Feykir


Feykir - 14.12.2005, Qupperneq 2

Feykir - 14.12.2005, Qupperneq 2
2 Feykir 47/2005 Magnús Magnússon fráfarandi sóknarprestur á Skagaströnd Jólahugvekja Mig langar að taka ykkur með í smá hugleiðingu. Hugleiðingu um þann sjarma sem desember- skammdegið hefur upp á bjóða þrátt fyrir allt. Og hvaða hugrenningatengsl við trúna þessi skamm- degissjarmi geturskapað. Ég er að tala um þann sjarma þegar sólin er sest og kuldalegt kvöldið tekið við völdum. Ský skyggir á stjörnur og tungl. Dimma og drungi leggjast yfir láð og lög. Jörðin er auð. Hún kyndir þannig undir dekkra kvöldi og nærir nóttina á rneira myrkri. Það er skammdegi og augsýnilegt að skammdegið er skuggalegt í öllu sínu veldi þegar allt er autt, dimmt og kalt. Skyndilega fellur snjór á fold. Skýið léttir á byrði sinni. Logndrífan svífur til jarðar eins og fiður og gefur sér nægan tíma til að íhuga hvar skuli lent að þessu sinni. Á örfáum augnablikum hefúr ásýnd jarðar breyst að miklum mun. Hin auða jörð sem endur- speglaði dökka liti er ekki lengur fýrir hendi. Landið er nú litað hvítum, skærunt og björtum litum. Almálaða landið kastar skærri birtu sinni tilmótsviðmyrkurnæturinnar. Lengi vel má vart á milli sjá hvort hefur betur, Ijósið eða myrkrið. Þá gerist atburður sem ríður baggamuninn. Skýið, sem hafði málað marauða jörðina, klofiiar í tvennt. Fullur máni brýst fram í allri sinni dýrð nteð óteljandi stjörnur sér til fulltingis. Tunglið varpar ljósi sínu yfir fannhvíta jörðina, sem endur- kastar henni til hintinsins. Það myndast tengsl milli himins og jarðar. Allt lýsist upp og verður sent nýr og heiður dagur. Skaparinn er í góðu skapi. Hann er í sannkölluðu jóla- skapi. Á einu augabragði hefur hann breytt dintmri og drungafúllri nótt vonleysis í skýlausa birtustund vonar og eftirvæntingar. Þannig vinnur Drottinn Guð, skapari hintins og jarðar. Urn langan aldur hafði legið myrkuryfir mannkyni, myrkur sem einkenndist í raun og veru af tilgangsleysi og vonleysi. Líf mannkyns var autt, dimmt og kalt. En ntitt í öllu vonleysinu, eða fyrir 2000 árurn, sáu vitringar í Austurlöndum skæra og skínandi stjörnu renna upp á himininn. Hennar vegna varð dagljóst og ratljóst til Betlehem, og það nýttu þeir sér. Þar fundu þeir frelsarann fæddan, Jesú Krist, ljós heimsins. Guð hafði vitjað lýðs síns í syni sínunt. Guði var svo annt um sköpun sína og börn sín að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sá ntaður sem á hann trúir myndi ekki glatast heldur hafa eilíft líf. Hann sendi ljósið til lýsa myrkvuðu mannkyni og gefa því von og tilgang nteð lífi sínu. En myrkrið var ntikið, magn- þrungið og áþreifanlegt. Það vildi ekki taka á móti ljósinu en reyndi í staðinn að fýrirkoma því. Það voru tvísýnir tímar. Ljós og ntyrkur mættust og áttust við. Ljósið var fest á kross og birtan fór dvínandi, allt leit út fý’t'ir svanasöng þess. Á þriðja degi þaðan í frá gerðust undur og stórmerki. Ljósið lýsti að nýju og af enn meiri krafti en fýrr. Það lýsti af sannkölluðum dýrðarljóma eilífs lífs. Þannig gaf það mönnunum von og trú á eilíft líf og frelsi ffá synd og dauða. Þannig vinnur Drottinn Guð í syni sínurn, frelsaranum Jesú Kristi. Jólin eru að ganga í garð. Kristnir menn búa sig undir að taka á móti frelsara sínum. Hátíðin, nú sem endra nær, sækir misjafhlega að fólki. Það er misvel búið undir að fagna fæðingu frelsarans. Sumir eru staddir á upplýstum hátindi hamingju og gleði. Aðrir í dimmum dal sorgar og þján- ingar. Sumar fjölskyldur eru að halda sín fýrstu jól eftir nýstofitað samband eða hjónavígslu eða eftir að nýr einstaklingur fæddist inn í fjölskylduna. Aðrar fjölskyldur eru hins vegar að syrgja látinn ástvin og halda sína fýrstu jólahátíð án návistar hans. En hvort sem menn eru staddir á hamingjutindi, í hryggðar- myrkri, eða mitt á milli, þá á fagnaðarerindið unt fæðingu frelsarans erindi til þeirra allra. Það erindi gerir góða hamingju að sannri hamingju og breytir sárri sorg í huggunarríka gleði. Það kveikir hjá okkur efhr- væntingu, von og tilhlökkun um það sem vændum er. Það vekur þrá til þess hugsa hlýtt til bræðra okkar og systra með Irögglum eða bréfúrn. Fagnað- arerindið gleður og huggar, kveikir von og vekur þrá. Þannig vinnur Drottínn Guð í huggar- anum, hinum heilaga anda. Megi Drottinn Guð gefa okkur gæfúríka aðventu og gleðilegjól. Magnús Magnússon Skagaströnd Fyrsta skóflustunga ao nýrri heilsugæslu Jón Kristjánsson, heil- brigðis- og trygginga- málaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að byggingu fyrir nýja Heilsugæslustöð á Skagaströnd í gær. Við sarna tækifæri undirrit- aði ráherra verksantning um hið nýja hús en það verður reist austan við hús dvalar- heimilisins Sæborgar og tengist því með tengigangi. Húsið verður 267 m2 timburhús, byggt á steyptri grunnplötu með sökkulbitum. Byggingin hýsir skrifstofú læknis og hjúkrunarfræðings ásamt til- heyrandi aðgerða- og rann- sóknarstofú, en þar er einnig gert ráð fyrir sjúkraþjálfun, auk móttökuog biðstofu. Samkvæmt verksamningi á húsið að rísa fyrir f. ágúst á næsta ári. Nánar má lesa um framkvæmdina á heimasíðu Höfðahrepps skagastrond.is Tignarlegur ránfugl Fálki á förnum vegi íslenski fálkínn er tignarlegurfugl. Þessi fálki stillti sér á dögunum upp á rafmangsstaur skammt frá Efri Laxá í Svínavatns- hreppi. Ljósmyndari Feykis náði að smella einni ntynd af fálkanum rétt áður en hann hóf sig til flugs eins og sjá má á myndinni. Mynd: ÁG Blönduós__________________ Byggt upp eftir brunann Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Áskell HeiðarAsgeirs- arnigtSkrokur.is Póstfang Feykis: Lausasöluverð: Feykirhf son, Guðbrandur Simi4S57IOO Box4,550 250krónurmeð vsk. Porkell Guðbrandsson, Sauðárkrókur Skrifstofa: Herdís Sæmundardót- Blaðamenn: Setning og umbrot: AðalgötuH, tir og Jón Hjartarson. Óli Arnar Brynjarsson Áskriftarverð: Nýprentehf. Sauðárkróki Pétur Ingi Björnsson 210 krónur hvert Ritstjóri& feykir@krokur.is tölublað með vsk. Prentun: Blaðstjórn: ábyrgðarmaður: Sími 455 7175 Nýprentehf. Árni Gunnarsson, Árni Gunnarsson Stækkun er í undirbúningi á húsnæðinu Votmúla á Blönduósi. Byggt verður á grunni þess hluta hússins sem brann fyrr á árin. Byggð verður 1.320 fer- metra skemma á grunninum sunnan við núverandi byggingu. Þeir aðilar sem munu nýta hið nýja húsnæði eru LéttitæJcni sem er fýrir með starfssemi í húsinu, Vélsmiðja AUa á Blönduósi og Blönduósbær en bæinn vantar aðstöðuhúsnæði eftir að RARIK keypti húsnæði hitaveitunnar. Byggingaraðili Votmúla er Ámundakinn ehf, sem einnig byggði viðbyggingu fýrir ullarþvottastöð norðan við Votmúla húsið.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.