínir þorðu að leyfa mér að fara í skólann og það á stríðsárunum, en ég var eina barnið, og sjálfsagt voru þau effirlátari þess vegna. Það er til mynd af mér frá þessum tíma þar senr ég sit út við glugga. Börnin mín fundu það út að þetta hafi ég gert til að stelast út á kvöldin, en það var nú ekkert um það“, segir Halldóra og hlær. -En hvað réði því svo að þú fórst til Siglufjarðar? „Ég þekkti til hérna og gat fengið vinnu á sjúkrahúsinu. Ætlunin var svo að fara í hjúkrunarnám ef mér líkaði vel þessi störf. Ég kunni strax vel við mig hérna, eignaðist kunningja í hópi unglinga, og leist vel á bæjarlífið. Það var svo um jólin sem ég fór ásamt vinkonu minni á ball á Hótel Höfn. Ég veitti athygli háum ljóshærðum pilti sem gekk inn í sálirin og spurði vinkonu mína hver þetta væri. „Það þýðir ekkert fyrir þig, ég þekki hann þennan“, sagði hún, en það atvikaðist sarnt svo að kynni tókust með okkur á þessu balli og síðan höfum við haldið saman, ég og Jóhannes Þórðarson, en á þessum tíma var hann í iðnnámi á Akureyri. Faðir hans var fluttur upp á Sauðárkrók, og þangað kom hann á eftir mér í nokkur skipti, undir því yfirskyni þá að vera að hitta pabba sinn. Mér líkaði ágætlega vinnan á sjúkrahúsinu og þetta var líflegur og skemmtilegur vinnustaður, þó svo að ég veiktist þarna urn veturinn og þyrfti að fara heim. Við bjuggum tvær vinkonurnar í húsi við sjúkrahúsið. Það var líkhús öðru megin og þvottahús niðri, en tvö herbergi á efri hæðinni og í þeim bjuggum við vinkonurnar. Og svo hélt hann því fram prakkarinn þarna í stólnum (nikkar höfðinu til Jóhannesar) að það þyrfti einhvern til að passa mig fýrir draugaganginum þarna. Það var sem sagt svolítill flækingur hjá okkur á milli Siglufjarðar og Króksins á þessurn tíma, og einu sinni þegar ég þurfti að fara í hendingskasti á Krókinn til að leysa vinkonu mína af við afgreiðslu í einni af mörgu búðunum þar við Aðalgötuna, þá settum við Jóhannes upp hringana í miklum flýti áður en við fórum. En það varð nú Halldóra Jóns og Finneyjar ásamt vinkonu sinni Boggu Munda Möggu Valda Garös.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.