Feykir


Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 7
38/2005 Feykir 7 Guðmundur I/altýsson skrifar_ Vísnaþáttur 415 Heilir og sælir lesendur góðir. Ágætt að byrja þáttinn okkar að þessu sinni með þessum sannlei- ka Aðalsteins Valdimarssonar frá Strandseljum. Margur enn af ágirnd kvelst ekki lífskjör jafnast. Flestallt sem aðfémœtt telst á fáar hendur safnast. í síðasta þætti fór ég þess á leit við lesendur að fá vísur eftir Þormóð Pálsson, hjá þeim sem þær kyn- nu. Hef ég nú fengið ágætt bréf frá Skagfirðigi, sem reyndar er nú búsettur fyrir sunnan. Hefur hann áður látið í ljós ánægju með þáttinn og oft sent vísur til birtin- gar. Bestu þakkir fyrir það. Þrjár vísur sendi hann mér nú eftir Þormóð; er reyndar ein af þeim lokavísa síðasta þáttar. Ekki veit ég um hverja Þormóður yrki svo en vísan mun vera gerð eftir 1965. Eftir liðið ceskuvor eydd og klakasorfttm, eru beggja brœðra spor burtu tnáð og horftn. Önnur vísa kemur hér eftir Þor- móð. Velt er þúfti, vantar stein, verði fornra kynna. Standa fjöllin eftir ein œskuvina minna. Skagfirðingurinn Kristán Árna- son er höfundur að næstu vísu. Breytnina að vattda er vert vegsemd af því grœðist. Enginn getur að því gert út afhverjum fœðist. Hinn snjalli prestur og hagyrð- ingur í Hveragerði, Helgi Sveins- son, mun hafa ort þessa. Geislar skarta ránar rönd rökkrið svarta brettnur. inn í hjartans leyni lönd Ijósið bjarta rennur. Oft er gaman að alls konar glett- um er fara manna á milli ef til- efni gefast og taka þá hagyrðingar oft þátt í gríninu. Eitt sinn var til frásagnar á Blönduósi að un- gur og myndarlegur maður þar úr kaupstaðnum, sem reyndar hafði að sumra áliti þann galla að hafa misst útúr sér talsvert af tönnunum, brá sér á dansleik og mun eftir því sem sagan segir hafa komist í kvnni við heimasætu úr Svínadal. Án þess að nokkuð væri vitað nánar um það næturævintýri barst sagan til Blönduós ogTómas R. Jósson fékk efni í eftirfarandi vísu til unga mannsins. Kauptu íþiggóm, þá er katmski von, að konurþér bjóði á ástarfund. Hann vill ekki tanttlausan tengdason tignarbóndinn á Syðri Gruttd. Okkar góði vinur og ágæti ha- gyrðingur, Þórarinn Þorleifsson, sem nú er nýlátinn, heyrði vísu Tómasar og taldi rétt að gera smá athugasemd við skeyti það sem sonur hans hafði fengið. Ef unga fljóðið eignast mann œtt’ann að blessa þeirrafuttd og alls ekki skoða upp í hann óðalsbóndinn á Syðri Grund. Nokkru síðar er svo háttaði til hjá Tómasi að kona hans dvaldi fjarri heimili þeirra um skeið, sendi hann unga manninum eftirfaran- di beiðni. Konulaus ég kúri eintt króktta setm í valnum. lánaðu tnér langi Sveinn læri úr Svínadalnum. Fljótt mun vísan hafa borist fram í Torfalækjarhrepp og eftir að þan- gað var komið mun Óskar Sig- urfinnsson, bóndi í Meðalheimi, mágur verðandi brúðguma, hafa ort svo. Þó konuleysi, kuldi og sút karlmenn nái að þvinga. Þau eru lítið lánuð út lœri Svíndœlinga. Var nú allt kyrrt um sinn en eftir að þau tíðindi spurðust að hinn ungi Sveinn hefði sést með annari konu orti Tómas. Hefur eignast efni ífrú ungurfríður halur. Harmi lostinn hnípir ttú hálfur Svínadalur. Ekki fór svo illa sem á horfðist og Óskar í Meðalheimi gat með næstu vísu huggað flesta aðstan- dendur þessa harmleiks. Bráðutn gróa gömul mein gleymir tneyja halttum. Þó að einhver syrgi Svein sér það ekki á dalnutn. Gaman finnst mér að þessum glettum og væri gaman að ná frá eldra fólkinu einhverju af því sem það kann áður en það verður um seinan. Miðað við núverandi tiðarfar er tilvalið að birta þessa ágætu haus- tvísu Rósbergs G. Snædal. Blakta á hœðutn héluð strá hemaflœði og tjarnir. Vilja mœða veikutn á vetrarnœðingarnir. Að lokum langar mig til að vita hvort hægt er að fá frá lesendum upplýsignar um hver er höfundur eftirfarandi vísu. Mörg er lýsing manna skráð en tnín er vísan þessi. Heilladísir Ijóss um láð leið þér vísi og blessi. Verið þar með sæl að sinni. Guðtnundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. íþróttafréttir Körfuknattleikur 1. deild karla Tindastóll Sigur í fyrsta leik Undastóll sigraði Stjörnuna í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta á sunnu- daginn. Leikið var í Síkinu og bar leikur Stólanna þess merki að um fyrsta leik liðs- ins var að ræða í haust. Stjörnumenn komu sprækir til leiks og komust í 4-11 á meðan lítið gekk hjá heimamönnum í byrjun leiks. Svavar og Haywood komu Stólunum inn í leikinn með ágætum skotum auk þess sem Helgi Rafn hleypti lífi í varnarleikinn eins og honurn einum er lagið. I öðrum leikhluta sigu heimamenn framúr og náðu 9 stiga forystu. Leikmenn Stjörnunnar voru þó ekki af baki dottnir og minnkuðu muninn í eitt stig fýrir hlé. Staðan í leikhléi 33-32. Lið Tindastóls spilaði fínan körfubolta í þriðja leikhluta og völtuðu yfir Stjörnuna. Stólarnir gerðu 16 fýrstu stigin í leikhlutanum og gerðu í honum 27 stig á meðan Stjarnan gerði 6. ísak og Kiddi Friðriks kontu sterkir inn og leikgleðin í fýrirrúmi. Hvað eftir annað stálu Hvammstangi Síðasta laugardag var haldið svokallað Æsku- sund á Hvammstanga en þar etja kappi í þrem aldursflokkum sund- fólk frá fjórum héraðs- samböndum. Til leiks mætti sundfólk frá UMSB, HSH, UMSS og Sundfélaginu Húnum, alls um 50 keppendur. Keppnin fer þannig frarn að tvær stúlkur og t\'eir strákar keppa lýrir hvert héraðssamband í hveijum aldursflokki. strákarnir boltanum af leikmönnum Stjörnunnar sem vissu vart hvort þeir voru að koma eða fara. Staðan 60-38 eftir þriðja leikhluta. Leikur Stólanna umpól- aðist hins vegar í íjórða leikhluta og virtist hreinlega sem leikmenn hefðu klárað bensínið í leikhlutanum á undan. Stjarnan pressaði og hvað eftir annað mistókst heimamönnum að korna boltanum yfir ntiðju á tilskildum tíma og Stjarnan gerði ódýrar körfur. Þegar unt 5 mínútur voru eftir að leiknum var munurinn kontinn í 10 stig og áfram héldu leikmenn Stjörnunnar að minnka muninn. Kiddi tók þá tvær 3ja stiga körfur með skömmu millibili og minnkaði pressuna. Að lokum fór svo að Stólarnir náðu að auka forskotið og sigruðu nökkuð örugglega, 75-64, þrátt fýrir nokkurt kæruleysi undir lokin. 1. DEILDIN ÍKÖRFUBOLTA íþróttahúsid á Sauðárkróki TINDASTÓLL 75 STJARNAN 64 Stig Tindastóls: Svavar23, Haywood 21, Kiddi 11, ísak 7, Helgi Rafn 7, Bjarni 4 og Balclur 2. Úrslitin urðu þau að Borgfirðingar sigruðu nteð miklum yfirburður hlut alls 357 stig. í öðru sæti urðu Skagfirðingar með 173 stig, Sundfélagið Húnarhlaut 161 stigog Snæfellingar 134. Keppendur Sundfélags- ins Húna stóðu sig með ágætum, en þar sem Húnar áttu ekki keppendur í öllum flokkum urðu stigin ekki fleiri en raun bar vitni. Heimild: Húnahornið Stúlkurnar byrja vel Tindastólsstúlkur fengu lið Fjölnis frá Reykjavík í heimsókn á laugardag- inn í fyrstu umferð 2. deildar kvenna í körfu- bolta. Fjölnisstúlkur reynd- ust ekki mikil fýrirstaða að þessu sinni en Tamikka Williams var að spila í fýrsta sinn með Stólunum og átti frábæran leik, gerði 33stig, tók 15 fráköst og stal 9 boltum auk þess að verja 1 skot. Lokatölur urðu Tinda- stóll 74 Fjölnir 33. Stig Tindastóls: Tamikka 33, Sig- rún 12, Sigríður 9, Brynhildur 6, Þóra6og ÞórunnB. Skákfélag Sauðárkróks íslandsmót Skákfélaga fór fram í Reykjavík um síðastliðna helgi og hefur mótið aldrei verið fjölmen- nara og sterkara, en fjölmar- gir erlendir skákmeistarar tóku þátt að þessu sinni. Alls sátu um 400 manns að tafli að þessu sinni. Skák- félag Sauðárkróks sendi að venju lið í fjórðu deild en þar voru 30 sex manna sveitir. Að loknum fýrri hluta keppninnar er Skákfélagið í 12 sæti, sem er mjög viðu- nandi árangur. Bestum árangri einstakra keppenda náðu Guðmundur Gun- narsson sem telfdi á fjórða borði og Davíð Örn Þor- steinsson, sem telfdi á sjötta borði, en báðir fengu þeir þrjá vinninga af fjórum mögulegum. Tekur Eyjólfur við landsliðinu? Senn hætta að öllum lík- indum félagarnir Ásgeir og Logi sem þjálfarar íslenska fótboltalandsliðsins. DV segir frá því að heyrst haft að KSÍ hafi áhuga á að Eyjólfur Sverrisson taki við. Æskusundið smáauglýsingar Sendid smáauglýsingar til frírrar birtingar á ieykir@krokur.is Flóamarkaður Flóamarkaðurinn verður fyrstu helgina ínóvember. Nánar siðar. Kvenfélag Sauðárkróks. Tapað - fundið Bíllykill afSubaru tapaðist á Sauðárkróki eða Varmahlíð! Vinsamlega látið mig vita efþið finnið hann i síma 8612528 Til sölu Suzuki Grand Vitara árgerð 1998 tilsölu. Litur grásans, ekinn 115 þúsundkm. Mjög velmeð farinn. Upplýsingar í sima 899 4016. Jón Grétar. Hjól í óskilum Hvítt og blátt kvennmannsreiðhjól tapaðist við Hásæti 5 á Sauðárkróki fDvalarheimili aldraðra). Finnandi hafi samband við Tamöru.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.