Feykir - 28.12.2005, Side 11
48/2005 Feykir 11
Guðmundur Valtýsson skrifar_
Vísnaþáttur 420
Heilir og sælir lesendur góðir.
Fyrst er til þess að taka að ekki
var rétt númer á síðasta þætti.
Átti hann að vera núnter 419
og bið ég þá sem halda þessunt
pistlum saman að leiðrétta það.
I þætti númer 417 spurði ég um
höfund að eftirfarandi vísu.
Skrattinn geldur skeiðið hans
skuldar lield égfáum.
Logar eldur andskotans
undirfeldi gráum.
Taldi ég að vísan væri kannski
ættuð úr Skagafirði. Hef nú
fengið þær upplýsingar að höf-
undur hennar ntuni vera Baldur
Eyjólfsson. Mun hann hafa verið
bróðir þeirra kunnu systkina úr
skáldastétt Höllu á Laugarbóli,
Önnu á Steðja og Stefáns á
Kleifum, þó að þau séu þar með
ekki öll talin upp. Finnst eins og
mig ntinni að Baldur hafi dvalið
hér fyrir norðan og væri garnan
að heyra frá lesendum ef þeir vita
urn það.
Er þessi þáttur er í smíðunt liggur
fyrir að blað af Feyki mun konta
út á ntilli jóla og nýárs. Er það
hugsað sem afntælisblað vegna
25 ára útgáfu Feykis nú í vetur.
Minnir mig að það hafi verið í
mars 1981 sem fýrsta blaðið leit
dagsins ljós.
Ljóst er nú að vel var ráðið nteð
þetta framtak. Værurn við hér
á svæðinu fátækari í dag ef þess
nyti ekki við. Svo til frá fýrstu tíð
var vilji til að birta vísur í blaðinu.
Var það reyndar dálítið laust
í reipunum og kornu nokkrir
aðilar þar að án þess að staldra
lengi við.
Laugardaginn 21. ntars 1987
var ég þeirrar gæfu aðnjótandi
að mér var boðið á árshátíð
skagfirsku hestamannafélaganna
sem þá var haldin í Miðgarði.
Hitti ég þar rneðal annarra
þáverandi ritstjóra Feykis, Ara
Sigurðsson fá Holtsmúla. Deildi
ég nokkuð harkalega á hann
fyrir að setja ekki rnarkið hátt og
koma á reglu með að hafa hafa
fastan vísnaþátt í blaðinu.
Sagðist Ari sammála mér í þessu
en engan vissi hann urn sent vildi
taka það verk að sér. Þar sem ég
væri að gapa unt þessa hluti væri
best að ég sýndi frarn á að það
væri hægt. Neitaði ég því alfarið
enda hafði mér ekki dottið í
hug að taka að mér slíkt starf.
Nokkrum dögum síðar töluðum
við saman í síma og voru þá örlög
mín og þáttarins ráðin. Og eins
og áður hefur komið frarn birtist
fyrsti þáttur minn í blaðinu 1.
apríl 1987.
Á þessari ljómandi góðu sam-
kontu hjá hestamönnum í
Skagafirði var meðal annarra
dagskráratriða hag)Tðingaþáttur.
Þeir sem tóku þátt í honurn voru
Árni Gunnarsson, Flatatungu,
Hjörleifur Kristinsson, Gils-
bakka, Kristján Stefánsson,
Gilhaga og Sverrir Magnússon,
Efra Ási. Fékk ég leifi þessara
ágætu hagyrðinga til að birta
glefsur frá þessu kvöldi í mínum
fyrsta hagyrðingaþætti.
Ein af spurningum sem
hagyrðingar fengu þetta kvöld
var svohljóðandi: Ef þú ættir
þess kost að vera önnur persóna
í viku tíma eða svo, hvað kysir þú
þér helst að vera?
Kristján frá Gilhaga svaraði
þannig.
Sem lindin tœr
er teigar sólar Ijós
og tifar létt
við sutnarfugla kliðitm.
Hjalar við blómin,
kyssir hverja rós,
kemst niður að ánni,
þá er vikan liðin.
Árni í Flatatungu svaraði á þessa
leið.
Líftð rnyndi ég líta þá
í Ijósi alveg nýju,
sem graðhestur í hólfi hjá
hryssum áttatíu.
önnur spurningin var á þessa
leið. Ef þú værir hestur nteð þá
eðlislægu kosti sem ilestir leita
að, í hvers klofi kysir þú helst
að sýna þá? Sverrir í Ási svaraði
með tveimur vísum.
Á knapa hópi kann ei skil
þó komist til að dœma.
Upp þargera ekki vil
og ekki tel það sœma.
Ýmsir halda að sinnið sofi
samt mun ekkifatast traust.
1 munaðarfullu meyjarklofi
mundi ég skeiða endalaust.
Er þátttakendur voru beðnir
um að gefa einfalda lýsingu á
samfundum hestamanna orti
Kristján.
1 dýrðarljóma kveldsins
er öll á burtu eymd
og enginn milli vina ríkir þykkja.
Þá dagur rís að nýju
erugœðin óðargleymd
og glcesihrossið aftur orðið bikkja.
Ein af spurningum sem þessir
ágætu hagyrðingar fengu
þetta kvöld hljóðaið svo:
Hvort telur þú vænlegra til
landkynningar erlendis að
flytja út íslenskan gæðing eða
íslenskan reiðmann? Árni
orðaði svo snjallt.
Riddarar á roknaferð
ríða nú um hreppinn Akra.
Fyrir tnargfalt tnerarverð
mœttiflytja út Jóa Vakra.
Að lokum voru skáldin spurð
um hvaða Skagfirðing þau
mundu helst velja til að leika
í kúrekamynd ef slíkt væri
í boði? Sverrir Magnússon
svarar því svo.
Ingimars mun hœkka hróður
hann nœr langt íþeirri grein.
ívestrinu mun hann verðagóður
villtur eins ogMorgan Kane.
Eftir því sem mig minnir voru
veislugestir nokkuð sammála
um að þar var átt við hinn
snjalla hestamann Ingintar
Ingimarsson frá Flugumýri.
Það síðasta úr þessari spyrpu
er svar Hjörleifs á Gilsbakka.
Kannski eru nokkrir setn
koma hér til greina
kunnugleika brestur mig,
því er ekki að leytta.
Efcetti ég að velja úr
hestamönnumfyrírframan Akra
mérfyndist engin spurning að
velja Jóa Vakra.
Gaman er af þessu tilefni að
rifja upp þennan fyrsta þátt,
sem undirritaður setti sainan.
Ótrúlegt að svo lengi hafi lifað
sá neisti er þá var kveiktur.
Vona ég að blaðið haldi áfram
að eiga sitt blómaskeið og
haldi áfram að gleðja okkur
Norðlendinga með, helst
góðum, fréttum úr okkar
byggðarlagi. Vona ég að við
getum átt samleið enn um
sinn.
Óska ykkur velfarnaðar á
nýju ári og bið ykkur að vera
sæl að sinni.
Guðtnundur Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi.
S: 452-7154.
Austur Húnavatnssýsla__
Verður tilbúið
í maí 2006
Veiðifélag Blöndu og
Svartár hefur óskað eftir
tilboðum í smíði nýs
veiðihúss (hótels) en eins
og Feykir hefur greint frá
annaðist Trésmiðjan
Stígandi á Blönduósi
vinnu við grunn og plötu.
Húsið á að vera fullbúið
20. maí 2006.
Ekki var rétt eftir haft
þegar sagt var að veiðihúsið
væri byggt í landi Hólabæjar.
Það rís í landi eiðibýlisins
Gunnsteinsstaða. Húsið
verður timburhús, 703 fin á
einni hæð. Verktaki skal
skila húsinu fullbúnu og
utan sem innan.
Útboðsgögn eru seld á
kr. 5.000 hjá Stoð ehfi, á
Sauðárkróki. Tilboð verða
opnuð 29. desember 2005.
íþróttafréttir
íþróttamaður Skagafjarðar
Valinn í kvöld
Kjöri Ungmennasam-
bands Skagafjarðar á
íþróttamanni Skagafjarð-
ar árið 2005 verður lýst í
Ljósheimum í kvöld, mið-
vikudaginn 28. desember
kl 20:00, en tíu íþrótta-
menn hafa verið til-
nefndir.
Á sama tíma og sarna stað
verður íþróttamanni Tinda-
stóls árið 2005 veitt viður-
kenning en eins og áður
hefúr verið sagt ffá í Feyki þá
er það körfúboltamaðurinn
Svavar Birgisson sem hlýtur
þá nafnbót í ár.
Þá verður sú nýbreytni
tekin upp í kvöld að öllum er
velkomið að mæta og fylgjast
með valinu.
Eftirtaldir eru tilnefndir til
íþróttamanns Skagafjarðar
árið 2005 (í stafrófsröð):
Bjarki MárÁrnason,
Umf. Tindastóli, knattspyrna,
Knattspyrnumaður UMFT árið 2005
EinarHelgi Guðlaugsson,
Umf. Tindastóli, sund
Sundmaður Tindastóls árið2005
Katrín Sveina Björnsdóttir,
Golfklúbbi Sauðárkróks, golf
íþróttamaður Golklúbbs
Sauðárkróks árið 2005
Kári Steinn Karlsson,
Umf. Tindastóli, frjálsar íþróttir
Frjálsiþróttamaður UMFT árið 2005
Mette Mannseth,
Hestamannafélaginu Léttfeta,
hestaíþróttir
íþróttamaður Léttfeta árið 2005
Oddný Ragna Pálmadóttir,
Umf. Hjalta, frjálsar íþróttir
íþróttamaður Hjalta árið 2005
Sunna Dís Bjarnadóttir,
Umf. Neista, frjálsar íþróttir
íþróttamaður Neista árið 2005
Sva var A tli Birgisson,
Umf. Tindastóli, körfubolti
Körfuknattleiksm. UMFT árið 2005
íþróttamaður Tindastóls árið 2005
Sævar Birgisson,
Umf Tindastóli, skíði
Skíðamaður Tindastóls árið 2005
Þórarinn Eymundsson,
Hestamannafélaginu Stiganda,
hestaíþróttir
íþróttamaður Stíganda árið 2005
Hestaiþróttamaður Skagafjarðar
árið 2005
smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar
TAXI
Ragnar Guðmundsson
Gilstún 24
Heimasími 453 5785
Gsm 8976085
Hvert á land sem er!
Hestamenn
- hestamenn
Nokkrir básar til leigu. Sé um
fóður og hirðingu. Upplýsingar í
síma 453 5558.