Feykir


Feykir - 28.12.2005, Page 2

Feykir - 28.12.2005, Page 2
2 Feykir 48/2005 íbúum á Norðurlandi vestra fækkaði um 107 á árinu Skagafjörður Fækkumn mest á Siglufirði íbúum á Norðurlandi vesta fækkaði um 107 á síðastliðnu ári. Voru 8984 þann 1. dessember árið 2004 en 8877 um síðustu mánaðarmót. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Islands frá 22. desember. Ef einstaka þéttbýlisstaðir eru skoðaðir kemur í ljós að íbúum fjölgaði lítillega á Hvammstanga (um 6), i Varmahlíð (um 9) og á Hólum í Hjaltadal (um 5). Mest varð fækkunin á Siglufirði en þar voru íbúar 1352 1. desember 2005 og hafði fækkað um 34 á einu ári. I sveitum á Norðurlandi vestra fækkaði íbúurn um 33 á árinu úr 2508 í 2475. Á Sauðárkróki búa 2602 og hafði íbúum fækkað urn 25 á milli ára eftir lítillega fjölgun á árinu 2004. Á Blönduósi fækkaði um íbúum 14 á rnilli ára og á Skagaströnd um 17. MANNFJÖLDI EFTIR BYGGÐAKJÖRNUM Staður 2004 2005 Laugarbakki, Húnaþingi vestra 81 76 Hvammstangi, Húnaþingi vestra 575 581 Blönduós, Blönduóssbæ 851 837 Skagaströnd, Höfðahreppi 558 545 Sauðárkrókur, Svf. Skagafirði 2632 2602 Varmahlíð, Svf. Skagafirði 129 138 Hólar, Svf. Skagafirði 92 99 Hofsós, Svf. Skagafiröi 173 173 Siglufjörður 1392 1352 Leidari Feykir 25 ára Með þessu síðasta tölublaði drsins líkur25. círgangi Feykis. Afmœlið sjálft er í mars 2006 en ritstjóra þótti viðeigandi að minnast árgangsins. Blaðið í dag er að tiokkru leyti helgað sögu Feykis. Tuttugu og fnmn ár eru ekki latigur tími ett efhöjð er hliðsjón af meðal- líftímafyrirtœkja stendur Feykir sig vel. Tuttugu ogfimtn ára einstaklingur er í blótna lífs sítts. Það er i'on mítt aðframtíð Feykis verði björt. Til þess að lítið héraðs- fréttablað lift þarfþað að eiga að baki sér breiðan hóp veluntt- ara. Þess Itefitr Feykir notið ogfyrir það ber að þakka. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Utgefandi: Feykirhf Skrifstofa: Aðalgötu2t, Sauðárkrúki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdís Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Sími 455 7100 Biaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson feykir@krokur.is Simi 455 7175 Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur bvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Nýprentehf. Prentun: Nýprent ehf. Uppgangur í sveitinni Fyrstu kýrnar komnar í mjaltabásinn og hægt að stilla sér upp til myndatöku. Frá vinstri Svanhildur, Gunnar, Sindri og Sigurðurfaðir Gunnars. Mikill uppgangur og fram- kvæmdagleði er ríkjandi víða í sveitum um þessa mun- dir. í Blönduhlíðinni er byggt á bæ við bæ, í það minnsta í Akratorfunni, en rétt eins og við mannfólkið viljum fá nýja flík fyrir jólin þá fengu kýnar þeirra Gunnars og Svan- hildar á Stóru-Ökrum nýtt fjós á föstudaginn var. Framkvæmdir við bygging- una hófust sl. vor og er fullbúið að nær öllu leiti. Mikið hefur verið lagt í vinnuhagræðingu við hönnun hússins, en öfugt við marga sem nú setja upp mjaltaþjóna í fjósum sínum, þá vildu Gunnar og Svana ffekar hafa afkastamikinn mjaltabás þar sem hægt er að rnjólka 14 kýr í einu. Alls er pláss fýrir 70 mjólkandi kýr í lausagöngu auk nokkurra sjúkrabása, en til viðbótar er pláss fýrir kvígur og smákálfa. Fóðrunarkerfið er einn- ig nokkur nýlunda þar sem öllu gróffóðri ásamt byggi er blandað saman í nokkurskonar hakkavél þaðan sem það fer á færibandi inn í fjós. Aunað kjarnfóður nálgast kýrnar svo í þartilgerðum básurn í nriðju fjósinu. Ekki var annað að sjá en kýrnar tækju breytingunum vel þó sumar hafi óneytanlega verið staðnar að því að horfa í kringum sig eins og „naut á nývirki“. GR Sjálfstæðismenn í Skagafirði Páll Dagbjartsson gefur kost á sér Páll Dagbjartsson, skóla- stjóri í Varmahlíð, gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar í vor. Páll staðfesti þetta í samtali við Feyki en fyrir liggur yfirlýs- ing Gísla Gunnarssonar frá því fýrr á þessu ári að hann ætli ekki að gefa kost á því að hann leiði listan áfram. Gísli hefur verið oddviti sjálfstæðis- manna frá því að sameinað sveitarfélag í Skagafirði varð til. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað fólk í kjörnefnd t il þess að ákveða fyri rkom ulag um val á listann og hefur Reyni Kárasyni á Sauðárkróki verið falið að kalla hana sarnan. Félagsmenn í Lionsklúbbnum Höfða Færðu krökkunum lita bækur um eldvarnir Krakkarnir i Sólgarðaskóla, með þeim eru frá vinstri Óskar Óskarsson slökkviliðsstjóri og lionsmennnirnir Pálmi Rögnvaldsson formaður klúbbbsins, Björn Þór Haraldsson og Snæbjörn Guðbjartsson. mynd Ö Þ. Nokkrir félagar í Lions- klúbbnum Höfða í Austur- Skagafirði heimsóttu á dögunum grunnskólana á félagssvæði klúbbsins. Tilgangurinn var að færa börnum í 1. - 4. bekk skólanna litabók að gjöf og jafnframt að ræða við þau og einnig eldri börnin um eldhættu um jól og áramót þegar meira er verið með kerti og ýmis eldfæri en endranær. Með þeim félögum í för var slökkviliðsstjórinn í Skagafirði sem fræddi börnin um ýmislegt er lýtur að brunavörnum og réttum viðbrögðum ef eldur brýst út. Alls afhentu þeir Lions- menn 40 bækur í skólunum á Hólurn í Hjaltadal, Hofsósi og Sólgörðum í Fljótum. Hitaveitan í Akrahreppi Fyrsti bærínn Undanfarna daga hafa staðið yfir prófanir á hinni nýju hitavatnslög Skagafjarðarveitna í Akrahreppi. Þegar blað þetta fór í prentun stóð til að tengja fyrsta bæinn við veitun en það var bærinn Miðgrund. Að sögn Páls Pálssonar, veitustj óra Skagaljarðarveitna er verkið um mánuði á eftir áætlun. En framundan er að tengja bæi í Blönduhlíð á næstu vikum. Vatnið er tekið úr borholu í Varmahlíð og þurfti að hækka þrýstinginn á kerfinu þar við breytinguna. Þetta olli því að innanhússlagnir sent kornnar voru á síðasta snúning gáfu sig sumsstaðar meðal notenda. tengdur

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.