Feykir


Feykir - 04.01.2006, Page 2

Feykir - 04.01.2006, Page 2
2 Feykir 01/2006 Flugeldalaust fyrir þrettándann ?_ Þurftu að sækja flugelda til Akureyrar Metsala var á flugeldum í Skagafirði fyrir þessi ára- mót. Flugeldar hjá björg- unarsveitunum og skátun- um seldust upp og þurfti að sækja viðbóttil Akureyrar. „Salan var vægast sagt mjög góð hjá öllum þeim aðilum sem voru að selja flugelda hér í Skagafirði,” segir Kristján Jónsson hjá Skátafélaginu Eilífsbúum en skátarnir og Skagfirðingasveit á Sauðárkróki voru í samstarfi um flug- eldasölu. „Við seldum íyrir um rúmlega 3 milljónir króna og ég geri ráð fyrir að Flugbjörg- unarsveitin í Varmahlíð hafi ekki selt fyrir mikið minna,” segir Kristján. „Við fórum til Akureyrar til að ná í meira flugeldum og á gamlársdag yfir í Hofsós og sóttumþaðsembjörgunarsveitin Grettir átti. Ég held að Flugbjörgunarsveitin í Varma- hlíð hafi einnig þurft að sækja meira af flugeldum út fyrir héraðið,” sagði Kristján Gamlársdagshlaupið á Sauðárkróki Frábær þátttaka Gamlársdagshlaupið fór fram á laugardaginn í blíð- skaparveðri enda fjölmenntu hlaupagikkir til leiks. Að sögn Árna Stefánssonar voru þátttakendur um 185 talsins, sem er 62 fleiri en mest hefur áður verið. Hlauparar fóru reyndar mishratt yfir - enda var aðalmálið að vera með að þessu sinni. Leiðari Verð á matvöru Uimœða um hátt matvœlaverð er tekin tipp í fjölmiðlum á ís- landi með 2-3 ára millibili. Igamla daga yfirleitt að frumkvœði Alþýðuflokksins eða DV en nú hefur hin nýja Samkeppnis- stofnun blandað sér í slaginn og boðar lœkkun matvœlaverðs. Sro vill til að innlend matvœli eru orðin lítill liluti afútgjöldum heimila. Því verðtir að segja Samkeppnisstofnun og öðrum vinum okkar neytenda til. Reiknistofa bankana er einokunarfjrirtœki í eigu banka. Þarer ein gjaldskrá og bankamir skipta á milli sín milljarða hagnaði. Barflugur vita að verð á drykkjum ersamrœmt milli öldurhúsa. Flöskubjór kostar 3 kr. íframleiðslu en 700 kr. á bar. Engin sýnileg samkeppni er í fargjöldum innanlands. Gjaldskrá rikiseinokunarfyrirtœkja á sviði eftirlitsiðnaðar iýtur engum samkeppnislögmálum. Matvöruverslun er á fákeppnismarkaði. Hvað mcð olíufélögin? En auðvitað erþœgilegast að berja á þeim sem bcrja ekki til baka. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Feykir hf Skrifstofa: Aðalgötu21, Sauðárkróki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri& ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnigtSkrokur.is Sími 455 7100 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson feykir@krokur.is Sími 455 7175 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Áskriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250krónurmeð vsk. Setning og umbrot: Nýprent ehf. Prentun: Nýprent ehf. Fyrsta starfsár ístex á Blönduósi Þvotturinn hefur gengið vel Nú fyrir jólin var rétt ár síðan ullarþvottastöð ístex varformlega opnuð á Blönduósi. Af því tilefni var Ragnar Heiðar Sigtryggs- son vaktstjóri í verks- miðjunni spurður hvernig hefði gengið þetta fyrst starfsár á Blönduósi. „Ég tel að þetta hafi bara gengið mjög vel og engar verulegar bilanir komið upp. Við erum búin að vinna upp ullina sem safnaðist fyrir þetta eina og hálfa ár sem enginn þvottur var. Það getur að vísu leynst einhversstaðar eitthvert smáræði sem kemur þá í vetur með nýju ullinni. Við stoppuðum stöðina í mánuð í byrjun vetrar. Þá var búið að þvo fjórtánhundruð tonn síðan Vaktstjórarnir hjá ístex við ullarstæðuna Guðmundur Svavarsson i Öxl I tv/. og Ragnar Heiðar Sigtryggsson i Bakkakoti. Þeir eru báðir sauðfjárbændur. mynd ÖÞ: stöðin opnaði. Á meðan stöðin var stopp fórum við í viðhald á tækjum og búnaði, það er óhjákvæmilegt annað en dytta að áðuren næsta töm byrjar“ Ragnar segir að eftir ára- mót fari aftur í gang vaktakerfi við þvottinn og þá verður þvegið á tveimur 10 tíma vöktum á sólarhring, fimm daga í viku. Áætlað er að þetta fyrirkomulag verði til apríl loka. Þá verði farið aftur á eina vakt og svo verði væntanlega lokað í einn mánuð næsta sumar vegna sumarleyfa. Þegar vaktafyrirkomulagi er starfa tíu manns í þvottastöðinni en annars 6-7. I samtali við Guðjón Krist- insson ffamkvæmdastjóra Istex kom ffam að hann var mjög ánægður með þann mannskap sem starfar á Blönduósi og hvernig stöðin hefur gengið þetta fyrsta starfsár þar. Hann sagði að flutningurinn hefði orðið kostnaðarsamur en það hefði líka verið lagað ýmislegt jafnhliða flutningnum og sjálf- virkni aukin í stöðinni. ÖÞ: wSkrilsloliisljóri Sparisjóðs Skagafjai*ðar Sparisjóðirnir eru þekktir fyrir persónulega þjónustu sem byggist á þörfum heimamanna og næmum skilningi á því umhverfi sem þeir starfa f, enda eign heimamanna og ákvarðanavaldið í Héraði. Til að fylgja þjónustumarkmiðum sínum enn frekar eftir auglýsir Sparisjóður Skagafjarðar nú eftir skrifstofustjóra. Sparisjóður Skagafjarðar er franisækinn banki í heimabyggð sem stefnir að framúrskarandi l>jónustu við viðskiptavini sína í béraði okkur Skagíirðingum til liagsbóta og velsældar. Helstu verkefni: • Umsjón með sölu og markaðsmálum Sparisjóðsins og Sjóvá • Samskipti og sala til viðskiptavina Sparisjóðsins og Sjóvá • Umsjón skýrslugerða til opinberra aðila. • Viðskiptagreiningar og ýmiss verkefni í samráði við Sparisjóðsstjóra Hæfniskröfur: • Staðbundin þekking á viðskiptalífinu og metnaður fyrir liönd Héraðsins • Áliugi og þekking á sölu og markaðsmálum • Viðskipta og eða rekstrarfræðimenntun • Reynsla af bankastörfum • Framúrskarandi frumkvæði og samskiplahæfni • Geta til að selja Nánari upplýsingar gefur Kristján B. Snorrason Sparisjóðsstjóri í síma 8939230 eða veffangið kristjan@spar.is Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2006 Sp SPARISJÓÐUR SKAGAFJARÐAR SJÓVÁ SKAGFIR0INGABRAUT 9a 550 SAUÐARKR0KUR

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.