Feykir - 20.12.2006, Blaðsíða 4
4 Feykir 47/2006
...búinn aö hlekkja hann við eldavélina meðan ég les undirprófin.
varðar þessar listgreinar?
„Ég vinn við frásagnarlist á
myndrænu formi”, segir hann.
„Maður veit aldrei hvernig ævin
fer og það er hægt að finna til
tilgangsleysis í þessu eins og
öðru. Sumum finnst þessi
bransi á æðsta stigi tilveruunnar
en maður getur líka fundið til
mikils tómleika þarna. En hvað
affnörkunina varðar lít ég á mig
sem leikstjóra. En ég er alinn
upp sem leikari og það að leika
er ástríða sem maður skilur ekki
við sig. Ég er að fara leika núna
aftur eftir dálítið hlé og mun
ábyggilega alltaf gera það öðru
hvoru. Svo skrifa ég líka handrit
en það er fyrst og fremst til þess
að geta leikstýrt. Ég geri ekki ráð
fyrir að ég myndi skrifa handrit
fyrir einhvern annan leikstjóra.
Hvað varðar leikhús annast ég
leikstjórn og leikgerð en að leika
á sviði gengur ekki upp, meðal
annars vegna þess að ég er
búsettur hérna í Skagafirð-
inum.
Þetta hefúr þróast út í það að
við höfum framleitt mínar
myndir í nafni fyrirtækis senr
heitir Sögn ehf. og við eigum
saman. Ég hef séð um fjár-
mögnun verkefnanna og Agnes
Johansen er mín hægri hönd,
annast með mér daglegan
rekstur og öll þessi óendanlega
mörgu smáatriði sem þarf að
afgreiða. Lilja kemur meira að
listrænni hlið mála og allar
stærri ákvarðanir tökum við
saman.”
-Við fruinsýningu
Mýrarinnar í Sauðárkróks-
bíói talaðir þú um þrjú
tímabil kvikmyndagerðar.
Handritsgerð, tökur og
klippingu. Útskýrðu þetta
nánar.
„Þessi skilgreining er reyndar
ekki frá mérkomin”, segir hann.
„En í raun gerir þú hverja
bíómynd þrisvar. Þú skrifar út
ákveðna sýn sem þú hefúr á
myndina en handrit verður
aldrei fúllkomið. Þegar tökur
heljast má segja að handritið sé
jarðgert. Leikarar og aðrir starfs-
menn leggja sitt til verksins og á
þessu tímabili tekur myndin
vanalega miklum breytingum.
Þriðja tímabilið er þegar þú sest
niður með afraksturinn og sérð
öll mistökin sem þú hefúr gert.
Allt sem gekk ekki upp og allt
sem handritið gerði ráð f\'rir og
er ekki þarna. Ég held að hver
einasti leikstjóri leggist í
þunglyndi þegar hann raðar
myndinni saman í fýrsta skipti.
Hann gerir sér grein fyrir van-
köntunum á handritinu og
tökunum og þarf að raða rétt
saman, laga það sem hægt er að
laga og láta allt ganga upp.
Kvikmyndagerð er púsluspil.
Þú ert með fúllt af litlum
myndum sem þú raðar saman
og sérð ekki heildarmyndina fýrr
en alllt er komið á sinn stað. Svo
gerir þú þér kannski grein fýmir
að í einu myndskeiðinu tókstu
ranga ákvörðun. Þetta eina
myndskeið getur skekkt alla
heildarmyndina. Undir þessum
kringumstæðum getur verið
heilmikill vandi að vinna þannig
úr að púsluspilið gangi upp. Þess
vegna ertu að búa til þriðju
myndina í klippiherberginu.”
-Hvað gerirðu ef þú ert
kominn í öngstræti í
eftirvinnslunni?
„Það er mjög mikilvægt að geta
unnið vel með klipparanum. Ég
var til dæmis mjög heppinn að
eiga mjög gott samstarf við
Elísabetu Rólandsdóttur þegar
við vorum að klippa Mýrina.
Fyrst leyfi ég klipparanum að
koma með sitt framlag. Svo
kem ég að með mitt innlegg og
við byrjum að berja í brestina.
En ég kæri mig mjög lítið um að
fá ráð hjá öðrum, jafnvel ekki
frá Lilju fýrr en ég er kominn
algerlega upp að vegg.
Ég hleypi mjög fáum inn í
klippiherbergið á meðan á
vinnslu setndur.”
Hér festir maður dýpri rætur, segja Lilja og Baltasar.
Svo getur hljóðvinnslan
gerbreytt myndinni eldd satt?
„Jú hún getur gert það” segir
Baltasar. „Þúgetursem leikstjóri
haft sterkar skoðanir á hvaða
tónlist hentar hverri mynd. Ég
vissi til dæmis nákvæmlega
hvers konar tónlist ég vildi hafa
við Mýrina en um leið hafði ég
nagandi efasemdir um að mín
sýn á tónlistina gengi upp. Ég
lagði það upp við Mugison að
nota íslenska kóratónlist við
myndina, sem er í raun náskyld
austur evrópskri þjóðlagahefð.
Ég hafði skýra sýn á þetta -
Hugmyndin kviknaði þegar ég
heyrði Sigfús Pétursson, syngja
“Áfrarn veginn” á sýningu í
Reiðhöllinni á Sauðárkróki -
Áfram veginn er rússneskt
þjóðlag en samt svo íslenskt
líka. Ef það hefði ekki gengið
upp þegar hljóð og mynd voru
felld saman í Mýrinni hefði ég
verið í mjög vondum málum.”
I Mýrinni notar Baltasar þekkt
þjóðlög á eins og Áfram veginn
og Til eru fræ eftir Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi. Þau
eru erlend en textarnir svo
rammíslenskir að maður veltir
fý'rir sér hvort að boðskapur
þeirra skili sér til erlendra
áhorfenda. Til dæmis hefúr
lagið “Til eru fræ” augljósa
skírskotun til þess banvæna
galla sem erfist mann frain af
manni í Mýrinni. En spurningin
er hvort erlendir áhorfendur
sem ekki þekkja kvæði Davíðs
skilji boðskapinn sem tónlistin
ber með sér?
„Mér er eiginlega alveg sama”,
segir Baltasar. „Ég ætlaði aldrei
að gera einhvern alþjóðlegan
búðing úr Mýrinni. Fólk skilur
tilfinninguna sem tónarnir bera
með sér. Þessi mynd er á
íslensku og verður aldrei
Hugmyndin kviknaði þegar ég heyrði Sigfús Pétursson syngja í Reiðhöllinni.
“mainstream” mynd erlendis.
Hún verður sýnd erlendis en þá
sem íslensk mynd og fólk mun
horfa á hana sem slíka. Hvað
tónlistina varðar meðtekur fólk
hana á fleiri en einn hátt. Sumir
tengja hana við textana en það
eru alls ekki allir sem þekkja þá
og ég held að sú tilfinning sem
tónlistin kallar ffam komi rétta
andblænum til skila. En það
verður rnjög spennandi að sjá
hvað verður.
Ég fékk Mugison til að vinna
tónlistina vegna þess að ég vildi
ekki að þetta væri hrein og
hefðbundin kóratónlist. Hann
blandar sarnan lögum, semur
sumt sjálfúr og útsetur þannig
að útkoman verður sjálfstæð
heild. Þannig \áldi ég hafa það.
Ég vil líka fara mínar eigin
leiðir. Fólk heldur til dæmis að
unglingar hlusti bara á popplög
og til þess að selja mynd þurfi
hún að innihalda eitt grípandi
popplag, sem framleiðandi geti
fengið spilað í útvarpi. En þetta
er einfaldlega flott, kallar að
syngja í falsettu, og krökkunum
finnst það líka.”
„Gæði einfaldlega ná í gegn,”
skýtur Lilja inní. „Það væru
ekki yfir 80.000 rnanns búnir að
sjá þessa mynd ef krakkarnir
hefðu ekki gaman af þessu
líka.”
-Hvað er framundan hjá
ykkur í kvikmyndagerðinni?
„Nú er Baltasar húsmóðir á
Hofi,” segir Lilja. „Ég er búin að
hlekkja hann við eldavélina á
meðan ég les undir prófin.”
„Ég er búinn að gera tvær
bíómyndir með stuttu millibili
og setja upp leikrit sem við
erum að fara að ferðast með
um heiminn”, segir Baltasar.
„Svo vona ég líka að Mýrin fari
víða um lönd. En nú langar mig
að breyta til. Eigum við ekki að
segja að ég sé í millibilsástandi
núna.”
-En hvað með Lilju? Eigum
við eftir að sjá hana á
keppnisvölium hestamanna-
fclaganna í framtíðinni?
„Það er aldrei að vita. Mér
finnst gaman að keppa og hef
keppnisskap”, segir hún.
„Reiðnrennska er list. Það er
fúllkomið ástand þegar allt
gengur upp í samspili hests og
knapa. Ef allt gengur vel á ég