Feykir


Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 5

Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 5
38/2005 Feykir 5 íbúar á Norðurlandi vestra Sameiningu sveitar- félaga hamað ekkert úr því að ég færi í hjúkrunarnámið, þótti ekki gáfulegt á þessum tíma, þegar fólk var búið að festa sig og kornið með heimili.“ - En kynntist þú þá ekki síld- arævintýrinu á Siglufirði? „Nei, en hinsvegar var ég búin að vera i síld á Króknum, eins skrítið og það er nú. Það var hjá Gísla Vilhjálmssyni sídar- spegúlanti, á plani þar sem gamla bryggjan var, beint niður undan Gamla bæjarhlutanum á Króknum.“ - Og svo byrjar búskapurinn hérna á Siglufirði? „Já við leigðunr fyrsta árið, en svo fengurn við okkur lóð hérna við Hverfisgötuna og Jóhannes byrjaði að byggja, og var meira að segja svo stórtækur að það voru byggðar tvær hæðir. Við fórum okkur reyndar hægt, eftir efnurn og ástæðum, byrjuðum á því að innrétta niðri og bjuggum þar nokkurn tíma, meðan gengið var frá effi hæðinni.“ Nú skýtur Jóhannes því inn í að það hafi komið sér vel á þessunr tírna hvað Halldóra hafi átt mörg hross í Skagafirðinum. „Já ég átti svo frábæra foreldra, að pabbi var alltaf að spyrja mig hvort hann væri nokkuð búinn að borga mér hrossin. Svei mér þá ef hann var ekld búinn að borga sama hestinn oftar en einu sinni. Ja það er ekki öllum gefið að selja sama hestinn margsinnis“, segir Halldóra og hlær. - Og kynntistu strax félags- lífinu hérna í bænum? „Já það var óskaplega mikið félagslíf hérna. Á þessum árum var Skagfirðingafélagið hérna mjög líflegt og ég var formaður þar í talsverðan tíma. Við héldurn stór og mikil þorrablót og árshátíðir að vetrinum og á vorin var svo farið suður í skógræktina og gróðursettar plöntur. Þá var bílaeignin ekki mikil, en við yngra fólkið röðuðum okkur á bflpallinn hjá Stefáni Guðmundssyni vörubílsstjóra, sem var einn Skagfirðinganna, og svo ekið í gegnum bæinn suður eftir, og allir syngjandi og öskrandi á pallinum. Þetta var svo skemmtilegt að stemningin eginlega óslýsanleg, og börnin okkar nutu þess svo þegar þau urðu fullorðin sem við gerðum saman suður í skógræktinni, og þangað fóru þau svo nteð börnin sin.“ - Það er fullyrt að þú hafir staðið á bak við það að slysavarnarfélagið og Rauði krossin eignuðust sitt eigið húsnæði hérna í bænum? „Já það var ansi mikil barátta t.d. þegar við eignuðumst húsnæðið við Tjarnargötuna, sem kvennadeildin Vörn og björgunarsveitin Strákar komu sér upp saman. Það kom til min maður og sagði að það væri hægt að fá þetta húsnæði, sem þá var í ákaflega lélegu ástandi og í raun var þetta ákaflega djarft að ráðast í þetta. En það réð miklu að vinir mínir Eyþór heitinn Hallsson og Sverrir Sveinsson, voru ákaflega greiðfúsir að láta húsnæðið af hendi. Mér fannst ekki hægt að vera á hrakhólum með þessi félög. Björgunarsveitin Strákar voru t.d. á þessum tíma einungis með lélega aðstöðu út við Hafnarbryggju og það var lögð höfuðáhersla á að koma upp góðri aðstöðu fyrir Stráka á neðri hæð hússins, áður er kvennadeildin innréttaði sinn hluta á efri hæðinni. Og það var rnikill gleðidagur þegar húsið var vígt.“ - Þú hefur fengið ýmsar viðurkenningar fýrir störf þín að félagsmálum? „Já það kom nú kona til mín síðasta sumar og horfði hér upp um alla veggi. Ég skyldi ekkert í því afhverju hún gerði þetta, þar til hún spurði mig hversvegna í ósköpunum ég væri ekki með heiðursmerkin mín uppi á vegg? Ég sagði henni að það dytti mér ekki í hug, því þá væri ég að monta mig af þeim“, sagði Halldóra urn leið og hún lætur til leiðast að sýna blaðamanni, Fálka- krossinn og gullmerki og heiðursviðurkenningar bæði frá Slysavarnarfélaginu og Rauðakrossinum, ásamt kveðjuskildum frá samstarfs- fólki sínu í tilefni 80 ára afmælisins 2001. Og greinilegt var að Halldóru þykir ekki síður vænt urn þennan vinavott en Fálka- orðuna. Og þá kannski sér- staJdega um fallega heiðursgjöf sem for\'ígismanni Slysva- varnafélagsins áskotnaðist á Norðurlöndunum, en vildi endilega að Halldóra fengi, enda væri hún betur korninn að slíkri heiðursgjöf en hann sjálfur. Yfir þessu göfuglyndi félaga síns í forustusveit Slysa- varnarfélagsins átti Halldóra engin orð. -ÞÁ íbúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra höfn- uðu sameiningu í kosn- ingum á sunnudag. Niðurstöðurnar sýna í grófum dráttum að meiri andstaða er í fámennum sveitarfélögum en fjöl- mennum og lítill áhugi reyndist fyrir kosn- ingunum í fjölmennari sveitarfélögunum. Ibúar sveitarfélaganna í Skagafirði, Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagaíjarðar, höfnuðu sameiningu í kosningunum á laugardag. Naumlega í Sveitarfélaginu Skagafirði en vilji Akra- hreppsbúa var afgerandi. I Sveitarfélaginu Skagafirði var áhugi á kosningunum afar lítill, en einungis 16% íbúa á kjörskrá greiddu atkvæði. Af þeim skiluðu 4% auðu eða 19 einstaklingar. Á kjörskrá voru 2.967 en atkvæði greiddu 488. Af þeim sent greiddu atkvæði sögðu 231 (47%) já, 237 (49%) f tilefni sláturvertíðarloka er rétt að ganga á lifrarfjall landsmanna með gómsætri uppskrift af lambalifur. Smjörsteikt lambalifur með koníakssósu og sveppum 1 kg lambalifur 2 msk hveiti 2 msk smjör 200 g sveppir (í sneiðum) 1 stk blaðlaukur (ísneiðum, ath. notið aðeins hvíta partinn) I stk papriku (skorin í strimla) I msk dijon sinnep 1 tsk grófmulinn svarturpipar 1/2 dl koníak eða brandí I dihvítvín 1/4 lítri rjómi 1 tsk kjötkraftur (til dæmis lamba-) Við byrjum á að snyrta til lifrina og skera hana í 2,5cm þykkar sneiðar. Lifrin er krydduð með salt og pipar og velt upp úr hveitinu. Hitið steikarpönnu og bræðið smjörið á. Steikið lifrina á pönnunni í ca. 2 mínútur á sögðu nei. í Akrahreppi voru 165 á kjörskrá, 136 greiddu atkvæði eða 82%. Já sögðu 22 (16%) ogneisögðu 111 (82%). Auðir voru 3 seðlar (2%). V-Hún samþykkti - Bæjarhreppur ekki Sveitarfélög í Austur Húna- vatnssýslu verða 5 frá og með áramótum. Tillaga um sameiningu Áshrepps, Blönduósbæjar, Höfðahrepps og Skagabyggðar var felld í Áshreppi, Höfða- hreppi og Skagabyggð en samþykkt á Blönduósi. Á kjörskrá í sýslunni voru 1172, þar af tóku þátt í kosningunni 625 eða rúmlega 53%. 277 sögðu já en 338 sögðu nei, auðir og ógildir voru 10. I Áshreppi var kjörsókn 92%. 17 voru fylgjandi til- lögunni en 25 voru henni andvígir, einn seðill var ekki gildur. I Blönduósbæ var kjörsókn 40%. 229 voru hvorri hlið. Að því loknu geymið lifrina á disk til hliðar. Sveppirnir, blaðlaukurinn og paprikan er ristað á pönnunni. Hellið koníakinu ásamt piparnum á pönnuna með grænmetinu. Sjóðið þar til nær enginn vökvi er eftir. Hellið þá hvítvíninu út á og sjóðið niður um helming. Að síðustu bætum við rjóma, sinnepi og kjötkrafti útá og færum lifrina \'fir á pönnuna. Látið sjóða við vægan hita í ca. 5 mínútur. Rétturinn er miðaður við tjórar persónur. Með þessum rétti er gott að bera fram til dænris kartöflusalat og ýmis- legt grænmeti eða eftirfarandi uppskrift að rótarmauki. Rótarmauk 2 stk stórar kartöflur (skrældar) 4 stk gulrætur (stórar og skrældar) 1/2 stk seljurót 1/2 stk rófa 100 g smjör 1/2 líter mjólk 1/4 líter rjómi 1/2 tsk rósmarín fylgjandi tillögunni en 36 andvígir. Auðir og ógildir voru 6. I Höfðahreppi var kjörsókn 69%. 22 voru fylgjandi til- lögunni en 241 voru henni andvígir. Auðir og ógildir voru 2. I Skagabyggð var kjörsókn 69%. 9 voru fýlgjandi tillög- unni en 36 henni andvígir. Auður og ógildur var 1. Bæhreppingar felldu sam- einingu við Húnaþing vestra en Vestur Húnvetningar sam- þykktu hins vegar samein- inguna í kosningum hjá sér, þar sem 118 sögðu já og 86 nei. í Bæjarhreppi var 82% kjörsókn og niðurstaðan sú að 37 sögðu nei en meðmæltir sameiningu voru 24. Þá samþykktu 64% íbúa á Siglufirði sameiningu í eitt sveitarfélag við Kyjafjörð og sömuleiðis samþykktu Ólafs- firðingar en aðrir, þar á rneðal Akureyringar og íbúar í Eyjafjarðarsveit, felldu samein- ingartillöguna. 1 msk hunang Seljurótin, gulræturnar, rófúrnar og kartöflumar er allt skorið í litla teninga. Pottur hitaður og smjör brætt í honum.Grænmetisteningarnir settir útí pottinn, látið malla í ca. 2 mínútur, bætið þá útí rósmarín, hunangi og mjólk. Látið sjóða við vægan hita þar til grænmetið er orðið gegneldað. Bætið þá útí rjómanum og látið malla í nokkrar mínútur. Maukið með töffasprota eða í matvinnsluvél. Smakkið til með salt og pipar eftir smekk. Berist strax fram með lifrarréttinum. Þetta meðlæti er einnig gott með alls kyns kjötréttum. Verði ykkur að góðu! Kveðja, Jón Daníel Feykir hefur fengið Jón Daníel á Kaffi Krók til að sjá um matarhorn í Feyki og er upplagt að áskrifendur setji upp kokkhúfuna og reyni sig við uppskriftir Jóns. Hrá- efnið sem Jón Dan notar er hægt að nálgast í Skagfirðingabúð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.