Feykir


Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 5

Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 5
38/2006 Feykir 5 undir leiðsögn okkar, nreðal annars hákarlaverkun. í frí- stundum geta börnin leikið sér að leiktækjum í tækjasalnum og á kvöldin eru svo kvöldvök- urnar sem allir taka þátt í af lífi og sál og börnin fá sjálf að stjórna að nokkru leyti. Við höfurn fáar reglur en skýrar, t.d. er sælgæti bannað og eins notkun farsíma. Það er borð- aður góður heimilismatur og börnin eru ánægð með það. En það er einmitt þessi festa í starfinu sem forráðamenn skól- anna kunna að nreta og að- sóknin vex með hverju ári." -Hvernig gengur bömunum að venjast heimavistinni sem þau hljóta nú fæst að þekkja af eigin reynslu í dag? „Sum fá heimþrá í fyrstu og eins eru sum ósátt við reglurnar en það er fljótt að lagast og þegar allir eru farnir að ganga í takt er þetta ofsalega gaman. Þetta er gefandi starf og ánægjulegt að fylgjast með og taka þátt þegar allur staðurinn iðar af lífi og glaðværð 100 ánægðra barna." - Og á hvaða aldri em þessi börn? „Þetta er sjöundi bekkur, 12-13 ára börn. Og nú er aðsóknin orðin urn 3000 börn á ári senr er hátt hlutfall þegar þess er gætt að heildarfjöldi árgangsins er um 4400 börn. Þess má reyndar geta að núna þann 23. oktober koma hingað í búðirnar nær eingöngu börn af þessu svæði allt frá Borðeyri til Hrafna- gilsskóla í Eyjafirði. Utan hefðbundins starfs- tíma skólabúðanna rekurn við ferða- og veisluþjónustu og tökum aðallega á móti hópum, stórum sem smáurn. Mikið er unr að hér séu haldin ættarmót, nemendamót gamalla nemenda í Reykjaskóla, endurmenntun- arnámskeið og hverskonar annar mannfagnaður. Við getum tekið á móti allt að 120 manns í gistingu enda rúmgóð húsakynni hér. Þá er jóla- og tónlistarveislan í Reykjaskóla orðin þekkt, en við höldum tvær slíkar í byrjun desember og undanfarin ár hafa færri komist að en vilja enda fáum við landsþekkta tónlistarmenn og gesti í heimsókn." Þegar ekið er úr hlaði hlýtur maður næstum því að öfunda það fólk sem nýtur þeirra forréttinda að starfa á þessurn ffiðsæla stað þar sem glæstar byggingar falla smekklega inn í fagurt umhverfi og glaðvært æskufólk baðar sig í skini norðurljósa á vetrarkvöldum og kemur heim til sín eftir vikudvöl með nýja sýn á lífið og tilveruna. Árni Gunnarsson frá Reykjum Tónleikar Alexöndru Chernyshovu Frábærar undirtektir Alexandra Chernyshova sópransöngkona hélt tónleika í félagsheimilinu Miðgarði sl. miðviku- dagskvöld. Tónleikarnirvoruhaldnir í tilefni þess að söngkonan sendi í siðasta mánuði frá sér geisladisk með ellefú lögum. Á tónleikunum komu frarn auk Alexöndru ýmsir listamenn Má þar nefna tenórana Óskar Pétursson og Ara Jóhann Sigurðsson. Rökkurkórinn, Thomas Higgerson píanóleikara, Gunnar Þorgeirsson lék á óbó.Úlle Hahndorf á selló.Sveinn Sigurbjörnsson á trompet og Kristín Halla Bergsdóttir og Ragnheiður Silja Have Jónsdóttir léku á fiðlu.Auk þess komu fram dansararnir Harpa Arnljótsd-óttir og Logi Vígþórsson. Húsfyllir var í Miðgarði og undirtektir hljómleika- gesta voru frábærar, enda frábær söngur og á köflurn tilþrifamikill sem í boði var. Á söngskránni voru 15 lög, flest úr þekktum óperum og eru nokkur þeirra á nýútkomnum geisladiski. Alexandra kom fram ésamt glæsilegum tónlistarmönnum. Það var því ánægður hópur áhugafólks um tónlist sem yfirgaf Miðgarð eftir frábært kvöld. Athygli vakti og setti skemmtilegan svip á kvöldið að söngkonan þakkaði hverjum og einum fyrir komuna þegar fólk yfir gaf húsið. Nanna Hallgrimsdóttir óskar Alexöndru til hamingju. Blönduós Tímamir breytast og bensínstöðvarnar með Blönduskálinn sálugi fór á haugana í vor og í sumar var byggð sjálfsafgreiðslustöð fyrir þá sem kjósa fremur að dæla sjálfir. Ljósmyndari Feykis fylgdist með framvindu verksins. Myndatextar...

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.