Feykir


Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 4

Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 4
4 Feykir 38/2006 Árni Gunnarsson frá Reykjum á Reykjarstönd heimsótti Reyki í Hrútafirði Aðsóknin vex með hvequ ári Þótt Reykjaskóli í Hrútafirði blasi við okkur vegfarendum sem þyrping glæstra bygginga í fögru og friðsælu umhverfi, vita líklega fæst okkartil hlítar hvaða starfsemi þar er rekin eftir að sögu Héraðsskólans lauk. En síðan eru liðin allmörg ár eins og okkur flestum er kunnugt. í dag er þó rekin þarna blómleg starfsemi bæði á sviði grunnskólafræðslu og jafnframt ferðaþjonustu. Til að grennslast nánar urn Elstabygginginerskólahúsið þetta lagði tíðindamaður Feykis sem teiknað var af Guðjóni leið sína niður afleggjarann frá stórbýlinu Reykjum og stað- næmdist við stóra og reisulega skólabyggingu þar sem hann hitti að máli Þorvarð Guð- mundsson skólabúðastjóra og innti hann eftir starfseminni og aðraganda hennar. Samúelssyni og reist á árunum 1929-1930 en Héraðsskólinn tók til starfa 7. janúar 1931 og starfaði til ársins 1988 óslitið utan þess að á hernámsárunum 1940-1943 yfirtók breska her- námsliðið húsnæðið og hafði þar aðsetur. Árið 1955 tók I fjöruferð er margt að finna. Stelpurnarsjá um að greiða strákunum fyrir hárgreiðslukeppnina. Alltaf stuð á kvöldvökum. Ólafúr H. Kristjánsson við skólastjórastarfinu og í hans tíð tók skólinn umtalsverðum breytingum og þá voru þessar stóru og glæsilegu viðbótar- byggingar reistar. Það eru heimavist fyrir 60 nemendur ásamt þremur kennaraíbúðum, íþróttahús og 25 metra sund- laug. Árið 1988 lauk hefðbundnu skólastarfi, enda hafði þá starfsemi héraðsskólanna víðast hvar runnið sitt skeið á enda. Þá var skólabúðastarfsemin sett á stofn og höfðu þar frumkvæði Bjarni Aðalsteinsson síðasti skólastjórinn og Sigurður Helgason sem þá vann f Menntamálaráðuneytinu. Þeir fóru og kynntu sér rekstur skólabúða erlendis, m.a. í Noregi. Þá var ákveðið að stofna til þessa reksturs hér sem síðan hefúr dafnað og blómgast. -Hvað geturðu sagt mér um starfsemina í dag? „Þessi rekstur var boðinn út árið 2003 og þá buðum við, þessi tvenn hjón í hann, stofiiuðum fyrirtækið Reykja- tanga og gerðurn 20 ára samn- ing við sveitarfélagið fyrir hönd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Við hófumst handa við að snyrta og fegra svæðið strax í upphafi og það hefur verið ánægjulegt að heyra hvað nrargir hafa borið lof á útlit og umhirðu staðarins. Jafnvel garnlir forráðamenn staðarins hafa fært okkur þakk- ir f)TÍr þann rnetnað fyrir ásýnd staðarins sem við reynum að sýna í verki. Við erum tvenn hjón sem að rekstrinum stöndum; ég og konan mín Ingunn Pedersen, Karl B. Örvarsson, matreiðslu- meistari og kona hans Halldóra Árnadóttir senr er menntuð í férðamálaffæðum, svo þetta er góð blanda. Skólabúðastarfsemin hefst í lok ágúst og stendur óslitið til maíloka. Þetta eru blandaðir hópar, 90-100 börn í senn ásamt kennurum sínum og aðstoðar- fólki. Dagskráin hefst á mánu- dagsmorgni og lýkur um hádegi á föstudag. Tilgangurinn rneð þessu er margþættur, það er hópefli í gangi sem snýr rn.a.að gagnkvæmri kynningu, tillit- semi og upprætingu eineltis, / Syðsta Hvammi skoða nemendur hlandkoppinn. Reiptog í fatasundi, stelpurnar taka á... ... en strákarnir höfðu betur! Þessir Vestfirðingar komust í úrslit í hárgreiðslukeppni pilta sem haldin er á fimmtudögum. í 1 jJlZhgm , ijjjy s i ö s l v 1 P ? íqjpiUnp Nemendur skoða hákarlaskipið Ófeig frá Ófeigsfirði á Byggðasafninu. síðan er náttúruffæði og náttúruskoðun,en þar nýtum við aðstöðuna hérna eftir föngum með fjöruferðum og ýmsu öðru sem umhverfið býður upp á, jafnvel er farið út á báti ef veður leyfir. Lengi vorum við með heim- sókn á sveitabæ, Tannstaða- bakka þar sem börnin fengu að skoða búskaparhætti, því einn þáttur starfseminnar er að börnin fái sem besta innsýn í lífið úti á landsbyggðinni og víldd út sjóndeildarhringinn. Svo er Byggðasafn Húnvetn- inga og Strandamanna hér á staðnum og það er skoðað

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.