Feykir


Feykir - 13.12.2006, Qupperneq 7

Feykir - 13.12.2006, Qupperneq 7
46/2006 Feykir 7 Rabb-a-babb Argangur: 1965. Fjölskylduhagir: Giftur henni Ingu Dóru og við eigum Ástdísi og Brynjar Snæ. Starf / nám: Stjórnmálafræðingur og starfa sem sveitarstjóri í Borgarbyggð. Bifreið: Toyota að sjálfsögðu. Hestöfl: Hátt á annað hundrað. Hvað er í deiglunni: Fjárhagsáætlun og síðan jólahald og húllumhæ. Hvernig hefurðu það? Ég hefþað gott. Hvernig nemandi varstu? Stilltur og prúður framan af, latur í menntaskóla en tók mig svo á í háskóla. Hvað er eftirminnilegast frá fermin- gardeginum? Þegar séra Sigfús klóraði sér í hnakkanum, en það var merkið um að við ættum að koma upp að al- tarinu. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bæjarstjóri. Hvað hræðistu mest? Að eitthvað komi fyrirfjölskylduna. Hver var fyrsta platan sem þú keyp- tir (eða besta)? Plata með hljómsveit Ingimars Eydal sem ég keypti í bókabúðinni hjá Árna Blöndal. Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Sameinuð á jólum eftirlndriða Jósa- fatsson frá Húsey. Hverju missirðu helst ekki afí sjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? íþróttum og Erninum. Besta bíómyndin? Forrest Gump. Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Pal- trow? Að sjálfsögðu harðjaxlarnir Bruce og Angeline. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki erskrifað á tossamiðann? Heilsudrykkurinn Coca Cola. Hvað er ímorgunmatinn? Ristað brauð, djús og örlítið kaffi. Uppáhalds málsháttur? Brennivínið hefur leikið margan manninn lausum hala. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Varmikill aðdáandi Tinna, en Viggó er líka góður. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhú- sinu? Kjuklingur í mangó chutney, hef haldið námskeið í gerð þessa rét- tar, reyndar ekki fjölsótt. Hver er uppáhalds bókin þín? Sjálfstætt fólk eftir Laxness. Efþú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...Til Köben í julefrokost með Ingu Dóru. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fariþínu? Værukær. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Leeds, eignaðist bakpoka merktan þessu ágæta félagi snemma árs 1973. Held líka svoldið með Arse- nal. Hvaða íþróttamanni / dómara he- furðu mestar mæturá? Þórhalli Ásmundssyni fyrir einstaka þrautseigju og Pálma Sighvats sem dómara. Reyndar var ég hrifnari af Pálma sem íþróttaféttamanni eftir að hann valdi mig mann leiksins í leik Tindastóls og Einherja sumarið 1984. Þarna reis minn knattspyr- nuferill hvað hæst og eftir þetta mótmælti ég aldrei dómum hjá Pálma eða hallmælti Þjóðviljanum sem birti þessa ágætu grein. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal, söng lagið í Stundinni okkar með hljómsveitinni á starfsvellinum á Króknum. Guð- brandur var hljómsveitarstjóri. Sem betur fer var myndin ekki hljóðsett. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Ég nefni Winston Churchill á heims- vísu en fyrir mig var það amma mín Minna Bang. íþróttafréttir Hvöt og Tindastóll: íslandsmótið innanhúss Áfram í 3. deildinni Tindastóll 86 - KR 94 Stólarnir úr leik í bikamum Það var hart barist í leik Tindastóls og KR sem fram fór í Síkinu sl. sunnudagskvöld þegar leikið var í 16 liða úrslitum í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar. Leikurinn fór rólega af stað en mikið jafnræði var með liðunum nær allan leikinn. Eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn 18-18. KR seig frantúr í þriðja leikhluta en Stólarnir klóruðu í bakkann fyrir hlé og staðan í hálfleik 39-41. Tindastólsmenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu ágætu forskoti. KR-ingar létu góða dómara leiksins fara í taugarnar á sér og gleyntdu sér í varnarleiknum. Stólarnir náðu mest 10 stiga forskoti, 62-52, en áður en þriðji leikhluti var úti náðu KR- ingar að minnka forskotið í 6 stig, 66-60. KR-ingar minnkuðu mun- inn enn í upphafi fjórða leikhluta en Stólarnir náðu að svara fyrir sig. í stöðunni 76-72 fékk Fannar Ólafsson sína aðra tæknivillu í leiknum og varð að yfirgefa völlinn stuðningsmönnum Tindastóls til skammvinnrar gleði því KR-ingar bitu á jaxlinn og lönduðu sigri, 86- 94 og sæti í 8 liða úrslitum í bikarnum. Stig Tindastóls: Karim 26, Svavar 21, ísak Einars 13, Zekovic 11, Gulli 10, Helgi Rafn 3 og Bjarni2. Ekki komust lið Hvatar og Tindastóls upp í 2. deild í íslandsmótinu í knattspyrnu innanhúss en leikið var síðustu helgina í nóvember. Hvöt sigraði í leikjum sínurn gegn Hruna- mönnum ogÝrni en Hauk- ar úr Hafnarfirði voru með sterkasta liðið í riðlinunt og Skíðagöngukappinn Sævar Birgisson fór mikinn á árinusem eraðlíða. Sævar var í síðustu viku valinn íþróttamaður ársins hjá Ungmennafélaginu Tindastóli. Síðasta vetur varð Sævar fimmfaldur íslandsmeistari í skíðagöngu. Sævar hefur verið valinn í A-landslið leiðis í tveimur leikjum, gegn KlBV og Snerti en töpuðu naumlega, 2-3, gegn liði KV. Síðastliðinn föstudag spiluðu Stólarnir síðan við Dalvík/Reyni í Boganum á Akureyri. Dalvík/Reynir komst yfir 0-2 en Tindastóll náði að jafna með mörkum Rögnvaldar og Rúnars. íslands í skíðagöngu og stærsta verkefni hans í vetur verður þátttaka í heims- meistaramóti unglinga sem haldið verður á Ítalíu í lok janúar á næsta ári. Sævar stundar nám við Skíðamenntaskóla í Lille- hammer í Noregi og æfir af kappi undir stjórn þjálfara. sigraði Hvöt 1-4. Stólanir sigruðu sörnu- Jólagjöfin í ár? Vujcic er væntanlegur Tindastólsmenn hafa fundið nýjan leikmann til að taka við af Steve Parillon sem er horfinn á braut. Hér er um Serba að kvæmt frétt á heimasíðu ræða með nafnið Vladimir Vujcic og er kappinn miðherji, 205 snr á hæð og um 110 kíló. Vujcic hefur leikið í Finnlandi og Sviss. Sant- Tindastóls er unnið að því að klára pappírsmálin og vonandi verður Vujcic orðinn löglegur í leiknum við Fjölni sem fram fer í Síkinu á milli jóla og nýárs. i--r. i Sævar stundar nám í Skíðamenntaskóla i Lillehammer. Mynd: PIB Ungmennafélagið Tindastóll__________________ Sævar valinn íþrótta- maður ársins 2006 smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is íbúð til leigu Til leigu 3ja herbergja íbúð i Hliðarhverfi. Laus I. janúar. Aðeins reglusamirkoma til greina. Upplýsingarí síma 4535652. Jeppadekk til sölu Fjögurlítið notuð jeppadekk Wild Country til sölu. Stærð 33x12,50 R15LT. Verðkr. 12.000 stk. Upplýsingar isíma 896-7779 Hálmur til sölu Upplýsingar gefa Jens í síma 452- 2742 og Ólafur i sima 848-3871. Til sölu Negld jeppadekk á 6 gata felgum. Stærð 285/75/16 upplís:89l 6234 Óskast Geymsluhúsnæði óskast undir einn bil i vetur. Upplís: 895 6411 Félagsvist Spilakvöld í Ljósheimum sunnudaginn 19. nóv. kl. 21. Verðlaun og kaffiveitingar Verið velkomin Félagsheimilið Ljósheimar Til sölu Amerískt hjónarúm 153x203 að stærð. Teppi, pífulak+ púðaver fylgja. Verð kr: 50.000. Einnig á sama stað tilsölu skrifborð og 2ja eininga hillusamstæða. Fæst fyrirlitið. Uppl í síma: 848 1724. Gullhálsmen glataðist Gullhálsmen glataðistá Króknum fyrirca. hálfum mánuði. Menið ergullhjarta með 3 steinum niður miðjuna. Fundarlaun iboði. Sími 846-2711.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.