Feykir - 20.12.2006, Blaðsíða 8
8 Feykir 47/2006
Árni Gunnarsson frá Reykjum spjallar við Snæju á Bakaríinu
„Fannst miklu auðveld
ara að stjórna öðrum"
Söngstjóri Skagfirsku söngsveitarinnar á kórferöalagi i Stuttgart.
Myndir úr einkasafni.
Heima á Krók er hún ennþá oftast kölluð Snæja á Bakaríinu þó áratugir séu síðan hún
fluttist til Reykjavíkur. Snæbjörg Snæbjarnardóttir ólst upp á Króknum í stórum
systkinahópi á heimili þar sem félagsmál, listir og menning svifu um í ilmi af nýbökuðu
brauði nætur jafnt sem daga. Þaðan voru fluttar krásir í öll helstu veisluföng bæjarbúa og
þaðan var helst að vænta efnis í helstu pólitísk stórtíðindi sveitar- og héraðsmála fyrir
kosningar.
Systkinin á Bakaríinu tóku
fullan þátt í öllu þessu starfi allt
frá fyrstu sporum og báru flest
merki þessa merkilega fjöl-
sk)'ldusamfélags í fasi sínu
hvert sem leiðir lágu. Til dæmis
þekki ég engan Islending sem
búið hefur svo afskekkt að
hann léti það hvarfla að sér að
spyrja eitthvert systkinanna
hvað hann/hún hygðist kjósa í
næstu kosningum. Ekki einu
sinni í gríni. Sjálfstæðisflokk-
urinn er eins fastur í tilveru
systkinanna eins og Nafirnar
eru óaðskiljanlegt tákn Sauðár-
króks.
Snæja fluttist ung að heiman
og helgaði sig söngtónlistar-
námi um nokkurra ára skeið,
fyrst í Reykjavík og síðan
erlendis áður en hún settist til
fúlls að í höfuðstaðnum. Hún
söng við óperur erlendis sem og
hér heima auk þess sem hún
hefur haldið rnarga einsöngs-
konserta og sungið einsöng
með þekktustu kórum okkar.
Jafnframt höfum við heyrt rödd
hennar hljóma í útvarpi af
hljómplötum og upptökum þar
sem hún ýmist hefur sungið ein
eða með öðrum, m.a. Gígju
systur sinni og Friðbirni G.
Jónssyni. Líklega á hátindi
söngferilsins sneri hún sér svo
alfarið að söngkennslu og
söngstjórn og dugnaðurinn er
ótrúlegur.
Tengslin við heimahagana
hafa þó ævinlega verið stór hluti
af tilveru hennar og lýsir það sér
kannski best í því að hún var
vörslumaður skagfirskrar tón-
og söngmenningar í Reykjavík
um áratuga skeið. Hún stofnaði
Skagfirsku söngsveitina og
stjórnaði henni nokkuð á annan
áratug. Síðan átti hún þátt í að
stofna kór eldri söngtélaga,
Söngsveitina Drangey og
stjórnaði þeirn kór hátt í tvo
áratugi eða þangað til starf-
seminni var hætt þegar
Félagsheimilið Drangey var selt.
„Ég er alltaf til í allt enda er alltaf
verið að plata mig” svaraði hún
hlægjandi þegar ég fór þess á leit
að eiga við hana spjall á heimili
þeirra hjóna að Fellsmúla 13 í
Reykjavík. I dag býr hún þarna
ein, því börnin þrjú eru flogin
úr hreiðrinu fyrir nokkru og
eiginmaðurinn Kaj Jörgensen
hefur um skeið verið haldinn
erfiðum sjúkdómi og er nú
vistaður á sjúkrastofnun.
Við setjumst inn í rúmgóða
stofuna þar sem stór flygill
stendur í horni og á veggjum
málverk eftir skagfirska lista-
menn og ýrnsa fleiri þjóðþekkta.
M)Tidefiiið er kunnuglegt.
Meira að segja Hafiifirðingur-
inn Pétur Friðrik hefiir drepið
niður fæti á ferðalagi og fangað
skagfirska sumarfegurð; þó
væn!
„Ég er fædd á Króknum og
yngst fimm alsystkina. Pabba
sá ég aldrei því hann dó 27
dögum áður en ég fæddist. Ég
man hvað mér fannst það sárt
að mega ekki kalla Guðjón
pabba eins og yngri systkinin
því ég var svo nærri þeint í aldri.
En ég held að það hafi verið til
að særa ekki Ólöfu “pabba-
mömmu”, en það var föður-
amma mín sem var á lífi og bjó
hjá okkur. Við eldri systkinin
kölluðum hana aldrei ömmu
svo skrýtið sem það nú var;
alltaf pabbamömmu. En
Guðjón átti okkur auðvitað öll
enda var hann einstakur maður,
bæði góður maður og stór-
brotin persóna."
-En var ekki Bakaríið
stundum eins og hálfgildis
félagsmiðstöð þarna á
Króknum?
„Jú og ég man að þegar Kaj
minn kom fyrst með mér
norður þá spurði hann mig að
því hvort þetta heimili væri opið
í báða enda? Nei, sagði ég. Það
er Framsóknarflokkurinn. En
Bakaríið er alltaf “opið”. Og
hann skildi hvað ég meinti. En
auðvitað voru gestir alla daga og
misjafnlega margir og þetta var
óskaplega gaman því við börnin
fengunt alltaf að vera með,
vorum aldrei höfð til hliðar.
-Og svo var nú einhver
þátttaka í félagsmálum!
-Nú hlær Snæbjörg. „Ég held að
öll fyölskyldan hafi verið meira
og minna á kafi í störfum hjá
öllum þeim félögum sem voru
starfandi á þessum tíma. Það var
Ungmennafélagið, Leikfélagið,
Kirkjukórinn og nefndu það
bara."
-Og svo reksturinn á
Bakaríinu!
„Já, það var rnikið að gera,
margir í vinnu og unnið á
vöktum; þetta óx svo mikið eftir
að við fluttum suðureftir í nýja
Bakaríið."
-Svo var pólitíkin!
„Já hún var náttúrlega yndis-
leg."
-Og þá hefur nú verið
gestkvæmt á heimilinu.
„Já og sérstaklega fyrir kosn-
ingar. Þetta voru skemmtilegir
gestir og ekki bara sjálf-
stæðismenn eins og ýmsir hafa
haldið. Þetta voru menn úr
öllum flokkum þ\'í Guðjón var
náttúrlega allt í öllu hjá
flokknum og allir þurftu að
ræða við hann hin ýrnsu mál.
Sko!, maður lifði bara í þessu;
þetta var ólýsanlegt og oft hef ég
hugsað til þess hvað maður var
gæfusamur að fá að alast upp á
svona skemmtilegu heimili."
- Og hvernig var svo
samfélagið á Króknum að
öðru leyti?
„Nú það var yndislegt. Þarna
var að vísu dálítið glögg
stéttaskipting en þó í góðum
skilningi. Þeir embættismenn
sem ég man effir voru einhvern
veginn þannig persónur að það
báru allir virðingu fyrir þeim,
enda miklu virðulegri en
embættismenn okkar eru í dag.
Og sama má segja um kaup-
mennina og aðra þá sem höfðu
einhver umsvif. Hugsaðu þér að
hann Jón Björnsson skólastjóri,
Jón kennari eins og við köll-
uðum hann; þegar við börnin
mættum honum á götu þá tók
hann ofan og heilsaði okkur.
Þarna var bara einhvern veginn
svo rnikið “aristokrat”."
- Hvenær byrjar þú svo að
taka þátt í félagsstörfum?
„Nú, strax og ég man eftir mér.
Það voru allir á heimilinu á kafi
í söng og leiklist. Ég held að ég
hafi verið 13 ára þegar ég byrjaði
í kirkjukórnum hjá Eyþóri en
allar eldri systur mínar voru þá
komnar í kórinn eða höfðu
verið í honum og svo auðvitað
bæði mamma og Guðjón. Og
svo lét Eyþór mig syngja ein-
söng með kórnum og það voru
lögin Ailsherjar drottinn og Ave
María eftir Schubert. Ég var
auðvitað að deyja úr feimni en
þetta gekk allt saman því þarna
voru allir svo góðir."
- Þú hefur kynnst Eyþóri vel.
„ Já Eyþór var alveg stórkostleg-
ur listamaður, allt í senn leikari,
leikstjóri, upplesari og svo
músíkant. Gerði þetta allt af
snilld. Ég man eftir því að hann
stjórnaði karlakórnum og
stundum var æft heima hjá
okkur niðri. Þá fengum við
krakkarnir ekki að fara niður á
meðan, en við lögðum auðvitað
\áð hlustir uppi á efri hæðinni."
-Þú fékkst snemma áhuga á
músíkinni?
„Það kom af sjálfu sér það var
svo mikill söngur heima. Ég
held að ég hafi ekld verið nema
sjö ára þegar ég fór að læra að
spila. En það gekk á ýmsu og ég
gleyrni ekki einu at\áki. Þor-
valdur Guðmundsson stjórnaði
barnakórnum og þetta voru
krakkar í síðasta bekk barna-
skólans. Rétt fyrir konsert
verður hann veikur og biður