Feykir


Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 6

Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 6
6 Feykir 38/2006 Aftur í liðna tíð XIX :: Hörður Ingimarsson skrifar Framvarðasveit K.S. 1972 Framvarðasveil K.S. 1972 Frá vinstri: Gunnar Haraldsson deildarstjóriiGránu tók við afjóni Björnssyni, Magnús Sigurjónsson sem fórfyrir Byggingavöruverslun K.S., seinna vöruhússstjóri Skagfirðingabúðar. Tómas Hallgrimsson „ Tommi i kaupfélaginu " stýrði Syðribúðinni vefnaðarvörudeild. Tommi var maður mikillar gleði og húmors. Afar vinsæll í samfélaginu á Króknum. Helgi Rafn Traustason verðandi kaupfélagsstjóri, glæsimenni, en féll frá ungur. Sveinn Friðvinsson lengi á bílaverkstæðinu. Ásgrimur Helgason starfsmaður K.S. íáratugi, lengst íKjötbúðinni við Freyjugötu og frá 1961 íKjörbúðinni við Skagfirðingabraut. Sveinn Guðmundsson „kaupi" sextugur að aldri og létafstörfum l.júli 1972 eftir26 ára starffrá árinu 1946. Sveinnstóð upp frá starfi sinu glæsilegurá velli, árin fleiri i lifi hans en útlitið gaf til kynna. Unnur Magnúsdóttir eiginkona Jóns Björnssonar i Gránu. Unnur var elsti innfæddi Króksarinn á lífi er Sauðárkrókur hélt uppá 100 ára byggða afmælið 1971. Unnur var fædd á Hliðarenda þar sem golfvöllurinn er nú. Jón Björnsson i Gránu var við verslun á Króknum frá 1915 eða ium55ár. Jón varhjá Kristni Briem i23 ár og frá 1938 til 1970 deildarstjóri i Gránu, enþá áttiJón rúmt ár i áttrætt. Jón var fádæma þrekmaður til likama og sálar. Fágætur að trúmennsku og dugnaði. Myndin er tekin á skrifstofu kaupfélagsstjóra i Gránu. - Mynd: Stefán Pedersen Eitt leiðir af öðru. Á leið minni um Sæmundargötuna um mitt sumar var komið við hjá Lillu Lúa og Bibba Maríu. Þau heita nú Ragnhildur Lúðvíksdóttir og Ásgrímur Helgason en gælunöfnin eru tamari í munni. Þau hafa verið nágrannar mínir allt frá bernskuárum og síðast spölkorn frá verslun minni í tvo áratugi. Til þeirra hjóna er gott að koma og þau eru mjög glögg á samfélagið á Króknum á fyrri tíð. Ég fékk í nesti ffá þeim bráðskemmtilegar myndir frá árinu 1972 sem án nokkurs vafa eru teknar af Stefáni Pedersen ljósmyndara. En hvert var tilefni mynda- tökunnar? Það er fljótt að gleymast og þurfti að tala við rnann og annan til að komast á sporið. Samband íslenskra Sam- vinnufélaga var stofnað 20. febrúar 1902 og var því sjötíu ára á þessu ágæta ári 1972. Þá voru einnig liðin níutíu ár frá stofnun Kaupfélags Þingeyinga W r *?r Frá vinstri: Ásbjörn Skarphéðinsson tekurvið vinningi sínum úr hendiÁsgrims Helga- sonar i Kjörbúð K.S. Skagfirðingabraut. Á milli þeirra má þekkja Ósk Sigurðardóttir Jósafatssonar. - Mynd: Stefán Pedersen sem varð fyrsta kaupfélag á íslandi. Samvinnuhreyfingin var mjög öflug á þessurn árum, stöndug mjög og ekki nein merki um hnignun sem síðar varð með miklum ósköpunr á til þess að gera örfáum árunr. Sambandskaupfélögin, þar nreð talið K.S., efndu til verðlaunagetrauna í öllunr verslununr félaganna unr allt land til að nrinnast tínra- mótanna. Hjá K.S. voru veitt átta verðlaun senr voru að verðmæti á bilinu 3-4000 krónur, talsvert fé á þessum árunr, glæsilegar körfúr nreð vöruúttekt með neffrdu verð- nræti. Nærri 4000 lausnir bárust við spurningununr og var Unnur Magnúsdóttir, kona Jóns Björnssonar í Gránu, fengin til að draga út vinn- ingshafana. Sveinn Guðmunds- son kaupfélagsstjóri rfirfór lausnir. Þetta voru nreð síðustu enrbættisverkunr Sveins „kaupa” þvr hann lét af störfúnr 1. júlí þetta ár og Helgi Rafrr Traustason tók við senr kaupfélagsstjóri. Ásgrínrur Helgason í Kjörbúð K.S. við Skagffrðinga- braut afhenti Ásbirni Skarp- héðinssyni frá Gili sinn vinning og tekin þessi flna nryird við það tækifæri. Kjörbúðin var fyrirnrynd annarra búða, vandað vöruúrval, vel nrönnuð og vel rekin. Húsið er nú gjörbreytt. Ráðhús, nriðstöð stjórnsýslu í Héraðinu. Til er nrynd tekin í Varnra- hlíð, tekin af sanra tilefni þar senr Guðnrann Tobíasson afhendirElínborgu Guðmunds- dóttur í Djúpadal sinn vinning. Ekki er Ijóst hverjir hinir sex vinningshafarnir voru. Þeim senr halda Feyki til haga skal bent á 37. tbl. árg 2005 þar senr fjallað er unr Svein „kaupa” og K.S. í þættinum „Affur í liðna tíð III”. Hörður Ingimarsson molar Sparkvöllur vígður á Blönduósi á föstudag Sparkvöllur verður væntan- lega vígður á Blönduósi föstudaginn 20. október. Völlurinn er tilbúinn til notkunar og mun Eyjólfur Sverrisson landliðsþjálfari mæta á svæðið og vígja völlinn ásamt bæjarbúum. Aðalverktaki við völlinn var Trésmiðjan Stígandi en grasið var lagt af verktökum á vegum KSÍ. Mýrin sýnd fyrst í Króksbíó Mynd Baltasar Kornráks, Mýrin, verður sýird í boðs- sýningu í Króksbíói annað kvöld. Nokkrir Skagffrðingar hafa fengið boðsmiða á sýnin- guna ásanrt öðru fyrirfólki. Mýrin verður síðan frum- sýnd í Reykjavík föstudaginn 20. október og í framhaldi af því verður hún tekin til almennra sýninga á Sauðár- króki unr nriðjan nóvember. Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Gosa Haustverkefni Leikfélags Sauðárkróks að þessu sinni er barna- og fjölskyldusöng- leikurinn Gosi. Frumsýning verður í Bifröst laugardaginn 21. októberkl. 17 en áætlaðar eru ellefu sýningar á verkinu. Leikverkið unr Gosa er eftir Bryrrju Benediktsdóttur með söngvum eftir Þórarinn Eldjárn við tónlist Sigurðar Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Miðapantanir í sínra 849 9434. Veðurspámaðurinn afhjúpaðurfyrsta vetrardag Fyrsta vetrardag, 21. október nk. verður aflrjúpuð á Blönduósi afsteypa af styttu hins ástsæla myndhöggvara Ásnrundar Sveinssonar sem neffrist Veðurspánraðurinn. Þetta glæsilega listaverk verður reist á nýja torginu sem nú er að myndast við verslunarkjarnann til heiðurs Grínri Gíslasyni sem er einn af heiðursborgurum Blönduósbæjar. Afhjúpunin fer franr kl. 14.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.