Feykir


Feykir - 14.12.2005, Blaðsíða 20

Feykir - 14.12.2005, Blaðsíða 20
20 Feykir 47/2005 Unnið við sjóvarnargarð í Fljótum Margra ára baráttu við náttúruöflin að Ijúka Viðar á Hraunum, Fannar Viggós, Stebbi i Brautarholti og Feykir á Viðimel. Mynd ÖÞ: Sauðárkrókur Dregið í jólagetraun Landsbankans Undanfarnar vikur hefur verið unnið að gerð sjó- varnargarðs í landi jarðar- innar Hrauna í Fljótum. Markmiðið með fram- kvæmdinni er að verja svokallaðan Stakkarðs- hólma fyrir ágangi sjávar. Hólminn er á svokallaðri Hraunamöl og í honum er mikið æðarvarp árlega og hann þarafleiðandigrýðarverðmætur. Þarna var byggður tæplega 160 metra langur garður sem í fór liðlega 2000 rúmetrar af grjóti, en framkvæmdinni er ætlað að (yrirbyggja að þarna verði land- brot áfram. Það var verktaka- fyrirtæki Fjörður sf. í Skagafirði sem vann verkið sem er í rauninni það fyrsta af þremur álika þar sem síðar í vetur á fyrirtækiðaðgerasjóvamargarða við Haganesvík og Blönduós, en þessi verk eru öll undir forsjá Siglingamálastofnunar. Viðar Pétursson bóndi á Hraunum sagði að með þessu væri margra ára baráttu hans við landbrot vonandi að ljúka. Það væri langt síðan sjógangur hefði farið að vinna á hólmanum og hann væri búinn að minka mikið frá því hann var að alast uppá Hraunum. Einna verst hefði hann þó farið í ofsabrimi 2f september 2003 þá fóru hátt í hundrað fermetra af hólmanum. I janúar á þessu ári gerði líka stórbrim og þá munað sáralitlu að sjórinn græfi sér nýjan fanæg inní Miklavatn við hólmann að vestanverðu. „Ég er búinn að láta keyra þarna miklu efni á undanförnum árum til að verja hólmann en það hefur bara ekki dugað til. í vetur varð ég að fá jarðýtu til að loka rás sem brimið gróf þarna og náði að loka henni áður en vatnið sprendi sig fram í þessum nýja fan’egi. Þetta er búið að vera dýrt í gengum tíðina, en landið þarna er líka dýrmætt. Það hafa verið þarna að jafnaði hátt í tvöþúsund æðarhreiður á ári. Ég vona svo sannarlega að þessi framkvæmd dugi til að verja hólmann í framtíðinni“ sagði Viðar Pétursson. ÖÞ: Þegar kveikt var á jólatréinu við Kirkjutorgið 3.des sl. var opið hús hjá Landsbanka íslands. Eitt af því sem gestum var boðið upp á var að taka þátt í getraun. Getraunin var þannig að sett var ákveðin peningaupphæð í krukku og síðan átti að giska hversu mikið væri í krukkunni. Enginn reyndist með alveg rétta tölu upp á krónu en sá sem komst næst því og er jafnframt vinningshafi er Elín Árdís Björnsdóttir nemandi í Árskóla. 1 krukkunni voru 31.205 eða 3.12.05 sem var dagsetning þessadags. Elín giskaði á 31.250 og skeikaði aðeins 45kr hjá henni. Á myndinni má sjá Ástu Pálmadóttur útibússtjóra af- henda Elínu Árdísi verðlaun, en hún fékk 10 þúsund inn á Framtíðargrunn hjá Lands- bankanum og blómvönd. Um leið og Landsbankinn óskar Elínu hjartanlega til hamingju þakkar bankinn öllum þeim fjölmörgu sem heimsóttu okkur þennan dag. MYNDGATA Mörgum þykja gátur al ýmsu tagi Hér er ein mögnuð myndgáta eftir grönnum og breiðum sérhljóða og Feykis, Aðalgötu 21, 550 Sauðár- alveg bráðnauðsynlegar til að glíma Björn Björnsson. Taka skal fram einföldu og tvöföldu i-i. króki. við yfir jól og áramót. að ekki er gerður greinamunur á Lausnir skal senda á póstfang Gangi ykkur vell

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.