Feykir - 28.12.2005, Page 3
48/2005 Feykir 3
Hilmir Jóhannesson skrifar um fyrstu skrefFeykis
Ýmsir voru ungir þá
Ritstjórn Feykis á tröppum Gamla barnaskólans, aðsetri Feykis til margra ára. Frá vinstri: Sigurður Ágústsson, séra Hjálmar Jónsson,
Hilmir Jóhannesson, Jón F. Hjartarson, Sæmundur Hermannsson og Haukur Hafstað.
í trausti þess að sagnfræðingar framtíðar skrifi sögu Feikis á aldarafmælinu, set ég á blað
sundurlausar minningar úr frumbernskunni. Ég neita og harðneita að frásögnin sé kórrétt,
svona man ég þetta og öllum sem lesa er heimilt að efast og leiðrétta. Sannleikurinn er sá
aðfróður hef ég aldrei verið en ævinlega kjaftfor. Hins vegarfinnur engin þessi söguglimt,
hversu smásmugulega sem leitað væri í upphafsblöðunum.
Því flýg ég af stað líkt og
hrafn, senr flöktir af kletta á
staur og haug og lýsi því sem í
hugann kemur, laus við tíma,
staðsetningar, eða nákvæmni
og málalengingar.
Feykir var fæddur undir
heillastjörnu, Baldur Hafstað
fyrsti ritstjóri er einstakur, ekki
aðeins afburða íslensku og
smekkmaður.heldur ekki síður
merkilegur eldhugi og svo
mikill ljúflingur að þessi
sundurleita ritnefnd sem fyrst
réði, náði aldrei að koma
meiningarmun á það stig að
honum tækist ekki að draga
okkur aftur að því marki að
Blaðið væri merkilegra en
einkaskoðanir okkar hvers fýrir
sig.
Á tímabili höfðum við þá
reglu að borða saman í há-
deginu eftir hvern útgáfudag
og skipuleggja næsta blað.
Einhverju sinni var Jón
Ásbergsson kornin á undan
okkur og með honum danskur
viðskiptavinur, sem Jón lagði
þá gestaþraut fyrir að þekkja
sundur ritnefndina er hún
kæmi á staðinn. Jón gaf upp
starfsheitin á okkur - prestur,
skólameistari, arkitekt og -
byens klovn — þorpsfíflið — .
Daninn réði rétt í Hjálmar
Jónsson og Jón Hjartarson,
þeir höfðu hálstau, en hélt að
ég væri arkitektinn: „Han har
træská pá,” sagði danskurinn.
Þetta þótti okkur þremur
skemmtilegt en Árni Ragnars-
son hló ekki eins mikið.
Sammála var ritnefndin um
að nauðsyn bæri til að dreifa
Feiki og menningu um Húna-
vatnssýslur og því lögðum við í
vesturveg bjartan sunnudags-
morgun á nýlegum Volvó sem
Jón Hjartarson átti og var ekki
óánægður með. Nú skyldi
stofna ritnefndir og finna
dre)'fmgarfulltrúa eins víða og
mögulegt væri, villtustu
draumar náðu jafnvel )'(ir
Siglufjörð líka. Við svifum af
stað í fölbláa færleiknum
uppfullir af menningaráform-
um, framtíðin var sannarlega
björt. Við vorum komnir fram
að V ík þegar það rann upp fyrir
okkur að öll framtíðarumræða
væri óþörf. Miðað við hraðann
á farartækinu virtist öl! okkat
tilvera geta orðið nokkuð
endaslepp. Bílstjórinn svaraði
gagnrýni og aðfinnslum fullum
hálsi og sagðist keyra svona
hratt til að þagga niður
kjaftaganginní okkur hinum,
svo einhver tæki eftir því sem
hann hefði til málanna að
leggja. Kennarar eru vanir að
fá að tala einir og mótmælalaust.
Orðljótur farþegi bennti á að
farsælast væri fyrir alla að hann
héldi kjafti og hugsaði um
aksturinn á 160 km. hraða. Til
fróðleiks má rifja upp að þetta
var um áratug fyrir malbik og
bílbelti.
Hjálmar Jónsson kom úr
Reykjavík og vélaði mig til að
sitja í hjá sér heinr á Krók, það
væri skemmtilegra fýrir sig að
hafa einhvern að kjafta við.
Ekki man ég til að hafa sagt
margt af viti á þeirri leið, enda
tæpur tími, því hann var fljótari
til baka en Jón Hjartarson
vestur um morguninn.
Öðruvísi mér áður brá,
engiti tími að slóra,
ýmsir voru ungir þá,
óku á viðfjóra.
Störfum við útgáfuna var
skipt niður eftir hentugleikum,
á tímabili sennilega eftir að
Baldur hætti, sátum við
ritstjórastólinn til skiftis, en ég
held að Jón Ásbergsson - og
Loðskinn - hafi annast
áskrifendaskrá og innheimtu
þó aldrei hafi verið hagnaður af
þessum fjölmiðli. Á ýmsan
máta vorum við samt á undan
okkar samtíð, til dæmis man
ég eftir ritnefhdarfundi sem
haldinn var úti á lóð á
Víðigrund 3, þar sem ákveðið
var að reka ritstjórann, það var
sannarlega eftir Baldurstíma.
Við Hulda sáum urn
dreifinguna hér í bæ, ásamt
Baldri meðan hann var, en það
er ágætis dæmi um ffamsýni
og léttleika hans að oft var
hann búinn með mest af
blaðburðinum þegar við
komum. „Ég skokkaði í þessar
götur,” sagði hann og vissulega
var það fyrsti skokkhópur hér,
þó lítill væri, því hann hafði
gjarnan aðra dóttir sína með í
barnavagni á skokkinu og
engan nútíma skokkara hef ég
séð þannig hlaupandi.
Auðvitað var þetta sjálf-
boðastarf, en ritstjóranum var
stundum borgað og alls ekki
nema stundum og alltaf eins
lítið og hægt var. Hitt er
skyldugt að taka fram að
sveitarfélagið og fyrirtæki
gerðu fyrir okkur flest sem við
báðurn um og hefur víst betl
aldrei fengið eins hlýlegar
undirtektir. Á þessum árum
var ekki tölva á hverju borði en
Kaupfélagið átti slíkt undra-
tæki og þar var prentaður út
nafnalisti, heimilisfang og
póstnúmer á límmiða - alltaf
frítt. Einnig bjuggum við árum
saman við mjög vinveitta
húsaleigu í garnla Bæjarþing-
salnum.
Pósturinn var okkur hag-
felldur og Kári Jónsson var
snillingur að finna billegustu
lausn hverju sinni og væri þetta
eJcki næstum söguleg upp-
rifjun mundi ég halda því ffam
að reikningarnir hefðu auð-
veldlega getað verið feitari. Á
þessum árum var Magnús
Svavarsson ekki búinn að
kaupa flutningadeild K.S.
Hann annaðist flutninga til og
ffá Akureyri, alltaf flutti hann
Feyki frítt, fór með frumritið
austur og kom með blaðið um
kvöldið og þurfti aldrei að
borga nema með brosi.
Feykir eignaðist aldrei rit-
vél, Sjúkrasamlag Sauðárkróks
lánaði rafmagnsritvél þar til
Guðbrandur Magnússon gerð-
ist ritstjóri, hann var prent-
lærður og átti tölvu þar sem
hægt var að setja og brjóta
blaðið svo prentunin var það
eina sem gert var á Akureyri.
Seinna tók Sást við prent-
uninni og Guðbrandur tók við
Mogganum - nei ég segi nú
svona - en þetta er ekki vit-
lausara en sumt hér ffaman
við.
Snemma á ferlinum tókum
við upp "Oddvitann” sem var
spekingur á baksíðunni. Hann
lagði til gáfulegar setningar
sem aðeins var hægt að mis-
skilja, eins og flest spekimál í
pólitíkinni. Misjafnlega gekk
að leggja "Oddvitanum" orð í
munn enda snilli rtinefndar
oft niður undir frostmarki -
vorum samt stundum heppnir,
alveg óvart. Núna man ég tvo
Oddvita sem komu gjörsam-
lega áreynslulaust hjá rit-
nefndarmönnum þegar þeir
ætluðu hvorki að vera frumlegir
eða skemmtilegir, enda til-
efnin grafalvarleg. Vissulega
tóku hlutaðeigendur ekki eftir
þessu sjálfir, til að heyra
Oddvitann í máli þeirra þurfti
aðra úr ritnefndinni sem voru
illkvittnari og námu spekina.
Núna á tuttugu og fimm
ára afmæli Feykis sé ég hvað
þessar setningar lýsa vel
frumbýlingsárunum og alveg
laus við kerskni má nota sem
einkunnarorð fyrir fyrstu
ritnefndina,
Sá fyrri er: - “Vandamálin
stækka bara við að velta sér
upp úr þeim”, - sá síðari:
“Hlutirnir hafa tilhneygingu
til að fara vel”.
Hér get ég svo sett amen
eftir efninu
Hilmir Jóhannesson
P.S. 1 síðasta blaði Feykis
rangfeðrar séra Hjálmar
vísuna: Sutnar og vetur saman
frjósa... Þessi vísa er eftir
Halldór Hafstað.
LEIÐRÉTTING
Mér urðu á þau leiðu mistök að fara rangt með
fæðingardag afa míns í grein minni Minningarorð.
Helgi Gunnarsson varfæddur 19. apríl 1908.
Helgi Dagur
Meðlagsgreiðendur
Meðlagsgreiðendur, vinsamlegast gerið skil
hið fyrsta og forðist vexti og kostnað.
INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA
Lagmula 9 • 108 Reyk|avik • Kt. 530372-0229 • www.medlag.ls
Simi 590 7100 • Fax 590 7101