Feykir


Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 1

Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 1
Húnavatnssýslur Mun minni laxveiði í sumar en í fyrra Laxveiði í helstu ám í Húnavatnssýslum var mun minni í sumar heldur en árið 2005. Þó veiddist ágætlega í Blöndu, Svartá og Laxá á Refasveit. Miðfjarðará, Víðidalsá og Hrúta og Síká voru allartalsvert undir því sem var í fyrra. Laxá á Ásum sker sig nokkuð úr en hún heíúr löngum verið ein besta laxveiðiá landsins. Þar komu á land einungis 361 lax á móti rúmlega 1100 árið 2005. Meðalveiði áranna 1974 til 2004 er 1070 laxar. Minnst veiddist í Laxá á Ásum árið 2003, þá aðeins 308 fiskar, en mest árið 1975, þá 1881 lax. Einungis er veitt á tvær stangir í allri ánni. I Miðfjarðará veiddust 1208 laxar í sumar, 932 í Vatnsdalsá og 345 í Hrútafjarðará og Síká en þar veiddust 815 laxar í fyrra. Mikið var um dýrðir á Blönduósi síðastliðinn laugardag þegar þremur fyrirtækjum var formlega afhent nýtt atvinnuhúsnæði til afnota. Þungu fargi er létt af sýslusálinni að sjá að á grunni þeim sem áðurvoru þrjú fyrirtæki sem urðu eldi að bráð haustið 2004 er aftur komið lif. Fasteignafélagið Ámundakinn ehf. sem keypti húsgrunninn að Efstubraut 2 Blönduósi sem var I eigu Húnakaupa og Blönduósbæjar afhenti á laugardag fyrirtækjunum Léttitækni ehf, Vélsmiðju Alla ehfog Lagnaverki ehf formlega atvinnuhúsnæði til afnota. Myndir: Jón Sig. KS hyggst kaupa 15% í nýju hlutafélagi um mjólkuriðnað Verið að skoða tilfærslu verkefha frá OS út á land Kaupfélag Skagfirðinga kaupir 15% hlut í nýju félagi um rekstur og mjólkurvinnslu Mjólkursamsölunnar og Norðurmjólkur á Akureyri. KS mun ekki leggja rekstur Mjólkursamlags KS inn í hið nýja félag en tekur þátt í verkaskiptingu og hagræðingu með því. Með þessu eykur KS eignarhlut sinn í mjólkur- iðnaðinum. Gert er ráð fyrir að hlutafé hins nýja félags verði talsvert á annan milljarð króna. KS mun eiga 15% í félaginu, MS 73% og Auðhumla 12%. Tekin verður upp aukin sérhæfing innan hverrar afúrðastöðvar og má t.d. gera ráð fyrir að ekki verði pakkað neyslumjólk á öllum stöðunum. Ná niður kostnaði Ráðgert er að ná niður kostnaði við vinnslu mjólkurafurða með þessum hætti og ljóst er að störfum mun fækka. Að öllum líkindum bitnar sérhæfingin mest á verkefnum Osta- og smjörsölunnar í Reykjavík en eitt af því sem er verið að skoða er að færa verkefhi ffá OS til mjókurafurðastöðvanna úti á landi. Það á meðal annars við um skrifstofustörf og störf í ffamleiðslu og dreifingu. Húna vatnshreppur Tímamótaákvörðun sjávarútvegsráðherra Hvalveiðar hefjast á næsta fiskveiðiári Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í gær að hvalveiðar í atvinnuskyni hefjist á næsta fiskveiðiári. Kom þetta fram í utandags- skrárumræðu um framtíð hvalveiða á íslandi Einar segir þessa ákvörðun tekna á grunni stefúu stjóm- valda urn sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins og með hliðsjón afályktun Alþingis unt hvalveiðar ffá 10. mars 1999. Samkvæmt ákvörðun ráðh- Átla nýir örbylgjusendar Húnavatnshreppur hefur samið við fjarskiptafyrirtækið e-Max um uppsetningu á átta nýjum örbylgjusendum fyrir háhraða fjarskiptanet. Fyrir eru fjórir sendar á vegum e-Max í sveitarfélaginu. Þegar hinir nýju sendar gagnaflutningsnet yfir ör- verða komnir í gagnið á bylgju í Húnavatnshreppi. að vera tryggt háhraða Sveitarfélagið kostar upp- erra verða veiddar níu lang- reyðar og 30 hrefnur á næsta ári, til viðbótar þeim 39 hrefnum sem teknar verða árið 2007 við ffamkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunarinnar, en þá verður því verki lokið sem hófst árið 2003 að safna 200 dýra úrtaki. Samkvætnt tillögu Hafró m)ndu árlegar veiðar á allt að 400 hrefnum og 200 langreyð- um samrýmast markmiðum um sjálfbæra nýtingu. setningu á hinum nýju send- um, þar á meðal rafmagns- lagnir að þeim. Gert er ráð fyrir 5 milljónum króna til verksins í fjárhagsáætlun Húnavatnshrepps en hver endanlegur kostnaður verður liggur ekki fyrir á þessari stundu. Almenn raftækjaþjónusta - tölvu- og rafeindaþjónusta - frysti- og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —CTenyill chp— Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun jm bílaverkstæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.