Feykir


Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 7

Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 7
38/2006 Feykir 7 Nafn: Sigurveig Dögg Þormóðsdóttir yfir dýralífsþáttum en veit sjaldan af þeim fyrirfram. Besta biómyndin? Úff, erfitt val. Sódóma Reykjavík og Með allt á hreinu eru náttúrulega klassískir gullmolar. Þær sem ég hef svo horft oftast á á DVD eru líklega Shrek I og 2 (ath. á ekki börn og horfi því á þær sjálfviljug), Pirates of the Carrabian og Allt ummóðurmína. OgLord of the Ftings. Og Pulp fiction. Og stuttmyndin Síðastibærinn. Og... Bruce Willis eða George Clooney/Ange- lina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Brúsi minn og Angelina. Þótt Goggi sé sætur finnst mér hann alltaf vera eitthvað svo rolule- gur og Gwynet fýkur nú bara burt með næstu vindhviðu. Hvað fer helst í inn- kaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Nóa-kropp, geisladiskarog góðarskáld- sögur. Hvað er í morgunmatinn? Ab-mjólk, Havre fras, bananar og te úr blóðbergsblöndu. Uppálialds málsliáttur? Anægja erauðibetri. Hvaða teiknimyndapersóna liöfðarmest tilþín? Uhh líklega Shrek, eða nei, einu sinni sá ég teiknimyndabækur sem voru sænsk- ar og hétu Ensama mamman, dásamleg einstæð móðirsem gatfengið brjálæðis- kastútafbrauðmylsnu á bekknum, algjör snilld. Hvert ersnilldarverkið þitti eldhúsinu? Kjötsúpan sem ég gerði ísíðustu viku, al- gjört æði. Og súkkulaðilímónuostakakan hennar Nigellu. Hver er uppáhalds bókin þín? Úffþær eru enn fleiri en myndirnar. Mér hefurþó líklega lengst þóttvæntumsög- una afDimmalimm. Efþú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...til Nepal, eða Chile, eða Oslóar eða Grímseyjar. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Letiköstin. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þeirra letiköst, og svo þegar fólk er ekki hreinskilið. Enski boltinn - hvaða lið og afhverju? Æji Jói í hvaða liði er Hemmi minn aftur? Nú bara afþví Hemmi er flottastur! Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Kristínu Rós Hálkonardóttur sund- drottningu og Þorsteini Ingvarssyni upprennandi frjálsíþróttastjörnu. Sakna Collina líka aðeins. Heim íBúðardal eða Diskó Friskó? Diskó, ekki spurning. Hver var mikilvægasta persóna 20. ald- arinnar að þínu mati? Tjah, ég væri nú ekki hér hefði foreldra minna ekki notið við svo ég segi Ingi- gerður Kristín Jónsdóttir og Þormóður Asvaldsson. Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Bækur, Jóa og sólarvörn. Ég meina Jóa, sólarvörn og bækur. Eða Jói er nú samt kannski ekki hlutur.... Hvað er best í heimi? Knús. Árgangur: 1972. Fjölskylduhagir: Bý með Jóhanni Sig- marssyni. Starf/nám: Sjúkraþjálfari. Bifreið: Það er hann Balli minn, árgerð 1996, gegnir ýmsum hlutverkum, allt frá drossiu upp í vöruflutningabíl. Hestöfl: Jájá örugglega. Hvað er í deiglunni: Gosi, Gosi og aftur Gosi, frumsýning á laugardaginn kl. 17:00 í Bifröst og allt á fullu við að redda þvi sem þarfað redda fyrirstóra leiksýningu. Hvernig hefurðu það? Bara svona Ijómandi fínt, þakka þér fyrir. Hvernig nemandi varstu? Ja, það eru nú ekki mörg ár síðan pabbi sýndi mér umsögn frá einum kennaranum minum siðan í 9. bekk, mig minnir að þar hafi staðið að ég væri draumanemandi... ætli ég hafi ekki sofið svona mikið í timum hjá honum blessuðum. Hvað er eftirminnilegast frá fermingar- deginum? Einn frændi minn og jafnaldri vildi ekki kyssa mig til hamingju svo ég kyssti hann og sprengdi é honum vörina um leið. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Mér finnst ég ekki vera orðin stór enn, ég á eftir að gera svo mikið. T.d. finna upp beinlausan fisk, pott sem sýður ekki upp úr, pillu við vefjagigtog margtfleira. Ann- ars ætlaði ég að verða smiður alveg þan- gað til ég ákvað að verða leiðsögumaður, en hætti við það þegar mig langaði að læra læknisfræði og hætti við það þegar ég sá að sjúkraþjálfunin ætti líklega miklu betur við mig. Hvað hræðistu mest? Að einn daginn verði hætt að framleiða Nóa-kropp. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Sú fyrsta var Duran Duran - Arena. Keypti hana svo aftur á geisladiski í fyrra og komast að því að Simon er svo hræðilega falskur á henni að ég get ekki hlustað á hana. En hún er rosalega góð í minningunni. Hvaða lag ertu liklegastur til að syngja í Kareókí? I will survive, ekki spurning. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarp- inu (fyrir utan fréttir)? Horfi nú helst aldrei á fréttir en mátti alls ekki missa af Magna i Rockstar super- nova. Gilmore girls eru skemmtilegar og nördarnir líka en ég má alveg missa af einum og einum þætti. Límist líka niður skáta- og íþróttafréttir Skátamótá Sauðárkróki „Krókur á móti bragði" 2Vf SMHUUHÓPURtffli f ^ /k'. r úl'íc rKjii itjj(ddk$ r CgrifÁÆ’/ófa -> Matarmikil veisla að hætti heimamanna -> Skelfilegur myrkraleiktif/j aðfararnott laugardagí ; ]] H tuuturóxuuf -> Rómantískt næturgaman drengja & stúlkna. Setningarathöfn Smiójudaga 2006 ámsf i 'k vnmnjaímlt ' , *-) DJ.Krókur & róóramennirnir leika fyrír dansi -> Hrikalegí skemmtileg skátastemmning á Sauðárkróki cJKgmuntíf spumuis -> Drengir & stúlkur hvaöanæva af að landinu koma saman i stærsta knusi landsins! * % uSflfftitn 2006 ~(T" Spennandi keppni í skemmtilegum ’i þrautum í umsjá bjórgunarsveitanna ýQxffxir á jnotí (jrajz)í ”|§ÉÍglk Þú getur verid meó i stærsta ævintýri ársins * smelltu þér á www.foringinn.is og kynntu þér málið - strax í dag! Smiðjudagar eru umgjörð árlegs alheimsmóts skáta á öldum Ijósvakans og á netinu og eru I daglegu tali nefnd JOTAogJOTI. Nánarí upplýsingar: www.foringinn.is Dagana 20.-21. október nk. fer fram stórt skátamót á Sauðarkróki. Mótið er haldið í tengslum við árlegt alheimsmót skáta (JamboreeOnTheAir) sem fer fram á öldum Ijósvakans með aðstoð fjarskiptatækja og internetsins. Hérálandi hefur mótið gengið undir nafninu Smiðjudagar og yfirskrift mótsins að þessu sinni er "Krókur á móti bragði". Smiðjudagar eru umgjörð utan um þetta alheimsmót þar sem almenningi er gefin kostur á því að kynnast skátastarfi en þungamiðja dagskrárinnar snýst að sjálfsögðu um skátana sjálfa en að þessu sinni er gert ráð fyrir þátttöku 100 skáta víðsvegar að af landinu. Auk þess verður bömum og unglingum á Sauðárkrókiboð- in þátttaka og á laugardeginum verður sérstök dagskrá fyrir ijölskyldufólk og heimamenn. Öllum nemendum í 8., 9. og 10. bekk verður boðið að taka þátt í dagskrá ffá kl. 14:00 og er mæting í framhaldsskólann kl. 13:30. Öðrum íbúum Sauðárkróks er boðið til dagskrár kl. 16:00 sem nefnist ”Skáti í einn dag” þar sem boðið verður upp á margvísleg skemmtileg verkefni. Allir bæjarbúar eru svo hvattir til að taka þátt í kvöldvöku sem hefst kl. 20:00 og fer fram í framhaldsskólanum. Smiðjudagar ferðast á milli bæjarfélaga ár hvert og er markmið þeima er að efla og vekja trekari áhuga á skátastarfinu í viðkomandi bæjarfélagi og þetta árið hefúr Sauðárkrókur orðið fyrir valinu. Iceland Express-deildin í körfuknattleik_ Stólunum spáð fallsæti KKI hélt kynningarfund í gærfyrir lceland Express deildina í körfuknattleik. Þar var kunngerð spá forráðamanna liðanna um niðurröðun liðanna að loknu keppnistímabilinu. Það eru forráðamaður, fyrirliði og þjálfari hvers liðs sem stóðu að valinu. Samkvæmt spánni endar Tindastóll í 11. sæti deildarinnar og þar með í fallsæti og þá er hinum nýliðunum, Þór Þorlákshöfn einnig spáð fallsæti. Njarðvíkingum er aftur á móti spáð íslandsmeistara- titli, Keflvíkingum öðru sæti, KR-ingum því þriðja og lærisveinum Vals Ingimundar í Skallagrími er spáð fjórða sæti. Að sjálfsögðu munu Kristinn Friðriks og félagar í Tindastóli gera allt til að gera lítið úr þessari spá og kannski ekki mikið verið að marka leikina á undirbún- ingstímabilinu. Fyrsti leikur Tindastóls er gegn Haukum í Hafnarfirði nú á föstudagskvöldið og fyrsti heimaleikurinn er gegn Þór Þorlákshöfn nk. þriðjudagkl. 19:15. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Hvolpar fást gefins Þrir fallegir hvolpar fást gefins. Upplýsingari síma 8919396 og 8929396 Píanó til sölu Tilsölu YAMAHA pianó Upplýsingarisíma 4536564/8626564 Hvellur Dönsum dátt i Ljósheimum laugardagskvöldið 21/10 kl. 22-02. Hljómsveitin H. U. H úr Húnavatnssýslu leikur fyrir dansi. Látið ekki þetta tækifæri ónotað. Fögnum vetri og mætum vel. Greiðslukort ekki tekin Stjórnin. Múrverk Múrari vill taka að sér vinnu í haustog vetur. Upplýsingar i síma 849 9431. Bíll til sölu Tilsölu erSubaru Impresa árg '98 Upplýsingar gefur Hörður ís: 860 0041 Jeppakerra til sölu Jeppakerra með fjárgrindum og PZ135 sláttuvél til sölu. Upplýsingar i sima 453 5630, 892 7472,453 7472 eða 892 7482 Til sölu Tveirhestar, brúnskjóttur 7 vetra og rauðblesóttur 5 vetra. Upplýsingarí síma 4538106.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.