Feykir


Feykir - 13.12.2006, Blaðsíða 4

Feykir - 13.12.2006, Blaðsíða 4
4 Feyfcir 46/2006 verkefrium í atvinnulífinu og tekið áhættu? „Jú, jú, það fer mikil orka og tími í nýsköpun. Hjá mér er þetta árátta. Ég hef aldrei yfirgefið viðskiptalífið þó að ég hafi farið í stjórnmál. Ég er haldinn þeirri vissu að við verðum sífellt að leytast við að skapa ný verðmæti. Annars verður stöðnun. Þjóð eins og við íslendingar sem er komin í fremstu röð hvað snertir lífsgæði, verður að halda stöðugt áfram að horfa til nýrra verð- mæta. Nýsköpun ásamt frjáls- urn viðskiptum og frjálsri verðmyndun er drifkrafturinn í hinu opna vestræna hagkerfi. Ég hef tekið þátt í þessu og á vonandi eftir að gera það áffarn." -Sumir segja að þið Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæisflokksins og forsætisráðherra, hafið unnið náið saman? „Oft á tíðum gerðum við það. Ég hef hins vegar alla tíð verið trúr og dyggur sjálfstæðismaður og ein af höfúðskyldum sjálf- stæðismanns er að vera ávallt reiðubúinn að styðja formann flokksins. Þorsteinn Pálsson var og er mikill vinur minn. Þegar Davíð bauð sig fram gegn Þorsteini taldi ég mér skylt að standa þétt með sitjandi formanni flokksins, hvað ég og gerði frarn á hin síðustu sáru augnablik. Hin harða afstaða mín með Þorsteini hefur ekki skyggt á neitt á milli okkar Davíðs. Einu sinni barst þetta í tal milli okkar. Ég var þá formaður Vinnu- veitendasambandsins og var að vinna fyrir Davíð á hans fyrsta starfsári. Hann færir þetta í tal að ég hafi lagt mig allan fram um að koma í veg fýrir að hann yrði formaður flokksins og forsætisráðherra. Égbenti Davíð á að síðan þá hefði fýrst og fremst eitt gerst. Hann hefði skipt um skoðun en ekki ég. Nú væri hann sammála því sem ég hefði alla tíð haldið fram, að menn ættu alltaf að styðja og styrkja formann Sjálfstæðis- flokksins. Davíð hló við og við ræddum þetta ekki meira." -Norðvesturkjördæmi er sennilega erfiðast yfirferðar allra kjördæma á landinu. „Ég skal ekki leggja dóm á það. Ég var mjög á móti þessari kjördæmaskipan og taldi hana vitleysu. Sjónarmið stjórna flokkanna er að reyna að tryggja jöfnuð þeirra á milli og með það að leiðarljósi var núverandi kjördæmaskipan kornið á. Ég er enn á móti henni. Það var til dærnis alveg dæmalaus vitleysa að kljúfa hinn forna Norð- lendingafjórðung. Skynsamlegt væri að tengja betur saman Skagafjörð og Eyjatjörð en af því að þetta eru orðin tvö kjördæmi talar enginn fyrir því. Saga atvinnu og mennningar segir okkur að Norðurland er einn landshluti. Fyrr en síðar kemur að því að menn viðurkenna þessi mistök. Helst vildi ég sjá einmenningskjör- dæmi og landslista til hliðar til þess að jafna vægi á milli flokkanna en það er annað mál. Norðurlandskjördæmi vestra og Vesturlandskjördæmi voru sameinuð Vestfjarðakjör- dæmi. Það er mikil reynsla að kynnast sem þingmaður tveimur nýjum kjördæmum. Þessu fylgir mikil vinna en fýrst og fremst hefur mér fundist hún ánægjuleg. Okkur þing- mönnum er ævinlega vel tekið. Ég sé engan meginmun á fólki effir því hvort það býr innst til dala Norðanlands eða á útnesjum Vestfjarða. Fólkið er nákvæmlega eins en lífsstíllinn er frábrugðinn vegna þess að umgjörðin er mismunandi. Eitt verð ég þó að nefna sem var nýtt fýrir mig, sem er ættaður af Vesturlandi og alinn upp á bryggjum Vestfjarða. Það er þessi mikla lífsgleði hesta- mannanna í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Ég get ekki annað en dáðst að henni. Það er alveg ótrúleg lífsfýlling sem þetta dýr veitir stórum hópi manna." -Þú hefur verið hreinskilinn og sagt þína skoðun en ekki endilega grætt á því í pólitíkinni. Er þetta taktík eða ertu svona að eðlisfari? „Maður tapar yfirleitt á því pólitískt. Ég held að að þetta eigi eitthvaðviðmínalyndiseinkunn. Mér leiðist innihaldslaust mas. Ég vil vera hreinskilinn og það fólk sem mér þykir vænst urn segir segir sína skoðun um- búðalaust og er ekki að hringla endalaust um ekki neitt." -Þú hefúr stundum tekið mikið upp í þig í umræðu um kjarasamninga? „Ég hef alltaf sagt það sarna. Þegar launþegar bera ffarn sínar kröfur hafa þeir rétt fýrir sér, vegna þess að launakröfur byggja á samanburði og það er alltaf hægt að finna einhvern sem rnaður telur að hafi það betra. En ef þú lítur á heildina hefúr það alltaf orðið launþeg- um til mestra vandræða þegar sarnið er um hærri kaupmátt en framleiðslumáttur þjóðarinnar leyfir. Þá gerist ekkert annað en að þessar hækkanir eru teknar af fólki aftur í formi verðbólgu. Hinir lægst launuðu fara alltaf verst út úr þessu. Þegar menn eru að nudda sér utan í fátækt fólk og segja “ég er svo mikill vinur þeirra sem búa við verstu kjörin”, er það þvi miður undantekningalaust hræsni. Þeir sem standa verst að vígi eru oft skuldugastir og tapa mest á verðbólgunni. Mig svíður off undan því hvað menn geta sagt rangt til um þessa hluti." -Nú hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi undanfarin ár. Hvað sérð þú sem brýnustu verkefni næstu ára? „Líf þessarar þrjúhundruð- þúsund manna þjóðar sem býr á þessari stóru eyju í norður- hjaranum er eins og eilíf kraftaverk eins og skáldið Davíð Það er stutt í jólin og þeir sem eru orðnir leiðir á söltuðu og reyktu kjöti hafa góðan valkost í t.d. kalkún. Fyllingjyrir kalkún (passar jyrir 4-6 kg kvikincii) l/2stkfranskbrauð 200 g sveppir 50 g þurrkaðir villisveppir 50 g pistasíuhnetur 1 stk saxaður laukur 1 stk gulrót söxuö 3 stk egg 1 dl portvín 2 dl rjómi 10 stk fersk salvíulauf (söxuð) saltog pipar Skorpuskerum franskbrauðið og rífum það niður í skál. Síðan tökum við egg, portvín og ijóma og hrærum saman og Stefánsson sagði. Við verðum alltaf að vera viðbúin því að þurfa að berjast fyrir okkar tilveru í santkeppni við aðrar þjóðir. Við lifum ekki í þessu landi án þess að byggja það. Þaðsem mér, útgerðarmann- inum og fiskverkandanum, blöskrar hvað mest um þessar mundir, er vitlaus urnræða um íslenskan landbúnað. Það er búið að telja saklausu fólki trú unt að stærsti myllusteinninn um háls íslenskra launþega sé kostnaður við landbúnað. Þetta eru ósannindi og það er sífellt verið að endurtaka þau. Ég hef rætt við margt vel gefið og menntað fólk sem trúir þessari endaleysu. Þegar menn horfa upp á svona rangfærslur verða þeir að þora að berjast. Menn verða að þora að slást. Bændur eru ekki áþján á þjóðinni. Búskapur í sveitum er forsenda fýmir byggð í landinu. Beinir framleiðslustyrkir til landbúnaðareru kannski miklir á amerískan eða e\Tópskan hellum \úr franskbrauðið. Látið liggja í bleyti í 2 klst. Sveppum, villisveppum, pista- síuhnetum, lauk, gulrót og salvíu er blandað saman við brauðblönduna og kr)'ddað með salti og pipar. Þá er fýllingunni troðið inn í fúglinn og er fuglinn steiktur við 170 gráður í u.þ.b. 40 mínútur á kíló. Til þess að konta í veg fýrir að bringukjötið þorni er gott að bræða 300 g af smjöri og væta hreinan grisjuklút í smjörinu og leggja yfir bringuna þegar nota bene fúglinn er orðinn brúnaður og ausa fitu og safa sent fellur til í skúffúna annað slagið yfir grisjuklútinn. Þá helst góður raki í bringunni. Trönuberjasulta mælikvarða en þeir eru smáir fýrir ríka þjóð. Þeir eru ekki meiri en hjá ríkum þjóðurn eins og Norðmönnum, Sviss- lendingum og Japönum sem vilja og þora að styrkja sinn landbúnað. Bændur hafa hagrætt og þróað sinn atvinnuveg og það er alls ekki sanngjarnt að halda uppi árásum á þá. Beinir styrkir til land- búnaðar í þ\í fjárlagafrumvarpi sem við vorum að sfyTkja núna eru 8.500 milljónir króna og það er ekki mikið. Hlutfall innlendra matvæla í neysluvísitölunni er 5,7%. Þessi tala er merkileg og menn eiga að leggja hana á ntinnið vegna þess að áætluð kaupmáttaraukning almenn- ings á Islandi á þessu ári sem er að líða er nákvæmlega sú sama. Nákvæntlega fimm komma sjö prósent." -Hvemig eru jól heima á Sólbakka? „Við fjölskyldan og fjölskylda systur minnar, börn okkar og barnabörn höldum jól á Sólbakka. Aðalatriðið er að jólin í ár verði nákvæmlega eins og jólin voru í fýrra og í fýrra var það aðalatriði að jólin þá væru nákvæmlega eins og jólin þar á undan. Þannig er þetta ár eftir ár. Jólin skulu alltaf vera nákvæmlega neins. Það má ekki breyta neinu í jólahaldinu hjá okkur á Sólbakka. Það er alveg bannað." ÁG 1 poki trönuber (350 g) 2 bollar púðursykur 2 bollar Grand Mariner Allt sett í mixara og maukað vel saman. Látið standa í ísskáp í að minnsta kost tvo sólar- hringa. Þessi sulta er tilvalin með ljósu kjöti eins og kalkún eða kjúkling og er einnig góð með villibráð t.d. paté. Jólakveðja, Jón Daníel EFeykir hefur fengið Jón Danícl á Kaffi Krók til að sjá um matarhorn í Feyki og er upplagt að áskrifcndur setji upp kokkhúfuna og re>Tii sig við uppskriftir Jóns. Hrá- efnið sem Jón Dan notar er hægt að nálgast í Skagfirðingabúð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.