Feykir


Feykir - 20.12.2006, Blaðsíða 6

Feykir - 20.12.2006, Blaðsíða 6
6 Feykir 47/2006 Herdís Sæmundardóttir, formaður stjórnar Háskólans á Hólum_ Háskólalög viðurkenn ing á góðu starfi Nám á háskólastigi á Hólum í Hjaltadal verður að veruleika á næsta ári. Herdís Sæmundardóttir, formaður stjórnar Hólaskóla settist niður með blaða- manni Feykis og ræddi aðdraganda þessara breytinga, viðfangsefnin í stjórn Byggðastofnunar og pólitíkina. „Það er ákaflega stór áfangi fyrir Hólaskóla - háskólann á Hólum að fá lagalega stað- festingu sem háskóli og skipar skólanum á bekk með öðrum háskólum í landinu", segir Herdís. „Um leið og þessi lög veita skólanum aukinn sveigj- anleika til að þroskast og vaxa sem mennta- og rannsókn- arstofnun eru þau auðvitað viðurkenning á því góða starfi sem unnið hefur verið að uppbyggingu hans á síðustu árum. Þau þrjú fræðasvið sem skólinn starfar á, þ.e.a.s. hrossarækt og hestamennska, fiskeldi og fiskalíffræði sem og menningartengd ferðaþjónusta njóta vaxandi athygli og vægis í íslensku samfélagi og kennsla og rannsóknir á þessum sviðum eru því afar mikilvæg fyrir þá atvinnuuppbyggingu sem þeim eru tengd og eins og allir vita þá eru þessar greinar ekki síst mikilvægar l\TÍr atvinnuupp- byggingu á landsbyggðinni Auk þessa, veita lögin auðvitað tækifæri til að byggja upp aðrar námsbrautir í framtíðinni. -Var þetta löng og ströng barátta eða fyrirhafnarlítið að ná þessum áfanga? „Það kemur ekkert af sjálfu sér og ekkert hefst fyrirhafnarlaust, það er bara þannig. Auðvitað var þetta barátta sem tók sinn tíma og eins og gengur og gerist þá voru skiptar skoðanir um það hvernig þessi skóli ætti að starfa og þróast til framtíðar, hvort þessi skóli ætti að vera sjálfstæður háskóli, sameinast öðrum háskólum eða starfa að einhverju leyti í skjóli annarra háskóla. Ýmsum fannst skólinn vera of lítill til að geta starfað sem sjálfstæður háskóli og enn öðrum þótti sem þetta samfélag hér fyrir norðan væri of lítið og fábreytt til að bera uppi háskóla og öflugt og rannsóknar- og fræðastarf sem stæðist saman- burð við aðrar skóla- og ffæðastofnanir. En í þessari vinnu áttum \nð líka öfluga bandamenn sem vilja veg Hólaskóla og Hólastaðar sem mestan og sjá jafhframt mikil- vægi fræðastarfs skólans fyrir hvoru tveggja þær atvinnu- greinar sem tengjast námsbrautum Hólaskóla og einnig fyrir þróun byggðarinnar hér á þessu norðvestursvæði. I þeim hópi vil ég sérstaklega nefiia fag-ráðherra skólans, Guðna Ágústsson, landbúnaðarráð-herra, sem reyndist ómetanlegur í þessari baráttu og einnig Drífu Hjartardóttur formann land- búnaðarnefndar Alþingis. Svo má heldur ekki gleyma því að aðkoma fyrirtækja og stofnana hér heima og samstarf þeirra við skólann, á sinn þátt í uppgangi hans. Þetta samstarf er góð fyrirmynd að því hvernig atvinnulífið og fræðasamfélagið geta unnið saman í þágu síns samfélags og ég veit að margir líta til þessa samstarfs með aðdáun. Síðast en ekki síst má segja að uppbygging Hólaskóla sé og hafi verið sameiginlegt baráttumál okkar hér á Norðurlandi vestra og samstaða fólks á þessu svæði um skólann einstök." -Hvemig sérð þú fyrir þér þróun skóla- og rannsóknarstarfs hjá hinum nýja háskóla? „Skólinn hefúr verið í miklum vexti undanfarin ár og tekið talsverðumbreytingum.Aðsókn að námsbrautum hans hefur aukist og ég tel að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega hefur hrossaræktar- og hesta- mennskudeildin verið vinsæl, sem og ferðamáladeildin. Um leið og nemendum hefúr ijölgað hefiir þörfin fjTÍr aukið húsrými aukist. Við þ\i hefur verið brugðist með byggingu nýrra nemendagarða og einnig hefur verið ráðist í byggingu nýs 200 hesta húss í samvinnu við fjTÍrtækið Hesthóla hf. á Sauð- árkróki, sem mun eiga og reka húsið og leigja nemendum aðstöðu fjTÍr sín hross. Miðað við þennan vöxt skólans er einnig fyrirséð að auka þurfi kennsluiými tii muna á allra næstu árum. Það er afar mikilvægt að skólinn og þeir starfsmenn sem starfa við skólann fái rými til að laga sig að þessum breytingum og að uppbygging hins innra og faglega starfs haldist í hendur við hina ytri uppbyggingu. Sem nýjung á næstunni sé ég fyrir mér að hægt verði að koma á fót sumarnámi í hrossarækt og hestamennsku, sem sérstaklega verði ætlað erlendum nemend- um. Markaðurinn og áhuginn fyrir íslenska hestinum er mikill erlendis og það er mat okkar að slíkt nám myndi skila skólanum og þeim atvinnugreinum sem tengjast hestamennsku mikið." -Þú hefur gegnt stjórnarformennsku í Byggðastofnun um nokkurra ára skeið. Hvernig metur þú stöðu byggðamála í dag? „Já, ég hef verið svo lánsöm að fáað starfa sem stj órnarformaður Byggðastofnunar og hef í gegnum þá reynslu kynnst vel atvinnulífi landsmanna og skilyrðum fólks til búsetu á einstaka svæðum. Á síðustu árum hafa orðið talsverðar breytingar hvað varðar atvinnu- hætti og möguleika fólks til búsetu. Þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa eru þær, að ákveðin svæði, sem fjTÍr nokkr- um árum bjuggu við mikla bresti eru nú í mikilli upp- byggingu og sókn. Þar skal fyrst nefna Miðausturland, sem, vegna áhrifa ffá virkjunar- og álversffamkvæmdum, er nú í mikilli uppsveiflu og orðið mjög eftirsóknarvert fjTÍr fólk og fyrirtæki. Ég tel að jákvæð áhrif þeirra ffamkvæmda séu hvergi nærri komin fram og að þetta svæði eigi eftir að vaxa og dafna enn. í því sambandi er vert að benda á að það er fyrst nú nýlega sem ráðningar starfsmanna í álver Fjarðaáls hófust og því mun íbúum fjölga verulega á Austurlandi á næstu mánuðum. Það er líka afar ánægjulegt að sjá að áhrifasvæði þeirrar upp- byggingar sem á sér stað á höfúðborgarsvæðinu fer stækk- andi og má segja að þetta svæði nái allt austur fyrir Árborg og upp í Borgarfjörð. Það er líka óumdeilt að það háskóla- og þekkingarumhverfi sem orðið hefiir til á Vesturlandi er þessu svæði gríðarlega mikilvægt og skiptir miklu máli fyrir þróun byggðarinnar á Vesturlandi. Þá hafa norðanverðir Vestfirðir og Eyjafjarðarsvæðið verið að styrkjast. Einnig má búast við að svæðið í kringum Húsavík eflist til muna ef af stóriðjuffam- kvæmdum verður þar, sem raunar allt bendir til. Á hinn bóginn eru nokkur svæði sem enn eru veikburða og þurfa sérstakrar athygli við. Þetta eru svæði eins og norðausturhornið, sunnanverðir Vestfirðir, Suð- austurland og stór hluti Norð- urlands vestra. Á þessum svæðum ríkir mikil fábre\’tni í atvinnulífi og ekki hafá skapast mörg ný tækifæri til upp-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.