Feykir


Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 6

Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 6
6 Feykir 11/2007 Einar Sigtryggsson skrifar Dragnótaveiðar í Skagafirði Á fundi í smábátafélaginu Skalla á Sauðárkróki sem haldinn var 2004 var samþykkt tillaga um að banna allar dragnótaveiðar í Skagafirði. Á fundi í smábátafélaginu Skalla á Sauðárkróki sem haldinn var 2004 var samþykkt tillaga um að banna allar dragnótaveiðar í Skagafirði. Var þessi samþykkt gerð vegna þess að mikil ógn var af dragnótabátum síðast liðið sumar og þar sem við Skagfirðingar höfum slæma reynslu af þessum veiðiskap gegnum áratugina fannst okkur illt til þess að vita að dragnótabátar með stórvirk veiðitæki með miklum eyðingamætti veri skafandi botninn um allan fjörðinn. Oft upp í f]öruborð. Við nokkrir félagar tókum okkur til og söfnuðum 400 manna undirskriftum til þess að við værum einir í þessum mótmælum og hefði verið hægt að þrefalda þennan lista ef við hefðum beitt okkur. Bréfið fór síðan til sveitarstjórnar og var þar samþykkt, og síðan til Sjárvarútvegsmálaráðherra 21.10 2004. Eftir mikið þóf við ráðuneytið kom svarbréf frá þeim í því stóð að engar breytingar verði gerðar í sambandið við togveiðarnar í Skagafirði því það þyrfti að ná úr flatfiskstofninum ákveðið magn til þess að fylla kvótann. Úr þessum stofni náðist aðeins 7% af þeirn kola úr þeim fiski sem kont hér á land. Eft ir ntikið þóf við ráðherra féllst hann á að friða Málmeyjarsundið það var góð byrjun. Allar þessar upplýsingar fékk ég frá Ragnari Sighvats. Sem sagt að ráðherra taldi það sjálfsagt að dragnótabátar fengju óáreittir að veika allan fisk á svæðinu ef þeir næðu kolakvótanum. Fyrir áratug voru drag- nótabátar búnir að veiða svo mikið á firðinum að varla fékkst bein úr sjó. Þá var fjörðurinn friðaður af sveitastjórn og ráðuneyti. í surnar voru hér á firðinum 10 - 11 dekkbátar og ntargir af þeim stórir. Má nefna Dalaröst ÞH. Sem er raunverulega lítill togari með 700 hestafla vél. Menn sögðu að það hefði verið tilkomumikið að sjá hana viða upp undir fjöruborðið við Kolkuós. Á öllu þessu svæði gat enginn stundað færa og línuveiðar í sumar. Togbátarnir voru víða að af landinu og flestur fóru með Bryndís Þráinsdóttir skrifar Náms- og starfs- ráðgjöf a vinnustað Náms- og starfs- ráðgjafí hjá Farskólanum ÁsíðastaáriréðFarskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra til sín náms- og starfsráðgjafa. Til starfans var ráðinn Ólafur Bernódusson, grunn- skólakennari og náms- og starfsráðgjafi. Helsta hlutverk hans er að heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra til að kynna ráðgjöfina og veita starfsfólki einstaklingsviðtöl um nám og störf. I ráðgjöfinni er lögð áhersla á að hvetja fólk til virkrar símenntunar. Ráðgjöfin byggir á til- raunaverkefni sem Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins og Mímir - símenntun unnu í samstarfi við Eflingu - stéttarfélag, Starfsafl Starfsmennt Samtaka atvinnu- lífsins og Flóabandalagið. Fjármagntilverkefnisinskemur frá Menntamálaráðuneytinu. og eru starfsmanninum og fýrirtækinu að kostnaðarlausu. Ekki verið aó hvetja fólk til að skipta um vinnu Með náms- og starfsráðgjöf á vinnustað er ekki verið að hvetja starfsmenn til að skipta um vinnu eða til að fara í nám í formlega skólakerfmu. Með ráðgjöfmni er fýrst og fremst verið að hvetja fólk til að vera virkt í eigin símenntun og færniuppbyggingu í starfi og einkalífi. Tilgangur ráðgjafarinnar felur því í sér ávinning bæði fyrir fýrirtækið og einstaklinginn enda eru stjórnendur og yfirmenn vel upplýstir um tilgang og innihald ráðgjafarinnar. öllum ætti að vera ljóst að styrkur mannauðsins innan fýrirtækisins er styrkur fýrirtækisins. Náms- og starfs- ráðgjafmn Ieitast við að vera vel meðvitaður um hagsmuni fýrirtækisins sem hann heimsækir og að eiga gott samstarf við stjórnendur þess. Hvernig gengur ráðgjöfín fyrir sig Ráðgjöfm gengur þannig fýrir sig að í upphafi hefur náms- og starfsráðgjafinn samband við stjórnendur fyrirtækja. Hann kynnir verkefnið og í samráði við stjórnendur ákveður hann með hvaða hætti skuli kynna verkefnið í fýrirtækinu. Síðan er þjónustan kynnt fýrir starfsmönnum til dæmis með hópfundi. 1 kjölfar fundarins gefst starfsmönnum tækifæri á að skrá sig í einstaklingsviðtöl og eru viðtölin skipulögð í samráði við yfirmenn enda fara þau fram í vinnutíma starfsmanns. Viðtölin geta farið fram í húsnæði fýrirtækisins eða jafnvel í húsnæði Farskólans og námsverum á svæðinu Staðið upp frá skrif- borðinu Náms- og starfsráðgjöf á vinnustað er nýjung í starfsemi Farskólans. í fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um allt land standa náms- og starfsráðgjafar nú upp frá skrifborðum sínum og fara í fýrirtækin með þjónustu sem allir þurfa að hafa góðan aðgang að. Farskólinn hvetur alla stjórnendur í fýrirtækjum á Norðurlandi vestra til að nýta sér þessa þjónustu og taka vel í erindi náms- og starfsráðgjafans þegar hann hefur samband. Allar upplýsingar um verkefnið veita starfsmenn Farskólans í síma 455-6010 og í síma Ólafs sem er 864-6014. Bjarni Jónsson skrifar «5 .£ £ 3 § Sveitarfélagið eigi og byggi sjálft leikskólana sína Fyrir ári var hafinn undirbúningur að leik- skólaframkvæmdum á Sauðárkróki. Starfs- hópur skipaður fulltrúum allra flokka í sveitarstjórn fór yfir fjármögnunarleiðir. Þó hópurinn skilaði ekki formlega afsér var niðurstaðan sú að hagkvæmast væri fyrir sveitarfélagið að byggja og eiga sjálft, fremur en að framselja framkvæmdina í annarra hendur og semja um leigugreiðslur til lengri tíma. Það væri minnst íþyngjandi fyrir sveitarfélagið að bjóða út framkvæmdina og fá hagstæð langtímalán. Einkaframkvæmd eða einkarekstur var því varla inni í myndinni. Á því tæpa ári sem liðið er síðan ný sveitarstjórn tók til starfa hefur hægt rniðað í þessu máli. Forsendur hafa þó lítið breyst og ekki virðist annað liggja fýrir en að eignamyndun og vaxtagreiðslur komi einfaldlega betur út en að setja fjármögnunarfyrirtæki í langtíma áskrift að útsvars- tekjum sveitarfélagsins. Byggingu leikskóla miðar hægt Fjármögnunarleiðir voru síðast ræddar á byggðar- áðsfundi 15. nóvember síðast- liðinn, og var eftirfarand bókað: “í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og þriggja ára áætlunar þarf að skoða sérstaklega tillögur að nýframkvæmdum sem rætt hefur verið að ráðast þurfi í á næstu árum og mögulegar leiðir til fjármögnunar þeirra. Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að skoða mögulegar leiðir til fjár- mögnunar nýffamkvæmda og leggjatillögurfyrirbyggðarráð.” Hér var vikið af þeirri leið að hafa fulltrúa allra flokka með í undirbúningi málsins en þó loksins komin hreyfing á það aftur. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fýrir árið 2007 var þó tekin fýrir og afgreidd án þess að þar væri gert ráð fýrir undirbúningsvinnu eða ffamkvæmdum við leikskóla. Lýsti minnihlutinn yfir áhyggjum yfir stöðu málsins. Þegar þriggja ára áætlun sveitarfélagsins árin 2008- 2010 var lögð ffam þann 22. febrúar áttu fáir von á öðru en að í henni væri gert ráð fýrir kostnaði vegna rekstrar og framkvæmda við leikskóla og reyndar einnig viðbyggingar Árskóla. Svo reyndist ekki vera. Óskalisti með framkvæmdum og málefnum sem huga þyrfti að var látinn fylgja áætluninni en ekki gerð tilraun til að taka atriði af listanum inn í áætlunargerðina. Leikskólabygging fari á fjárhagsáætlun 1 ljósi þessarar stöðu málsins lögðu fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórn fram tillögu um að gerðar yrðu þær bre^tingar á framlagðri þriggja ára áætlun að gert væri ráð fyrir fjölgun leikskólarýma á Sauðárkróki og að hafin yrði viðbygging við Árskóla á kjörtímabilinu. Vísað var til að í sveitarstjórnarlögum segi að sveitarstjórn beri að semja þriggja ára áætlun sem fjallar um áherslur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins og í henni eigi að koma fram hvaða fjárfestingar eru fyrirhugaðar, hvernig þær skuli fjármagnaðar og hvaða áhrif þær hafa á rekstur sveitarfélagsins, skuldastöðu og fjármagnskostnað. Full- trúar minnihlutans bentu ennfremur á að með því að afgreiða áætlunina óbreytta væri í raun verið að hat'na lausn húsnæðis- og aðstöðuvanda Árskóla og leikskóla á Sauðárkróki á kjörtímabilinu. Meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar hafnaði hins vegar tillögunni. Það var því orðið ljóst að þriggja ára áætlun meirihlutans væri annað hvort marklaust plagg eða að yfirlýsingar þeirra varðandi leikskóla á Sauðárkróki og viðbyggingu við Árskóla væru óábyrgar og innistæðulausar. Breið samstaða skapist um framhaldið Áform um byggingu leikskóla tóku hins vegar nýja stefnu fyrir skemmstu með samþykkt byggðarráðs um deiliskipulagsvinnu í tengslum við byggingu á nýj um leikskóla. Þannig var að endingu tekið undir tillöguflutning VG og Sjálfstæðisflokks. Foreldrar bíða eftir nýjum leikskólaplássum. Mikilvægt er að ekki verði frekari tafir á byggingu leikskóla á Sauðárkróki. Breið samstaða þarf að skapast um framhaldið og að hér rísi sem fyrst nýr leikskóli sem verði bæði í eigu og á ábyrgð sveitarfélagsins. Bjarni Jónsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.