Feykir


Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 2

Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 2
2 Feykir 38/2006 íslenski fjárhundurinn fluttur á mölina Sífellt fleiri bændur fá sér landamærahunda íslenski fjárhundurinn er fluttur á mölina en skarð hans fyllir í auknum mæli landamærahundurinn svo kallaði (Border Collie), sem erfjárhunduraf skoskum uppruna. Nýstofnað Smalahunda- félag Skagafjarðar í samvinnu við Landbúnaðarháskólann a Hvanneyri stendur fýrir námskeiði í tamningu flár- hunda fyrstu helgina í nóvember. í frétt frá félaginu segir að námskeiðið nýtist eigendum Landamærahunda (Border- Collie) hest, en eigendur annarra hunda geta einnig haft gagn af námskeiðinu. Hundar sem koma á námskeiðið skulu vera bólusettir við smáveirusótt og ormahreinsaðir. Námskeiðið verður í Reiðhöllinni á Sauðárkróki. Leiðbeinandi er Gunnar Einarsson á Daðastöðum. Námskeiðið er styrkliæft í gegnum ýmsa sjóði stéttarfélaga sem og starfsmenntasjóð bænda. Vel þjálfaður landamæra- hundur getur afkastað á við marga menn í smölun. Þeir sntala yfirleitt þegjandi en bændur sem Feykir ræddi við segjast sakna þess sumir að lieyra ekki hundgá í göngum. Fjölmennifylgdistmeð keppni smalahunda á Landbúnaðarsýningu Flugu nú i sumar. - Mynd: ÓAB Leiðari Bjórinn Fyrir rúmu nri skýrði Feykirfrá því áforsíðu að hópur fagjjár- festa hyggðist reisa bjórverksmiðju í Skagafirði. Áœtlanir fyrir framkvœmdir og rekstur voru klárar en síðan hefur sennilega ekki tekistað fármagna hugmyndina. Ábyggilega vantaði bara herslumuninn og vœri ekki úr vegi að dusta rykið af áœtlununum og klára málið. Þetta er allt ofgóð hugmynd til að hrinda henni ekki í framkvœmd. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Utgefandi: Feykir hf Skri/stofa: Aðalgötu 21, Sauðárkrúki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Olafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. fíitstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Sími 455 7100 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson feykir@krokur.is Simi 455 7/75 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Nyprent ehf. Prentun: Nýprent ehf. Samtök Náttúrustofa á íslandi Vel heppnað ársþing á Bakkaflöt Sæll hópur starfsmanna náttúrustofa eftir frábæra flúðasiglingu i Vestari Jökulsá. Þann 30. september síðast- liðinn var haldið annað ársþing Samtaka náttúrustofa á íslandi, SNS. Þingið sem er haldið í tengslum við ársfund samtakanna og var að þessu sinni haldið á Bakkflöt í Skagafirði, í umsjón Náttúrustofu Norðurlands vestra. I'ingið tókst í alla staði vel, enda Skagfirðingar höfðingjar heim að sækja. Fjöldi áhugaverðra erinda voru flutt og góðar umræður voru um starfsemi og framtíð stofanna. í tengslum við þingið og ársfund samtakanna eru einnig haldnir samráðsfundir starfs- manna, forstöðumanna og stjórnamanna stofanna þar sem rædd er sameiginleg málefhi stofanna og framtíð- aráform. Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofú Norðurlands vestra setti þingið og afhenti Svanhildi Guð- mundsdóttur, stjórnarfor- manni Náttúrustofu Norður- lands vestra fundarstjórn. Umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, hélt tölu og ræddi um náttúrustofur, mikilvægi þeirra og framtíðarhorfur. Sveinn Kári Valdimarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness, hélt kynningu á starfsemi náttúrustofa. Hann fór yfir helstu verksvið og verkefni stofanna og koma þar berlega fram hversu vítt fræðasvið sérffæðingar á náttúrustofunum spanna. Einnig vakti niikla athygli skemmtileg ffamsetning Sveins á staðsetningum verkefna náttúrustofanna. Sameiginlega vinna náttúrustofurnar á landinu öllu og gaman að sjá hversuyfirgripsmikilstarfsemin erálandfræðileganmælikvarða. í lokin fjallaði Sveinn um mikilvægi á uppbyggingu slíkrar starfsemi, eins og fer fram á náttúrustofunum fyrir hinar dreifðu byggðir á landinu. Skúli Skúlason rektor Hólaskóla - Háskólans á Hólum fjallaði um í fyrirlestri sínum um nýja sýn á líffræðilegum fjölbreytileika. Þar velti Skúli upp fjölmörgum spurningum og fór meðal annars yfir skuldbindingar okkar íslendinga í alþjóðlegu samstarfi um verndun og nýtingu náttúrunnar. Kristinn Albertsson, for- stöðumaður Akureyrarseturs Náttúruffæðistofirunar Islands fjallaði um samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Islands við náttúrustofur og mikilvægi farsæls samstarfs þeirra á milli. Árni Bragason, forstöðu- maður náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofn- unar, fjallaði um samstarfsfleti Umhverfisstofnunar við nátt- úrustofur. Hann fór yfir starfsem i Umhverfisstofnunar og benti á hugsanlega sam- starfsfleti innan ólíkra sviða hennar. Árni tók síðan dæmi um samstarf stofnunarinnar við náttúrustofur, meðal annars í sambandi við hrein- dýrarannsóknir, náttúruvernd og landvörslu. Rögnvaldur Ólafsson, for- maður stjórnar Stofnunar ffæðasetra Háskóla Islands, flutti erindi um fræðasetur Háskóla Islands. Rögnvaldur fjallaði rneðal annars um uppbyggingu ffæðasetra á landinu og hin sterku tengsl sem eru að byggjast upp á milli þeirra og náttúrustofa. Að loknum fyrirlestri Rögnvaldar var undirritaður samstarfssamningur milli Stofnunar ffæðasetra Háskóla fslands og Samtaka náttúru- stofa. Að loknu umræðum og kaffi voru fluttir sjö fræðslu- fyrirlestrar frá náttúrustofun- um sem endurspegluðu vel fjölbreytileika í starfsemi stofanna.ÞarfluttiSkarphéðinn Þórisson frá Náttúrustofu Austurlands fyrirlestur um vöktun og rannsóknir á íslensku hreindýrunum. Yann Kolbeinsson frá Náttúrustofu Suðurlands, flutti fyrirlestur um þórs- og óðinshanarann- sóknir á Suðurlandi. Sigríður Kristinsdóttir ffá Náttúrustofu Reykjaness flutti fyrirlestur um þjóðgarða í sjó. Róbert A. Stefánsson ffá Náttúrustofu Vesturlands flutti fyrirlestur uni minkarannsóknir. Ragnar Edvardsson frá Náttúrustofu Vestfjarða flutti fyrirlestur um fornleifafræði, menningar- rninjar og landsbyggðina. Þorsteinn Sæmundsson frá Náttúrustofu Norðurlands vestra flutti fyrirlestur um jarðsig á Siglufjarðanægi um Almenninga og Þorkell Lind- berg Þórarinsson frá Náttúru- stofu Norðausturlands flutti fyrirlestur um stofnstærð flórgoða á íslandi. Fyrirlestra náttúrustofanna er hægt að skoða á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra, www.nnv.is og á heimasíðu samtakanna www.sns.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.