Feykir


Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 2

Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 2
2 Feykír 11/2007 Slokkvilið Skagafjarðar Æfa viðbrögð vegna flugslysa Slokkviliö Skagafjaröar æfði um liðna helgi viðbrö- gð vegna flugslysa. Æfingin var bæði bókleg og verkleg og fór verklegi þátturinn fram við flugvöllinn í blíðs- kaparveðri. Fengnir voru leiðbeinendur frá slökkviliði Akureyrar og var æfingin liður í undirbúningi fyrir stóra flugslysaæfingu sem verður þann 28. apríl n.k. Sambærileg æfing var haldin hér fyrir 6 árum. Á verklegu æfmgunni voru tvö bílflök klippt niður og loks var færður eldur að þeim. Slökkvibílar frá Brunavörnum Skagafjarðar og flúgvellinum réðust svo til atlögu og slökktu eldinn. Þátttakendur voru ffá öllum slökkvistöðvum Brunavarna Skagaljarðar þ.e. Hofsósi, Varmahlíð og Sauðárkróki ásamt starfsmönnum Flugstoða á flugvellinum á Sauðárkróki, alls 28 manns. Leiðari Virkjum okkur sjálf— héraðinu til góðs Það er mikið rætt um að á Norðurlandi Vestra séfólksflótti, neikvæður hagvöxtur og hvaðþetta heitir allt saman. Það gleymist oft íþeirri umræðu að hér býr kraftmikið fólk uppfullt afhugmyndum. Á íbúafundi sem haldinn var á Blönduósi í síðustu viku kom fram að skortur er á íbúðarhúsnæði í bænum, engin íbúð á söluskrá. Á sama fundi mættu rúmlega 60 manns uppfullir afhugmyndum bænum sínum til handa. Mérfinnstpersónulega svona fundur afhinu góða og ekkert nemajákvæður. Með fundinum er verið að gera alla bæjarbúa meðábyrga þegar kemur aðframtíðaráformum bæjaryfii'valda. Eitthvað sem við þurfum aðfara að huga að. Sjálfberum viðjú ábyrgð á eigin lífi og gæfu og saman í einum samstilltum hóp eru allir vegirfærir. Hér er gott að verafalleg náttúra, kraftmikiðfólk og frábær menningarstarfsemi. Hvað vilja menn hafaþað betra?Segjum við okkur sjálfá hverjum degi; hér er frábært að búa. Mikið er ég ánægð með að búa ekki einhvers staðar annars staðar. Ekki er verra að þessarifullyrðingu fylgi breitt bros. Segjum þetta líka við alla sem við tölum við. Notum gömlu góðu maður á mann aðferðina. Efvið náum öll að lokka einn einstakling eða hverfjölskylda eina fjölskyldu á svæðið þá verður þetta fljótt að gerast. Hættum að gráta þá semfara ogfógnum þeim mun hærra þeim sem koma eða snúa til baka. Virkjum okkur sjálf- héraðinu okkar til góðs. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is 8982597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Útgelandi: Nýprent ehf. Borgarflöt I Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árnl Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson feykir@krokur.is Örn Þórarinsson Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 295 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prcntun: Nýprent ehf. Aðalfundur félags kúabænda íSkagafírði Mesta mjólkurframleiðsluár í landinu til þessa Pálmar Jóhannesson bóndi á Egg með verðlaunabikar fyrir afurðahæstu kú héraðsins 2006, með honum er Valdimar Sigmarsson formaður félagsins sem afhenti verðlaunin. Mynd: ÖÞ: Aðalfundur félags kúabænda í Skagafirði var haldin í síðustu viku. Þar var m.a. farið yfir afurðahæstu kýr héraðsins og þrjár þær hæstu verðlaunaðar. Eins og kom fram í Feyki á dögunum var Búbót nr.192 á bænum Egg í Hegranesi afurðahæst og skilaði 789 kílóum af verðefnum og mjólkaði alls 10.692 lítra. Eigendur Búbótar eru Pálmar Jóhannesson og Sigur- björg Valtýsdóttir. Var bú þeirra jafnframt það afurða- hæsta í héraðinu þegar afurðir eru metnar með tillit til verðefna þ.e. hvað mikið af mjólkurfituogmjólkurpróteini kýrnar skiluðu, en það var að jafnaði 552 kg. eftir hverja árskú. Kúabændur verðlauna einnig þann sem á þyngsta sláturgripinn árlega en hann reyndist vera frá bænum Stóru- Ökrurn II og vóg hann 399 kíló. Gestir á fundinum voru þeir Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri LK og Daði Már Kristófersson hagfræð- ingur Bí. í máli Baldurs kom m.a. fram að útlit væri fýrir að heildarfranileiðsla á mjólk færi yfir 120 milljónir lítra á yfirstandandi verðlagsári. Skagastrond Skora á samgöngunefnd Hreppsnefnd Höfðahrepps hefur sent samgöngu- nefnd Alþingis bréf þar sem óskir hennar að breytingum á frumvarpi um samgönguáætlun koma fram. Gerir hreppsnefnd tvær athugasemdir við áædunina. Skorað er á samgöngunefnd að setja endurbyggingu Skagasti'andarvegar á áædun og hins vegar að taka til endurskoðunar nýja legu hringvegar norðan Svína- vatns. Húnavatnshreppur Húnvetningar huga að upp- byggingu í ferðaþjónustu Atvinnumálanefnd Húnavatnshrepps og aðilar í ferðaþjónustu í Húnavatnshreppi hafa ákveðið að stilla upp framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir gerð reiðvegakorts fyrir Húnavatnshrepp. Atvinnumálanefnd og aðilar í ferðaþjónustu hitt- ust á dögunum til þess að ræða framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu á svæðinu. Var á þeim fundi kynnt sú hugmynd að gefa út reiðleiðakort fyrir svæðið í þeim tilgangi að ná til íslenskra hestamanna og efla þannig ferðaþjónustu. Atvinnuráðgjafi frá SSNV var fenginn til þess að stiila upp áætlun fyrir verkið. Framleiðslan undanfarnar vikur hefur verið um 8% meiri en á sama tíma í fýrra og sala á mjólk og mjólkurvörum hefur gengið vel. Þannig standa vonir til að útflutningur á skyri til Bandaríkjanna í árslok verði kominn í um 15 tonn á viku í stað 1.5 tonn á viku nú í upphafi ársins. Daði Már fjallaði um framleiðslukostnað mjólkur og kynnti niðurstöður úr könnum sem hann hefur gert gagnvart nokkrum nágrannalöndum. í henni kom fram að varðandi fastan kostnað við framleiðsluna stönduni við okkur allvel gangvart öðrum þjóðum. En þegar kemur að liðunum afskriftir og vextir versnar samanburðurinn og verður íslenskum bænduni mjög óhagstæður. Valdimar Signtarsson bóndi í Sólheimum var endurkjörinn formaður félagsins á fundinum. Aðrir í stjórn eru Bjarni Þórisson Mannskaðahóli, Guðrún Lárusdóttir Keldudal, Jón Einar Kjartansson Hlíðarenda og Órnar Jensson Gili. Samband Skagfírskra kvenna Árleg Vinnu- vakaá sunnudaginn Hin árlega Vinnuvaka Sambands Skagfirskra kvenna verður haldin í Varmahlíðarskóla sunnudaginn 18. mars og hefst kl. 15. Vinnuvakan er árlegur við- burður í félagslífi Skagfirðinga og þar er alltaf mikið af góðu handverki á boðstólum. Kaffi og meðlæti verður selt og lifa konurnar glæsilegu kaffihlaðborði, sem margir hafa eflaust beðið eftir alveg síðan í fýrra. Þá er einnig hægt að kaupa með kaffinu og hafa með sér heim, en kökubasar er hluti af Vinnuvökunni. Allur ágóði af Vinnuvökunni rennur til samfélags- og góðgerðamála. Að þessu sinni mun hann renna til björgunarsveitanna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.