Feykir - 20.12.2006, Page 3
47/2006 Feykir 3
Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur bændur á Hofi á Höfðaströnd heimsótt á jólaföstunni
„Hjartað verður alltaf
hér á Hofi"
„Balti vildi vera á Suðurlandi en ég hummaði það fram afmér og hafði mitt í gegn
á endanum sem betur fer." Myndir: ÁG
Hjónin Lilja Pálmadóttir og
Baltasar Kormákur keyptu
fyrir nokkrum árum jörðina
Hof á Höfðaströnd. Lilja á þar
rætur en föðurforeldrar
hennar Jón Jónsson og
Sigurlína Björnsdóttir bjuggu
á Hofi og faðir hennar Pálmi
Jónsson er þar fæddur og
uppalinn. Feykir heimsótti
Lilju og Baltasar á
jólaföstunni.
Fjölsk\'ldan samanstendur af
þeim hjónum, finnn börnum
þeirra, hundi og ketti.
Elsta barnið er á átjánda ári
og það yngsta fjögurra ára. Þrjú
þeirra búa með Baltasar og Lilju
í nýju og giæsilegu íbúðarhúsi á
Hofi en tvö ganga í skóla í
Reykjavik. Hrossin eru um 30
talsins en í ræktun þeirra eru
fimm hryssur sem hlotið hafa
fyrstu verðlaun í kynbótadómi.
Þeirra þekktust er hryssan Sefja
ffá Úlfljótsvatni sem var efst í
flokki 4 vetra hryssna á
Landsmótinu á Hellu 2004 og
næstefst í flokki 6 vetra hryssna
á Landsmóti 2006.
Eftir að við vorurn sest niður
í borðstofúnni á Hofi lá beinast
við að spyrja Lilju um tengsl
hennar við þennan stað.
„Við eigurn t\'ö heimili”,
segir hún. „Annað í Reykjavík
og hitt hér. Mér finnst fjarlægðin
kostur. Maður hvílist betur hér
heldur en ef við hefðum kev'pt
jörð í klukkutíma fjarlægð frá
Reykjavík og sífellt verið að
skreppa í bæinn. Ég var hér í
sveit hjá ömmu nokkrar vikur á
hverju sumri. Afa kynntist ég
ekki. Hann dó áður en ég
fæddist. Hér naut ég þess að
leika mér frjáls úti náttúrunni.
Dvölin hjá ömmu hafði djúp
áhrif á mig. Eftir að við Baltasar
byrjuðum sarnan var ég alltaf að
þræla honum hingað norður
með mér. Þessi staður togaði
bara svo fast í mig.”
„Þetta er ekki alveg nákvæmt
hjá þér” segir Baltasar. „Þú
þrælaðir mér hingað að Hofi.
Það þurfti ekki að hvetja ntig
ntikið til þess að fara í Skaga-
fjörðinn enda var ég vanur að
korna hingað í kringum hesta-
mennskuna. Var til að mynda
reglulegur gestur á hesta-
marmamótum á Vindheima-
melum í ntörg ár. En hingað
þurftum við alltaf að fara og til
að byrja með sá ég ekki alveg
tilganginn með því að ónáða
ábúendur hér á Hofi.
Þegar við kynntumst bjó ég á
Skeggjastöðum í Mosfellsdal og
var með hross þar. Það hefur
alltaf verið mjög ríkt í mér að
búa utan Reykjavíkur.”
„Það er skrítin tilviljun að pabbi
átti Skeggjastaði þegar ég var
yngri”, segir Lilja. “Við vorum
með hestana okkar þar. Svo
löngu síðar eignaðist Baltasar
jörðina. Eftir að við byrjuðum
sarnan fórum \ið að leyta okkur
að jörð. Balti vildi vera á
Suðurlandi en ég hummaði það
frarn af mér og hafði mitt í gegn
á endanum sem betur fer.
Baltasar: „Það tekur dálítinn
tíma að átta sig á mismuninum
á að vera hér og að vera í nálægð
við bæinn. Hér festir maður
dýpri rætur. Ég er að átta mig
betur og betur á því hvað ég þarf
í raun lítið að vera í Reykjavík
jafitvel þó að ég vinni þesssa
vinnu sem ég vinn. Ég skrifaði
til að mynda handritið að
Mýrinni að stórum hluta hér og
sama má segja um vinnuna við
klippinguna. Hér hef ég gott
næði til að vinna.”
„Hér er góður vinnufriður
og mikil víðátta og náttúrufeg-
urð sem hefur góð áhrif á fólk
sem vinnur að skapandi verk-
efnum, lífið er einfaldara og
fjölskyldan hefúr meiri tíma
saman”, skýtur Lilja inní.
Baltasar heldur áfram. „Ég
klippti Mýrina hér og vil meina
að það næði sem ég fékk til þess
sé ein skýringin á velgengni
hennar. Hér var ég í nálægð við
fjölskylduna en samt ekkert
utanaðkomandi að trufla mig
nerna fótboltaæfingarnar með
Neista á Hofsósi. Ég náði að
einbeita mér fullkomlega að
þessu eina verkefni.”
-Þegar þið frumsýnduð
Mýrina í Sauðárkróksbíói
báðuð þið Skagfirðinga um að
hjálpa ykkur við að leggja
reiðvegi um héraðið. Þið látið
til ykkar taka.
„Já er það ekki bara eins og
maður er”, segir Baltasar og Lilja
bætir við að líklega sé hann
afskiptasamur að eðlisfari.
„Ég er vanur að segja hvað
mér finnst”, segir Baltasar. „Svo
verða menn bara að taka því eða
ekki. Mér finnst með ólíkindum
að í Skagafirði, ntekka hesta-
mennskunnar, skuli ekki vera
hægt að ríða út á almennilegum
reiðvegum eftir miðju héraðinu.
Ég var einmitt á fúndi með
framsóknarfélaginu hérna um
daginn og ræddi þetta og fleira
við þá. Skagafjörður er mekka
hestamennskunar í hugunt
fólks. Uppbyggingin á Hólunt
er ntjög jákvæð fyrir hérðaðið.
Hér á íslensk hestamenning
djúpar rætur. Þess vegna er
þetta bagalegt með reiðvegina.
Menn eiga að geta komið með
hestana sína hingað og riðið út.
Hér eru fornar reiðleiðir sem
þarf að opna. Sveitarfélagið á að
semja við landeigendur unt
þetta. Svo er það líka að þar sem
menn eru að gera reiðvegi á
annað borð á að gera þá
almennilega.”
-Lilja stundar nú nám í
hestafræðum við Háskólann
að Hólum í Hjaltadal. En
hvernig stóð á því að hún dreif
sig í nám?
„Ég var í hestunum með pabba
þegar ég var yngri”, segir Lilja.
„Eftir stúdentspróf fór ég
erlendis í nám og fór stopult á
bak. Þegar við Baltasar kynnt-
umst tók ég upp þráðinn en
hann var líka í hestamennsk-
unni. Áhuginn óx ntikið og ntig
langaði til þess að ná virkilega
góðum tökum á hestamennsk-
unni. Mig langaði að ná lengra
en að vera bara þokkalegur
reiðmaður.”
„Þetta er ástríða”, segir Balt-
asar. „Eins og hver önnur ást.
Maður æltar sér kannski ekki að
verða ástfanginn en getur svo
ekki stjórnað því. Hver hefði til
dæmis séð það fyrir fyrir tíu
árurn að við Lilja ættum eftir að
flytja í Skagafjörðinn og stunda
hrossarækt.
Mér finnst frábært hjá henni
að gera þetta. En það var átak að
flytja hingað. Ég var alls ekki á
móti því en það fylgir því rnikil
vinna og ég varð að geta látið
allt ganga upp varðandi mín
störf. Ég þarf að þvælast dálítið
mikið á milli og það kemur bara
í ljós hvernig þetta gengur á
næstu árunt. En ntér finnst
þetta frábært hjá Lilju að skella
sér í Hóla. Það eina sem mér líst
ekki á er að hún er að verða svo
mikill besservisser þegar hún er
korninn á hestbak. Það er aga-
legt að vera búinn að vera í
hestum í 30-40 ár og þurfa svo
að læra allt upp á nýtt. En
grínlaust finnst mér forréttindi
að fá að fylgjast með hennar
námi og læra nýja hluti sjálfur.
Maður staðnar með tímanum í
hestamennskunni eins og öðru
ef maður bætir ekki við sig
þekkingu.”
-Baltasar hefur Ieikið í kvik-
myndum, og á sviði, starfað
sem leikstjóri í leikhúsi,
leikstýrt myndumog
framleitt þær. En er hann
búinn að marka sér svið hvað