Feykir


Feykir - 13.12.2006, Blaðsíða 2

Feykir - 13.12.2006, Blaðsíða 2
2 Feykir 46/2006 Brottfall nemenda á framhaldsskólastigi Brottfall meira í starfs námi en bóknámi Afföll á lömbum Miög mismunandi affföíí milli bæja Félag Sauðfjárbænda í Skagafirði gerði fyrr á þessu ári könnun um afföll sauðfjár í afrétt vestan vatna (í Skefilsstaðahr, Skarðshr, Staðahr, Seyluhr og Rípurhrepp hinum fornu). Brottfall nemenda í Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki var nokkuð hærra en landsmeðaltal á árinu 2004. Fleiri karlar en konur hættu í námi og brottfall í starfsnámi var mun hærra en í bóknámi. Þetta kemur fram í samantekt frá menntamála- ráðuneytinu. Á landinu öllu voru ríflega 19.300 skráðir í nám á framhaldsskólastigi 2004 og af þeim hættu tæplega 3.200 eða 16,4%. I Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra var hlutfall brottfallinna 23% en hæsta hlutfall hjá einstaka skóla var 41% hjá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellsýslu. Brottfall karlkyns nem- enda var 18,2% en 14,6% nreðal kvenna. Þá konr í ljós verulegur munur á brotfalli eltir því hvort um var að ræða bóknám eða starfsnám 13,2% nema í bóknámi heltust úr lestinni en 22% nema í starfsnámi. Könnunin var fyrir árið 2005. Markmið hennar var greina hvort heimtur færu versnandi og hverju menn kenndu um. Send var út skrifleg könnun til bænda. Svörun var mjög góð eða 85 % í heild þ.e. svör frá 39 bæjum af 46 er sent var til. Frá þessum bæjunr voru rekin í afrétt 11.713 lörnb. Að hausti vantaði 88 ær og 344 lömb af fjalli að meðaltali 2,9% lömb frá bæ en 6 bæir voru með 5% eða meiri vanhöld. Eftir svæðum voru vanhöld mest á Skaga eða 4,1% en minnst hjá þeim sem fá fé sitt í Skarðarétt eða 2,0% Staðarafréttur var með 3,5% vanhöld. 31% bænda tölu vanhöld vera að aukast, en 56% svipuð og verið hefur. Af þeint 31% sem höfðu tilgátu um hvers vegna vantaði af heimtum nefndu flestir ref senr ástæðu, en 56% höfðu enga tilgátu. Frá 41% bæja hafði fé orðið fyrir dýrbít á undanförnum áruin og frá sex bæjum hafði komið dýrbitið fé 2005 (15%). Nær samdóma álit bænda 89% var að refværi að fjölga og 82% þeirra hafði orðið var við ref á síðasta ári. Frá árinu 1998 til 2006 hafa tölur um veidda refi sýnt verulega fjölgun. Árið 1998 veiddust 251 refúr en 2005,317 og árið 2006, 320 samkvæmt upplýsingum frá Landbún- aðarnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar. Jafnfranrt hefur kostnaður sveitafélagsins vegna veiða á ref og mink aukist á þessunr árum verulega, eða úr rúmum 4,7 miljónum í 7,2 miljónir. ÖÞ: Atvinnulífið Trvqgingagjald lækkar Tryggingagjald lækkar um 0,45% frá og með næstu áramótum. Jafnframt verða þær breytingar að 0,25% af gjaldstofni tryggingagjalds verður nýtturtil að jafna örorkubyrði lífeyrissjóða. Greiðslur úr ríkissjóði til að jafna örorkubyrði lifeyrissjóða hefjast þó ekki fýrr en í ársbyrjun 2009. Tryggingagjald er nú 4,99% en lækkar um áramót í 4,54%. Breytinguna má rekja til viljayfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði. Leiðari Jólagleði Hin stmna jólagleði verður hvorki keypt með mat né gjöfum. Hún verður til í okkar eigin hugskoti. Byggir á sátt við okkur sjálf ogfriði viðguð ogaðra menn. Að fagna Þorláksmessu með bakkusi er ágcet leið til að eyðileggja aðfangadag fyrir sjálfum sér og öðrum. Jólin eru hátíð barna. Við eigum að taka á móti boðskap þeirra af einlægni barnsins. Eins ogforðum. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Feykir hf Skritstofa: Aðalgötu 21, Sauðárkróki Blaðstjórn: Arni Gunnarsson, Áskell HeiðarÁsgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Olafur Sigmarsson og Páll Dagbjansson. Ritstjóri S ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Simi 455 7100 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson feykir@krokur.is Simi 455 7175 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónurmeð vsk. Setning og umbrot: Nýprent ehf. Prentun: Nýprent ehf. Óskar Pétursson frá Álftagerði „Móttökumar voru frábærar" „Skagfirðingar hafa alltaf tekið mér vel. Móttökurnar á Króknum á laugardaginn voru alveg stórkostlegar en okkur hefur í raun allstaðar verið vel tekið og mér skilst að disk- urinn seljist vel" sagði Óskar Pétursson frá Álftagerði. Óskar og Gunnar Þórðarson tilgangiaðkynnahljómdiskinn voru á Sauðákróki í þeim Ástarsól sem út kom í byrjun nóvember. Á diskinum eru 14 lög og syngur Pétur þau öll en fær aðstoð í tveimur. Lögin eru öll eftir Gunnar Þórðarson. Þeir félagar hafa verið í nokkrum verslunum undanfarið og áritað diskinn. „ Við Gunnar verðurn rnikið í því að koma fram og kynna diskinn næstu daga. En eftir áramótin gerunt við ráð fjTÍr að halda samstarfinu áfram og halda þá jafnvel nokkra hljómleika og þá verðum við að sjálfsögðu með ffítt föruneyti nreð okkur. Það væri virkilega gaman að koma í Skagafjörðinn nreð eina slíka en ég get þó ekki lofað þessu því ntér skiist að nú sé ekki hægt að vera í Miðgarði. En ég óska Skagfirðingum gleðilegra jóla og þakka þeirn tr)'ggð við mig á liðnum árurn” sagði ljúflingurinn Óskar frá Álftagerði að lokum. ÖÞ: Hver erþess verðugur að bera titilinn? Skagfirðingur ársins 2006 Skagafjörður.com og Feykir hafa tekið höndum saman um að velja Skagfirðing ársins 2006. Allir koma til greina, það er að segja allir sem eigalögheimili í Skagafirði. Það eina sem þið þurfið að gera lesendur góðir er að senda okkur línu. Þarna þarf að koma fram hver tilnefndur er og hvers vegna og þurfa tilnefningar að berast í hús í síðasta lagi þann 22. desember. Sérstök valnefnd mun síðan fara yfir tilnefningar og hafa úrslitavald um það hver verður Skagfirðingur ársins 2006. Úrslit verða síðan birt í 1. tölublaði Feykis árið 2007 sem kemur út fimmtudaginn 4. janúar. Skagafjörður.com hefur tvívegis áður staðið fyrir vali á Skagfirðingi ársins, árin 2002 og 2003, og fór valið fram með netkosningu. Ótvíræður sigurvegari í könnuninni 2002 varð Baldur Ingi Baldursson með 32% atkvæða en Baldur vann frá- bært björgunarstarf er hann bjargaði barni ffá drukknun í sundlauginni í Hveragerði. Sjónvarpsstjarnan Auð- unn Blöndal var valinn Skagfirðingur ársins 2003 í netkönnun sem stóð yfir í 10 daga. Auðunn fékk992 atkvæði eða um 48% atkvæða. Þeir sem vilja tilnefna einhvern sem Skagfirðing ársins geta annað hvort sent póst á netfangið madurarsins@ nyprent.is eða þá upp á gamla móðinn í pósti og er heimilisfangið. Skagafjörður. com / Feykir Maður ársiris 2006 Borgarflöt / 550 Sauðárkrókur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.