Feykir


Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 1

Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 1
Láttu drauminn rætast - raFrænt íbúðalánasjóður www.ils.is Börnin á Glaðheimum á Sauðárkróki i fyrstu lautarferð vorsins. Jón Óskar Pétursson ráðinn framkvæmdastjóri SSNV „Hér eru gríðarlega mörg tækifæri” Sjo sottu um stoöu framkvæmdastjora SSNV en i síðustu viku var gengiö frá ráöningu Jóns Óskars Péturssonar, vióskiptafræðings í stöóuna. Jón Óskar hefur nú þegar tekió til starfa. Jón Óskar er frá Hvammstanga og býr þar ásamt sambýliskonu sinni Ólafíu Ingólfsdóttur og tveimur börnum þeirra. Jón Óskar útslcrifaðist sem viðsldptafræðingur ffá Bifföst árið 2006 og hefur síðan þá starfað hjá GrettistaJd og nú síðast hjá Arion verðbréfavörslu. -Þetta er mjög spennandi starf og ég hlakka til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem þvi fylgja. Að mínu mati hefur SSNV nú þegar sannað gildi sitt meðal annars með öflugri starfsemi í kringum málefni fatlaðra sem er til marks um það góða sem gerist þegar mörg sveitafélög taka sig til og vinna saman. Jón Óskar Pétursson. Hvað atvinnuþróunar- hlutann varðar þá eru allri að glíma við sömu vandamálin sem er fólksfækkun en hér er líka fullt af tækifærum sem við eigum að geta nýtt okkur. Hér er rekinn blómlegur landbúnaður, hér eru öflug sjávarútvegsfyrirtæki, fjöldi iðnfýrirtækja og hér er áleveðinn vaxtabroddur í ferðaþjónustu. Sérstaklega þá í menningar- og náttúrutengdri ferðaþjónustu þar sem svæðið spannar gríðarlegt flæmi allt ffá heiðarlöndum út á ystu annes. Það er ekki mörg landsvæði sem búa jafn vel og við í þessum efnum, segir nýráðinn ffamkvæmdastjóri SSNV. Maður ársins í Húnaþingi Víkingagarður í undirbúningi Byggöarráð Skagafjaröar fjailar þessa dagana um erindi frá Skúla Þór Braga- syni þar sem hann sækir um u.þ.b. 10 ha. land undir feróaþjónustusvæöi fyrir ofan Sauðárkrók. Nánar til- tekiö í Skógarhlíð. Sækir Skúli um umrætt land undir ferðaþjónustu eða V íkingagarð. Byggðarráð hefur samþykkt að óska eftir því við tækni- og umhverfissvið að yfirfara kostnaðaráætlun umsækjanda og meta jafnf- ramt kostnað sem fýrirséð yrði að félli á sveitarfélagið og fyrirtæki þess. Vikingar á Sauðárkróki i fyrrasumar. Byggðarráð áréttar það sem fram kemur í bókun Skipulags- og byggingar- nefndar að umrætt svæði er eldd í aðalskipulagi skilgreint sem byggingarsvæði heldur almennt útivistar- og skóg- ræktarsvæði. Blönduós Vel heppnaður íbúafundur Ríflega 60 manns mættu til íbúafundar í Félagsheimil- inu á Blönduósi í liðinni viku. Til umfjöllunar voru mál sem hæst bera í bæjarfélaginu þessa dagana. í upphafi fúndar var fúndarmönnum skipt í fjóra hópa, atvinnumála-, þjónustu, framkvæmda- og sund- laugarhóp. Miklar, gagnlegar og málefúalegar umræður urðu innan hópanna um hin margvíslegu málefúi. Stærð og fýrirkomulag verðandi sundlaugar brann mjög á fundarmönnum og komu fram nokkuð skiptar skoðanir á þvi máli. Einnig kom fram að skortur á íbúðarhúsnæði í bæj arfélaginu er vandamál sem aðkallandi er að leysa. Fjölmörg smærri atriði en ekki síður mikilvæg voru til umfjöllunar og munu starfsmenn bæjarins fara yfir tillögur og niðurstöður fundarins og kanna leiðir til að bregðast við þeirn. Að loldnni hópavinnu voru niðurstöður hvers hóps kynntar stuttlega, en síðan sátu bæjarfúlltrúar fýrir svörum. Jálcvæður andi ríkti og góður rómur gerður að fýrirkomulagi fúndarins sem var noklaið frábrugðið því fúndarfonui sem hefðbundið er á Blönduósi. Nánar verður fjallað um málið í næsta Feyld. Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar . ogsprautun Vttk VIÐ BONUM 0G RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum KZESASENXZ 0tt mSL ’Bom Sæmundargötulb, Sauðárkrókur-S:4535141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.