Feykir


Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 1
Útíð I haust hetur seinkad kornskurði og mikil bleyta tefur kornskurð. Nýja borholan í Hrollaugsdal Nægt vatn fyrir hitaveitu á Hofsósi og Sléttuhlíð Staðfest hefur verið af rannsóknaraðilum að það vatn sem er fundið í Hrollleifsdal, nægi til að hita upp Hofsós og bæina á leiðinni þangað. Þar að auki þykir svæðið vænlegt til frekari vatnsvinnslu ef þarf. Þetta er meðal þess sem liggur fyrir eftir rannsóknir Islenskra orkurannsókna á nýrri borholu Skagaíjðarvarveitna við bæinn Bræðrá í Hrollaugsdalur. Að sögn Páls Pálssona Það er mjög líklegt að lögð verði hitaveita til Hofsóss, en hvað mikið lengra er óvíst. Hofsós er eitt þeirra þorpa sem enn hafa ekki fengið hitaveitu. íslenskar orkurannsóknir hafa annast rannsóknir vegna leitarinnar undir stjórn Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings Holan sem um ræðir er nú rúmlega 900 m djúp og í henni tvær heitar æðar, önnur rúmlega 60°C, hin rúmlega 80°C. Fjarlægð frá borstað til Hofsós er urn 13 km. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða boraði holuna. Næst liggur fyrir að prófa holuna og mun þá skýrast betur hver afköst hennar eru. Með hitaveitu á Hofsósi fækkar þeim byggðarlögum á landinu sem enn hafa ekki fengið hitaveitu en ríkissjóður ver árlega um einum milljarði króna til niðurgreiðslu á húshitungarkostnaði á köldum svæðum. Næstu skref er að fá endanlega skýrslu frá ÍSOR og gera kostnaðaráætlun sem tekur tillit til þess rnagns og hita sem er nú til staðar. Eftir að það tekurstjórnSkagaíjarðarveitna ehfákvörðun um framhaldið. Kornbændur í Skagafirði___ Uppskorið við erfiðar aostæður „Það var einstakt lán að Þreskir ehf. skyldi kau- pa fjórhjóladrifna vél í sumar og gott að stjórn félagsins tók ekki mark á mér og öðrum sem voru því andvígir," segir Gun- nar Sigurðsson, bóndi á Stóru Ökrum í Akrahrep- pi, sem var að þreskja kornakur við Dalsá á sun- nudag. „Það korn sem næst er nokkuð vel þroskað og aðal bleytan utaná því,” segir Gunnar. Þetta gengur hægt, jörðin er blaut og erfitt að keyra vélina í akrinum en við náum þó miklu af þessu korni sem sáð var til. Uppskeran endurspeglar sumarið og er eitthvað undir meðallagi. Aðal vandamálið er hvað þetta er seinlegt; við þurfum slá þennan massa al- veg niður við jörð.” Gunnar telur að við þessar aðstæður taki þreskingin fjórum sinn- um lengri tíma en í venjulegu árferði. Vestur Húnavatnssýsla Billvalt Bíll valt á þjóðveginum skammt frá afleggjaran- um að Laugarbakka að- fararnótt síðastliðins föstudags. Tveir voru í bí- Inum og sakaði þá ekki. ísing var á vegum á þess- um slóðum þegar bifreiðin hafnaði utan vegar og er lúmsk hálka af völdum ís- ingar talin megin orsök óhappsins. Slæmt tíðarfar setur pressu á slátrun hjá KS 2700 slátrað á dag „Sláturhúsið hefur ekki verið svona vel mannað í mörg ár og þetta hefur gengið vel. Það hefur verið talsverð pressa á okkur að taka við fé út af þessu slæma tíðar- fari og við náðum að lé- tta verulega þessari pressu með að slátra á laugardeg fyrir skömmu," sagði Ágúst Andrésson sláturhússstjóri á Sauðárkróki þegar hann var inntur eftir hvernig hefði gengið í haust. Ágúst sagði að alls vinni fjörtíu og átta útlendingar íslá- turhúsinu í haust og þokkalega hafi gengið að fá heimafólk til starfa. Þetta er mesti fjöldi erlendra starfsmanna sem þar hefúr verið til þessa. Fólkið ke- mur flest ffá Póllandi. Erlendu starfsmennirnnir eru einkum karlmenn nema hvað átta sæn- skar stúlkur vinna á húsinu. Að sögn Ágústs Andrés- sonar er slátrað 2600-2700 kindum á dag . Ágúst segir að vænleiki dilka sé um hálfu kílógrammi hærri en á sama tíma í fyrra og meira fari í gæðaflokka E og U. ÖÞ Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —ICléwglll ehp— Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun Æl bílaverkstæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.