Feykir


Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 38/2005 Undir Borginni - Rúnar Kristjánsson skrifar Þióðleaur skáldsKapur Efldu þinn andlega forða, opnaðu hin þjóðlegu ker. Hugaðu að œttfrœði orða, íslensk sé tungan í þér! Allir þeir sem fást við þjóðlegan skáldskap, vita eða eiga að vita að orðum öllum má skipta í þrjá flokka eftir samstöfufjölda. Þar á ég við einliði, tvíliði og þríliði. í sjálfu sér er þar ekki um flókið mál að ræða. Hvert orð með aðeins eina samstöfu nefnist einliður, tvíliður er með tvær samstöfur, þríliður þrjár. Þau orð sem gerð eru úr fjórum samstöfum eru tvöfaldir tvíliðir,en fimm samstöfu orð eru samsett úr tvílið og þrílið. Á sama veg flokkast þau orð sem eru lengri en þetta. innan einliðaættarinnar getum við staðsett stúforð, hvikorð, einkvæða forliði, hrynbrjóta og sporðliði, en hvernig slíkt fer í ljóðum er álitamál í mörgu. Þó eru hrynbrjótar yfirleitt hrein og bein braglýti, enda ekki nefndir svo að ástæðulausu. Tvíliðaættin er aðalháttur íslenskrar tungu eins og flestir vita sem spá í orð og orðnotkun. Frumliðir tvíliða þykja oft fegurstir í ljóðmáli, en forskeyttir tvíliðir eru ekki eins liprir, enda eru þeir taldir með stæltum tvíliðum. Þá er átt við tveggja stofna tvíliði. Þeir skiptast í tvo flokka, röddunga og samhljóðunga sem hafa sín sérstöku einkenni. Heldur er þar um stirða liði að ræða. Frumliðabræður eru tvíliðir sem verða til úr tveimur einliðum. Þeir geta komið ágætlega út í kveðskap eins og dæmin sanna. Sporðliðir tvíliða eru endingarorð og hafa þar af leiðandi engan stofninn. Þeir skiptast í tvo flokka, fasta og lausa sporðliði. Ekki er mikil prýði að þeim og ætti að varast að nota þá mikið. Tvíkvæður forliður er visst vandamál í kveðskap og best að hann sé sem lægstur og fylgi ekki rómhæð eða áherslumarki ( hákveðu). Tvíliður sem kemur t.d. aftan við þríliðar-hendingu heitir sniðorð. Þegar slíkt gerist í hendingum er talað um að þær séu sneiddar. Þríliðaættin hefur sína frumliði og geta þeir farið vel í skáldamáli, jafnvel sem endarím. Þeir eru einstofnungar.þ.e. aðáherslan hvílir á einni samstöðu og tvær aðrar eru áherslulausar. Forskeyttir þríliðir greinast eins og stæltir tvíliðir, í röddunga og samhljóðunga. Áherslan dreifist í slíkum tilfellum eins og með tvíliðina. Frumliðabræður þríliða fara vel í kveðskap og eru ekki ósvipaðir frændum sínum í tvíliðaættinni. 1 viðbót við nefnda þríliði sem eru allir einstofna eru bæði til tví og þrístofna þríliðir. Þeir eru stæltir og hafa dreifða áherslu. Áhersluatkvæðið er þá aftast. Tvístofnungar þríliða eru ýmist samstofnungar eða gisstofnungar. Það kemur fýrir að gisstofnungar missa ættareðli sitt í kveðskap og stundum er það hið besta mál. Sama getur gilt um þrístofnunga. Sporðliðir þríliða eru svipaðir og aðrir sporðliðir, sjaldnast til fegurðarauka í máli. Tíningar- þríliðir eru að jafnaði þróttlausir og þríkvæðir forliðir fara auðvitað ekki vel í ljóðmáli. Málsmeðferð getur alltaf verið fjölbreytt og sumir hafa lag á því að leika sér með orðaættirnar í kveðskap nokkuð jöfnum höndum. Þó mun tvíliðahneigðin vera sterk í flestum hagyrðingum og oftast eru endarímsorð einliður eða tvíliður. Illugadrápa eftir Stephan G. er þó öll ort með þríliðum í endarími og er þar hver hending annarri betri. Kvæðið rís hærra og hærra allt frá byrjun og þriðji kaflinn fer upp í efsta bláhimin skagfirskrar bragsnilldar. „Illugi á söguna stutta en göf- ug-a.“ Margur lifir lengur en yngsti sonurinn frá Bjargi og vill þó oft vanta mikið á göfugleikann í lífi manna. En saga þarf ekki að vera löng til að verða göfug. Nokkur fleiri kvæði eru til með þríliða-endarími, en mér fmnst Illugadrápa hápunktur þeirrar viðleitni. Ég hvet hinsvegar alla þá sem fást við kveðskap að gefa gaum að þeim möguleikum sem felast í notkun þríliða. Þeir hafa ef til vill verið nokkuð vannýttir til þessa í braglist. Tvíliðirnir hafa löngum haft vinninginn þar sem skiljanlegt er. Þó notkun þríliða í endarími sé auðvitað vandasöm ef vel á að fara, felst áskorun í því að glíma við þá og menn eiga að taka slíkri áskorun hiklaust og þróa braglistina áfram eins og frekast er kostur. Nýtast má það nýliðum að ncera sig á fríliðum. En traust er betra að tvíliðum og tign í sumum þríliðum. * ** Rúnar Kristjánsson Sveitarstjórnarmál í Skagafirði Yfirlýsmg Vegna þeirrar stöðu sem uppi er í sveitarstjórn Skagafjarðar vilja fulltrúar Framsóknarflokksins í sveitarstjórn koma eftirfarandi á framfæri: Fyrir síðasta sveitarstjórn- arfundi lá fýrir tillaga frá Gísla Gunnarssyni forseta sveitar- stjórnar um uppsögn Ársæls Guðmundssonar sveitarstjóra. Eins og kunnugt er var afgreiðslu tillögunnar frestað. Búist var við að yrði sú tillaga samþykkt kæmi fram vantraust á Gísla Gunnarsson forseta sveitarstjórnar og hafði hann beðið um hjásetu framsókn- armanna við þá tillögu. Komi til þess að tillaga Gísla Gunnarsson um starfslok sveitarstjóra komi til atkvæða í sveitarstjórn munu fulltrúar Framsóknarflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Ákv- örðun um uppsögn sveitar- stjóra verður algjörlega á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Verði í framhaldi af þeirri atkvæðagreiðslu flutt vantraust á forseta sveitarstjórnar munu fulltrúar Framsóknarflokksins ekki sitja hjá nema til komi skrifleg yfirlýsing frá Sjálf- stæðisflokknum um framgang eftirtalinna mála: 1. Virkjanir sem rcett hefur verið um verði teknar inná aðalskipulagstillögu. 2. Iðnaðarlóðir í Viðvíkursveit verði tryggðar inná aðalskipu- lag. 3. Sett verði í gang vinna til að kanna alla tnöguleika á því að klára Árskóla m.a. með því að kanna möguleika á einka- framkvcemd. 4. Verkefnið “Hús frítímanns” verði endurvakið. Ekki hafa verið sett skilyrði sem snúa að legu Þverár- fjallsvegar inn í Sauðárkrók eða um staðsetningu sorp- urðunarsvæðis. Framsóknarflokkurinn mun ekki leita eftir myndun nýs meirihluta við núverandi aðstæður í sveitarfélaginu Skagafirði, en lýsir vilja til viðræðna allra flokka um hvernig stjórna beri sveitar- félaginu út kjörtímabilið. Fulltrúar Framsóknarflokks í sveitarstjórn Skagafjarðar HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR Sérfræðikomur í október og nóvember Vika Nafn Sérgrein 42 Haraldur Hauksson æöaskurólæknir 43 Anna Helgadóttir kvensjúkdómalæknir 45 Bjarki S. Karlsson bæklunarskurðlæknir 46 Edward Kiernan kvensjúkdómalæknir 47 Siguróur Albertsson alm. skurölæknir Tímapantanir í síma 455 4022. Heilbrigðisstofnunin Sauóárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.