Feykir


Feykir - 20.12.2006, Blaðsíða 9

Feykir - 20.12.2006, Blaðsíða 9
47/2006 Feykir 9 eins og Guðrún Á. Símonar, Magnús Jónsson og ýmsir fleiri. Svo er ég líka í Tónlistarskóla Reykjavíkur í öflum fögum. Páll ísólfsson var skólastjóri á þessum árum og tók mig strax inn í Dómkórinn. Það var alveg stórkostlegt að fá að s)mgja með þessum fínu röddum, Guðrúnu Ágústsdóttur móður Kristins Hallssonar, Halli manninum hennar og svo mörgum og góðum söngvurum sem hægt væri að nefna. Guðrún var stór- kostlegsöngkona, hádramatísk- ur sópran og ég fékk að standa við hliðina á henni. Svo þarna lærði ég mikið sem ég kunni ekki heiman að. Sigurður Demetz kernur svo og tekur við af Sigurði Birkis og hann vill senda mig út til Salzburg til framhaldsnáms og í sama skóla og hann lærði í. Þetta varð úr og ég kláraði þann skóla. Síðan fór ég til Vínar en í millitíðinni kom ég heim og söng hér bæði á einsöngskonsertum og líka sem einsöngvari með kórum. Bestu tekjurnar voru í kirkjusöng og svo að syngja í útvarpinu. Fritz Weisshappel var þá allsráðandi í tónlistar- deildinni og hringdi bara í mig þegar ég átti að mæta, annað hvort í upptöku eða beina útsendingu, en bein útsending er eitt það versta sem maður lendir í og þó öllu verst ef það er fyrirvaralaust. Þá er rnaður bara skithræddur. Og reyndar var ég alltaf hrædd að syngja og hætti snemma." -Og nú hlær Snæ- björg og bætir því við að þessu trúi nú líklega fáir sem þekki hana svona mátulega lítið,- „Þá fór ég að læra stjórnun, fór í sérnám í söngstjórn bæði í Salzburg og Vín. Og þá fann ég hvað það var skemmtiegt. Mér fannst miklu auðveldara að stjórna öðrum en sjálfri mér. Svo upp úr þessu förum við og stofnum Skagfirsku söngsveit- ína. Hverjir voru þar helstir hvatamenn? „Það var Gunnar frændi(Gunn- ar Björnsson frá Sólheimum látinn fjTÍr allmörgum árum), Sigmar Jónsson, Sveinn Pálma- son, Hallur írá Hátúni og Abba konan hans og svo auðvitað margir fleiri. Og þetta tókst svo vel og var svo ótrúlega skemmtilegt." -Allt Skagfirðingar? „Já Skagfirðingar og makar. Fyrst og frernst ætluðum við að k)Tina skagfirska músík, sem við gerðum öll árin; tókum tónskáldin okkar, fyrst Pétur, síðan Eyþór og svo Jón. Þetta var alveg yndislegur tími." -Og það var mikill fyrirgangur í ykkur, allt landið og svo cndalaust einhverjar utanlandsferðir! „Þó það nú væri, við fórum tvisvar til Kanada og það var aldeilis gaman að hitta allt þetta fólk sem hafði lært að tala íslenskuna án þess að hafa komið til Islands og talaði fallegar en ég. Hafði allan sinn uppruna og ættir á hreinu og þurfti svo mikið að spyrja og fræðast um alla skapaða hluti. Þarna var íslensk menning höfð í heiðri og allt sem henni tengdist gert svo fallega og af svo mikilli alúð. I fyrra sinnið sungum við á íslendinga- hátíðinni á Gimli og svo ferðuðumst við auðvitað um allt og sungum. Þetta var óskap- lega gaman. Svo var Söngsveitin Drangey stofnuð og ég tók að mér að stjórna henni en Björgvin Þ. tók við Skagfirsku söngsveitinni. Það var skemmti- legur tími sem ég átti með Iðrangey og þetta voru flnar raddir sem gátu alla skapaða hluti. En svo lognaðist þetta útaf þegarhúsð varselt." - Söngkennslan? „Ég kenndi við Söngskólann í Reykjavík í 15 ár og svo stofnaði ég söngdeild við Tónlistarskóla Garðabæjar og kenndi þar í 25 ár." -Og þú hefur meðhöndlað marga góða einsöngvara á þessum ferli! „Já ég hef oft haft ntjög góða nemendur sem hafa komist vel áfram. Ég get nefnt Hönnu Dóru Sturludóttur, Arndísi Höllu Ásgeirsdóttur; miklar dívur sem komust strax í hlutverk erlendis þegar þær fóru frá mér. Ein af þeim fyrstu var Ingibjörg Guðjónsdóttir sem svo varð tengdadóttir Evu systur minnar, mjög falleg rödd sem er núna að syngja í Óperunni. Og svo eru það strákarnir og þar get ég nefht Hauk Pál Haraldsson sem er núna starfandi við Óperuna í Munchen, Magnús Gíslason sem syngur við Óperuna í Kaupmannahöfh, Sverri Guðmundsson tenór og Stein Erlingsson bariton, en þessir tveir sungu oft með okkur í Skagfirsku og Drangey. Og svo er Stefán Helgi Stefánsson langafabarn Stefáns Islandi og svo ótal margir aðrir. Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf." -Og nú ertu hætt? Snæbjörn Oli sonur Snæbjargar og Guðjón afi - góður maður og stórbrotin persóna. Frá vinstri: Eva Snæbjarnardóttir, Gigja Snæbjarnardóttir, Sigurgeir Snæbjarnarson, Birna Guðjónsdóttir, Gunnar Guðjónssons og Snæbjörg Snæbjamardóttir. Mozarteum tónlistarháskólinn i Saizburg. Snæbjörg á æfingu með tveimur nemendum, til hægri Steinn Erlingsson bariton og til vinstri Sverrir Guðmundsson tenor. mig að taka að mér stjórnina fyrir sig. Þetta Iét ég hafa mig í, en þá var ég 15 ára og komin í Gaggó. Konsertinn var haldinn í Gúttó.Ein stelpan hafði sér- lega sterka rödd og var afar sjálfstæð í söngnum. Við erum að syngja lag sem var víxlsungið og stelpan tók bara strikið og söng í sínum takti sem varð til þess að aflt fór úr skorðum og ég varð að slá lagið af og byrja upp á nýtt. Og ég varð að slá lagið fjórum sinnum af áður en allt gekk upp. Svona byrjaði nú minn stjórnunarferill. En þessir kennarar voru ægilega góðir karlar og okkur krökkunum þótti vænt urn þá og gátum auðvitað ekki neitað þeim um neitt. -Svo ferð þú suður í tónlistamám. „Já strax eftir gagnffæðaprófið fer ég í söngnám til Sigurðar Birkis sem var eiginlega fyrsti söngkennarinn okkar. Þarna er ég 16 ára og á sama tíma eru þarna við nám stórsöngvarar „Nei ertu ffá þér, nú er ég að kenna hérna heima í stofunni. Það eru svo margir sem vilja koma til mín og það hljómar alveg ágætlega hérna í stofunni." - Þetta sarntal okkar Snæju fór fram í byrjun aðventunnar og við leyfum oltkur að vera svolítið hátíðleg í lokin,- „Jólin heima voru náttúrlega alveg yndisleg í mínum huga eins og annara sem horfa til baka. Það var ævinlega borðað klukkan 4 og þá var heitt hangikjöt með öllu tilheyrandi og laufabrauð. Svo eftir rnatinn þá vorum við klædd upp og allir fóru í kirkju kl.6 nema mamma. Og það er svo skrýtið að mér finnst að alltaf hafi verið snjór og marrað undir skónum þegar við gengum þennan spöl. En svo þegar komið var heirn úr kirkjunni þá voru pakkarnir teknir upp og svo um kvöldið var drukkið súkkulaði með rjóma og auðvitað tertur og annað bakkelsi. Svo á jóladag var aðalmaturinn og þá var alltaf borðuð gæs. Guðjón sá um að steikja gæsina og hann varð alltaf að steikja þrjár, eina fyrir okkur og svo líka fyrir Minnu Bang og Sigríði Auðuns en þetta held ég að hati verið einu fjölskyldurnar sem höfðu þennan sið. En síðan þetta var held ég að ég hafi aldrei borðað gæs." -Ég minnist þess að hafa heyrt að einhverjir fleiri en þeir sem þarna sátu hafi notið góðs af jólahaldinu á Bakaríinu. „Já, það voru margir ein- stæðingar og fátækt fólk sem þau mamma og Guðjón vissu af að ættu ekki kost á að sjá um sig á sömu lund og þeir sem höfðu allt til alls. Og sumt af þessu fólki kom til okkar en öðrum voru sendar gjafir og veisluföng. Og þetta fannst okkur krökk- unurn mesta hátíðin að fá að fara með þessar gjafir heim til fólksins, en við vorum alltaf stranglega áminnt um að hafa aldrei orð á þessu við annað fólk." Þetta samtal okkar Snæbjargar var að sjálfsögðu allmiklu lengra en hér er skrásett. Og þó ýms nöfn hafi borið á góma falla þau undir þann trúnað sem áður er nefndur og hafa verður í heiðri. En ég kveð Snæbjörgu fullviss um það að hún muni ekki eyða komandi jólum í kyrrlátri einsemd þó tímarnir hafi að sönnu breyst. Gleðilegjól!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.