Feykir


Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 12.10.2005, Blaðsíða 3
38/2005 Feykir 3 inn af hápunktum ferðarinnar var kvöldverður á bryggjunni i bátahúsi Sildarminjasafnsins á Siglufirði i boði Byggðastofnunar. undarmenn höfðu aldrei snætt á viðlika skemmtilegum stað og safnið þótti þeim einstakt. kagafjörður, kjörinn staður fyrir ráðstefnur og fundi angursríkum fundi Skagafirði lokið íðustu dagana i eptember var staddur Skagafirði hópur anna frá sjö löndum Evrópu; Slóveníu, landi, Mön, Danmörku, Noregi og landi. Fulltrúi íslands á ndinum var Rögnvaldur uðmundsson frá annsóknum og ráðgjöf rðaþjónustunnar sem | kipulagið dagskrána 8 samvinnu við lieimamenn. Dagskráin samanstóð af landum, málstofu og ferðalagi | m svæðið. Þrátt fyrir heldur I ysjótt veður voru þátttakendur I ijög ánægðir með dvölina I faðmi Skagafirskra tjalla, I á 4 daga sem heimsóknin Itóð yfir. Haft var á orði að I kagaijörður væri kjörin staður |mr ftxndi og ráðstefnur, góð | ðstaða til fundarhalda og | ölbreyttir möguleikar í mat og | fþreyingu. Allir þátttakendur á | andinum eru í Evrópuverkefni lem heitir KNOT (Kultur, jjatur og Turisme). | 'átttakendur leiða flestir önnur | ivrópuverkefiii sem fjalla | m ferðaþjónustu á einn eða | nnan hátt. KNOT verkefnið | dst í því að tengja saman | eimasíður og gagnabanka | largra verkefna þannig að | pplýsingarnarséu aðgengilegar |yrir ferðamenn. Verkefnið er jtyrkt af Interreg IIIC áætlun | .vrópusambandsins. Samhliða fundunum | .-rðuðust þátttakendur um "kagafjörð og kynntu sér ferðaþjónustu á svæðinu og nutu gestrisni heimamanna, þar sem Þorsteinn Broddason atvinnuráðgjafi hjá SSNV- atvinnuþróun og lakob Frímann Þorsteinsson í Upplýsingamiðstöðinni voru leiðsögumenn hópsins hvor Valgeir á Vatni leiðsegir um Vesturfarasetrið sem vakti mikinn áhuga fundarmanna. Fundarmenn í gamla torfbænum í Glaumbæ undir góðri leiðsögn Sigríðar safnstjóra eftir gómsætar kaffiveitingar. Málþing á Hólum sem um 40 manns sóttu, varhaldið í samvinnu KNOT verkefnisins og Hólskóla. Þar var Evrópuverkefnið KNOTkynnt og einnig ferðaþjónusta í Skagafiði. í sinni ferðinni. Dvalið var á Hótel Tindastól þar sem saman fór góð þjónusta og frábær aðstaða. í annarri ferðinni var farið í heimsókn í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju,áhestasýningu á Flugumýri og í kvöldmat og á kvöldvöku á Löngumýri. Fannst öllum þetta einstök upplifun. Jón Hallur og Gunnar fóru á kostum á Löngumýri með söng og sprelli. Á Flugumýri var tekið á móti þeim af kostgæfni og boðið uppá frábæra kynningu og sýningu á íslenska hestinum. Á þriðjudeginum 27. september var svo haldið í kynnisferð á Hofsós, Hóla og Siglufjörð. Góður matur hjá Dagmar í Sólvík og kynning Valgeirs í Vesturfarasetrinu tryggðu það að margir lofuðu að koma aftur og sjá meira á Hofsós. Á Hólum var haldin málstofa um “Sustainability and its Adaption in Tourism in Skagafjördur” (Sjálfbærni í ferðaþjónustu og aðlögun að skagfirskum aðstæðum). Nokkur erindi voru haldin um ferðamál og Skagafjörð. Málstofan veitti kærkomið tækifæri til að ræða ferðmál m.a. í ljósi reynslu þessa fjölþjóða hóps og með hliðsjón af þróun mála í Skagafirði. Að lokinni málstofimi var haldið til Siglufjarðar. Örlygur á Síldaminjasafninu tók á móti hópum sem ferðast hafði m.a. um Almenningana í roki og rigningu. Mörgum fannst brennivínstárið kærkomin hressing eftir tilkomumikið ferðalag til Siglufjarðar. Safnið var kynnt og vakti það satt að segja mikla undrun og ánægju gesta. Þetta margverðlaunaða safn segir einstaka sögu á áhrifaríkan hátt. Hópurinn snæddi að lokum dýrlegan kvöldverð í bátahúsinu. Leikið var á harmónikku, kveðnar rímur og notið góðs félagsskapar í mögnuðu umhverfi Síldarminjasafnsins. Það er mjög ánægjulegt að geta tekið vel á móti því fólki sem heimsækir okkur. Grunnurinn af því er gestrisið viðmót ferðþjónustuaðila, samvinna þeirra og sú fjölbreytta afþreying sem í boði er. Að loknum þessum vel heppnaða fundi nefndu ýmsir að Skagafjörður hentaði afar vel til að halda 3-4 daga ráðstefnur með fjölbreyttri afþreyingu og tengingin við Síldarminjasafnið styrkir þá möguleika enn frekar. Jakob Frímann Þorsteinsson Upplýsingamiðstöð Norður- lands vestra í Vartnahlíð molar Fundur í næstu viku Fulltrúar Sjóvár Almennra trygginga hyggjast halda fund á Sauðárkróki mið- vikudaginn 19. þessa mánað- ar. Þarverðurgreinfyrirhvað félagið hyggst fyrir en eins og fram hefur komið verður umboðinu á Sauðárkróki lokað um áramót. Um 60 viðskiptamenn félagsins mættu til fundar á Kaffi krók sl. fimmtudag. Á fundinum kom fram mikil óánægja með ákvörðun forráðamanna Sjóvár með lokunina. Kom fram á fundinum að margir viðskiptamannanna ætla að skipta um tryggingar- félag ef ákvörðun um lokun verður ekki endurskoðuð. Gerast í Skagafirði Tvær bækur í komandi bókaflóði munu að talsverðu leiti gerast í Skagafirði. Árni Þórarinsson skrifar bókina Tími nornarinnar sem segir m.a. frá Einari blaðamanni sem á leið sinni frá Hólum þarf að sinna nýrri frétt því kona hefur fallið útbyrðis í flúðasiglingu og er skömmu síðar úrskurðuð látin. Hallgrímur Helgason sendir frá sér skáldsöguna Rokland og þar segir af Bödda Steingríms sem snýr aftur heim á Sauðárkrók eftir 10 ára nám í Þýskalandi. málstofa Ferðaþjónusta: stefnumótun og samstarf I tengslum við vinnu að stefnumótun ferðaþjónustu í Skagafirði hefur Ferðamála- deild Hólaskóla ákveðið að bjóða ferðaþjónustuaðilum og öðrum íbúum Skagafjarðar sem áhuga hafa á ferðaþjónustu til opinnar málstofu haustið 2005. 13. október Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálaráðgjafi hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Ferða- þjónusta á landsbyggðinni, styrkleikar og veikleikar. 18. október Audun Pettersen, ferðamála- ráðgjafihjálnnovationNorway. Uppbygging ferðaþjónustu í dreifbýli - dæmi frá Noregi. Fer fram á ensku og íslensku. Sjá nánar á www.holar.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.