Feykir


Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 13

Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 13
n/2007 Feykir 13 Feykir fékk prestana séra Fjölni Ásbjörnsson á Skagaströnd og séra Siguró Grétar Sigurðsson á Hvammstanga til þess að rifja upp fermingardagana sína Séra Hjálmar var Fékk mætingarverð- góð fyrirmynd laun hjá prestinum Fermingardagurinn minn var hátíð- legur og eftirminnilegur. Ég var ánægður með að fá tækifæri til að staðfesta skírnarheitið og gera Jesú Krist að leiðtoga lífs míns. Við vorum mjög mörg sem vorum fædd 1973 eða hátt í 70 krakkar þannig að það varð að hafa nokkrar fermingar en við eigum einmitt 20 ára fermingarafmæli í vor og gerum vonandi eitthvað skemmtilegt þá. Sr. Hjálmar Jónsson var presturinn okkar og var bæði vingjarnlegur og skemmtilegur við okkur krakkana og var okkur mikil fyrirmynd. Ég man að í fermingarundirbúningnum fór ég að hugsa um að kannski ætti ég að verða prestur og að sjálfsögðu reyndi ég að fylgjast vel með öll sem fram fór. Ég hugsaði mér að þegar ég yrði orðinn prestur myndi ég heimsækja sr. Hjálmar sem þá væri orðinn gamall karl en þegar þetta svo gerðist í alvörunni fannst mér Hjálmar lítið hafa breyst og alls ekki sá öldungur sem ég hafði séð fyrir mér í huganum 15 árum áður. Við mamma fórum til Reykjavíkur til að finna fermingarföt á mig og eftir að hafa farið um allan bæ enduðum við í Hagkaupi þar sem voru einmitt föt Séra Fjölnir eins og ég hafði hugsað mér. Mér þótti það reyndar svolítið vandræðalegt þegar einn gesturinn í fermingarveislunni sagði við mig: „Enn flott föt, fékkstu þau virkilega í Hagkaupum?” Svona var maður nú í gamla daga. Á heildina litið var dagurinn mjög ánægjulegur og fermingin eitt fyrsta skrefið á göngu minni með Guði. Fermingardagurinn minn sem var þann 15. apríl 1984 er afar minnis- stæður. Ég hafði verið veikur vikuna fyrir fermingardaginn. En þá gerðist kraftaverkið. Á sunnudagsmorgn- inum var ég hitalaus og sprækur. Ég fór í fermingarfötin mín og mætti snemma í kirkjuna. Allir voru í hátíðarskapi en ég var með svolítinn hnút í maganum. Sr. Ólafur Skúlason fermdi okkur. Hann var þá sóknar- prestur í Bústaðakirkju, sóknarkirkjunni minni. Ég hafði verið virkur í æskulýðsfélagi kirkjunnar og verið duglegur að mæta í messur, var nokkuð heimavanur. í athöfninni fékk ég meira að segja sérstök mætingarverðlaun. Athöfnin var falleg og hátíðleg. Við vorum kölluð upp eitt og eitt til að játa Jesú Krist sem leiðtoga lífs míns. Það var ekki spurning í mínum huga. Við fórum einnig með fermingarvers. Versið mitt var “Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá”. Þetta vers hafði verið í uppáhaldi hjá nrér lengi. Það var frábært veður þennan dag. Veislan var heima og fullt af fólki samgladdist okkur. Það voru mörg varalitaför sem ég þurfti að þurrka af Séra Sigurður kinninni en það var yndislegt að hafa fjölskylduvini og ættingja með okkur. Ég tók upp efni á 8 mm kvikmyndavél og á því minningar á hreyfimynd frá þessum degi. Ég fékk margar fallegar fermingargjafir, m.a. Biblíu sem er á skrifborðinu mínu en orðin ögn lúin. Eftirminnilegur dagur var senn á enda en morguninn eftir var ég affur kominn með hita og lá í viku. Bestu gjafirnar voru ást, tími og umhyggja. Það hefur ekkert breyst. ( FERMINGARVEISLAN )________ Uppskriftir og hugmyndir fyrir ferminguna Þaó er kannski að bera í bakkafullan lækinn ad koma með uppskriftir eða hug- myndir fyrir ferminguna en við látum engu að síður vada. Kökur, skreytingar og afþreying fyrir þau yngstu. Rice Krispies kransakaka Hér einu sinni var ekki haldin sú veisla sem ekki skartaði glæsilegri kransaköku. Var kakan faguriega skreytt með konfekti og því fengu sér bæði böm og fullorðnir af henni. Einn var þó gallinn. Bömum þótti hún ekki góð og bak við gardínur og undir borðum mátti finna brot úr kökunni. Það er hægt að lofa því að þetta gerist ekki ef gerð er kranskaka úr Rice Krispies. Einföld, falleg og ótrúlega góð. Uppskrift: 500 grömm gott hjúpsúkkulaði 1 lítildósgræntsýróp (grænu dósimar) 175grömm smjör 280 grömm Rice Krispies Aðferð: Hjúpsúkkulaði, smjör og sýróp brættsaman í potti, passa að hræra stöðugt í. Rice crispies hrært saman við. 18 kransakökuform tekin og smurð vel að innan með olíu. Fylla hvert form með blöndunni og þrýsta henni vel ofan í mótin. Best er að hafa hringina þykka. Látið stffna við stofuhita. Því næst er brædd 200 grömm suðusúkkulaði sem notað er til þess að líma hringina saman. Skreytið kökuna af vild. Síðan er hún geymd á köldum stað þartil hún erborin fram. Hin eina sanna súkkulaöikaka Þessi er einföld, sjúklega góð og þolir að vera fryst! 375 grömm suðusúkkulaði 375 grömm smjör Brættsaman 6egg 500 grömm sykur 225 grömm hveiti Þeytt saman og síðan er súkku- laðiblöndunni blandað variega saman við. Sett í tvö ca. 20 cm form. Muna að setja bökunarpappír í botninn og smyija vel. Kakan er bökuð við 180 graður í ca. eina klukkustund. Þegar kakan er orðin köld em 140 gr. af suðusúkkulaði og 50 gr. smjör brætt saman og sett ofan á kökuna. Dustað yfir með flórsykri þegar kremið er oróið kalt. Fallegt er að skreyta kökuna með beijum og ávöxtum eða í tilefni páskanna. Litlum súkkulaðieggjum. Skreytingar í salinn þurfa ekki aö vera dýrar... Skemmtileg hugmynd er að safna saman teikningum og myndum af fermingarbaminu í gegnum tíðina og hengja upp á veggi. Oft hafa safnast saman hlutir úr ferðumfjölskyldunnarsem em henni kærir, kuðungar, steinar og fleira sem Ijölskyldan hefur í sameiningu safna. Þessir hlutir geta verið fallegt skraut. Klippið út hjörtu og leggið á hvem disk, óskið eftir að hver og einn gestur skrifi á hjartað heilræði til handa femiingarbaminu. Heilræði þessi séu síðan hengd upp á ákveðin stað. Þama má bæði þræða spotta í hjörtun þannig að hægt sé að hengja þau á grein eða hafa kennaratyggjó við höndina og hengja þau beint upp á vegg. Akrýldúkar og fallegir tauboröar geta gert kraftaverk, ódýr lausn sem hvorki þarf að þvo né strauja. Ekki má gleyma yngstu gestunum... Þegar fermingarveislan er í sal skapast oft það andrúmsloft að yngstu gestimir hafa ekkert við að vera og fara að hlaupa sþómlaust um salinn. Gott ráð er að fá unglinga í fjöl- skyldunni til þess að taka að sér að hafa ofan af fyrir þeim yngstu. Hafa með sérsjónvarp ogspilara og vera með skemmtilega fjölskyldu- mynd fyrir breiðan aldurshóp. Gripa kubbakassann og spilin með að heiman og koma fyrir á ákveðnum stað. Muna að hafa örugglega eitthvað á veisluborðinu sem þeim yngstu hugnast og einnig að poppskál eða saltstangirgeta haldið þeim önnum köfnum fyrir framan sjónvarpið á meðan fullorðna fólkið spjallar í ró og næði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.